Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Þorgrímur Andri Einarsson Boðskort Sýningaropnun 5. maí, kl. 14 Hetjur og fjórfætlingar Sýning í Gallerí Fold 5.–18. maí Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Flytja þurfti um 1.700 manns í neyðarskýli eftir að eldgos í Kilauea- eldfjalli á Hawaii-eyjum hófst í fyrri- nótt. Gosinu lauk um tveimur tímum síðar, en óttast er að frekari elds- umbrot gætu orðið á næstu dögum. Fyrirskipuðu yfirvöld á eyjunum brottflutninginn um leið og gossins varð vart, en ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið fyrir skaða af völd- um þess. David Ige, ríkisstjóri Hawaii, sagði að íbúarnir myndu fá skjól í fé- lagsmiðstöðvum þar til hættan liði hjá. Skrifaði hann undir tilskipun sem heimilaði framlög úr viðlaga- sjóði ríkisins til íbúa Big Island, þar sem eldfjallið er. Þá var þjóðvarðlið Hawaii-ríkis kallað út og sagði Ige gosið minna um margt á áþekkt gos árið 1960 sem olli miklu eignatjóni. Gosið hófst um eftirmiðdaginn á fimmtudaginn að staðartíma, eða um kl. 2:45 að íslenskum tíma aðfara- nótt föstudags. Var því lokið um kl. 4:45 að íslenskum tíma skv. upplýs- ingum jarðfræðistofnunar Banda- ríkjanna. Jarðfræðingar vöruðu hins vegar við því að enn væri mikil óvissa um framhaldið. Almanna- varnir Bandaríkjanna, FEMA, munu einnig vera í viðbragðsstöðu og tilbúnar til þess að veita aðstoð ef þörf krefur. Var „nánast létt“ við gosið Ýmsar vísbendingar um yfirvof- andi jarðhræringar hafa verið á síð- ustu dögum þar sem fjöldi smærri jarðskjálfta hefur herjað á Hawaii- eyjar síðustu daga. Þá skall á jarð- skjálfti, sem mældist um fimm á Richter, á fimmtudagsmorguninn. Sögðu íbúar á Big Island við AFP- fréttastofuna að þeim hefði nánast verið létt þegar gosið sjálft hófst eft- ir allt sem á undan var gengið. Óttast frekari eldsumbrot  Kilauea-eldfjallið á Hawaii gaus í um tvo tíma  Um 1.700 manns flutt í burtu AFP Eldgos Strókurinn úr gosinu náði um 150 metra upp í loft. Að minnsta kosti 143 eru látnir og fjöldi annarra slas- aður í norðurhluta Indlands vegna nokkurra storm- viðra sem herjað hafa á landið undanfarna viku. Mörg hús hafa hrunið í óveðrinu, líkt og það sem sést hér á myndinni, en eigandi þess missti eiginkonu sína og barnabarn þegar það hrundi. Hafa embættismenn var- að við því að mannfallstölur gætu enn hækkað, þar sem von er á frekara vonskuveðri á næstunni. AFP Öflugir stormar herja á Indland Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hrós- aði sigri í gær eftir að niður- stöður sveit- arstjórnarkosn- inga lágu fyrir. Þær sýndu að Íhaldsflokkur hennar hefði ekki staðið sig jafnilla og spáð hafði verið. Á landsvísu tapaði flokk- urinn sjö fulltrúum, en náði að halda þeim sveitarstjórnum í Lund- únum sem Verkamannaflokkurinn hafði sett stefnuna á að vinna. Flokkurinn vann mjög á á þeim svæðum þar sem stuðningur við Brexit var meiri, en breski sjálf- stæðisflokkurinn, UKIP, þurrkaðist nánast út. Þrátt fyrir að kosninganóttin hefði um margt verið vonbrigði fyr- ir Verkamannaflokkinn stóð hann engu að síður uppi með mest fylgi og flest sæti eftir kosningarnar. Náði betri niður- stöðu en talið var Theresa May STÓRA-BRETLAND Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, varaði við því í gær að hann kynni að beita neitunarvaldi sínu á fyrir- huguð fjárlög Evrópusam- bandsins, þau fyrstu sem ganga í gildi eftir að Bretar ganga úr sambandinu á næsta ári. Sagði Orban að hann myndi ekki styðja fjárlagaáætlun sem tæki fjármagn frá bændum eða vísinda- starfi til þess að gefa „ríkjum sem hleypa inn flóttamönnum“, en í til- lögunum er gert ráð fyrir að Evr- ópusambandið geti tekið fjármagn frá ríkjum sem fylgdu ekki við- miðum sambandsins um lýðræð- isþróun eða réttarríki. Sagði utan- ríkisráðherra Ungverjalands tillöguna líkasta fjárkúgun. Orban hótar að beita neitunarvaldi Viktor Orban UNGVERJALAND Mahmud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, baðst í gær af- sökunar á ummælum sínum um að samfélagsleg staða gyðinga í Evr- ópu sem bankamenn hefði verið und- irrót ofsókna gegn þeim í gegnum tíðina. Ummælin höfðu verið fordæmd víða, og lagði Bandaríkjastjórn í gær fram formlega beiðni til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að það hafnaði ummælunum. Fjöldamótmæli þau sem geisað hafa á Gazasvæðinu síðustu vikur héldu áfram í gær. Sagði heilbrigð- isráðuneyti svæðisins að fjölmargir Palestínumenn hefðu særst þegar ísraelskar hersveitir hófu skothríð á mannfjöldann með bæði gúmmíkúl- um og venjulegum skotfærum, en til þessa hafa um 50 manns látist í mót- mælunum, sem hófust 30. mars síð- astliðinn. Talsmaður ísraelska hersins sagði aðeins að táragasi hefði verið beitt til þess að dreifa mannfjöldanum, auk þess sem tilraun til þess að kom- ast inn í Ísrael hefði verið stöðvuð. Abbas biðst afsökun- ar á ummælunum  Blóðug fjöldamótmæli á Gaza AFP Óeirðir Mótmælendur sóttu mjög hart að landamærum Gaza-svæðisins og Ísraels, og reyndu þeir meðal annars að fjarlægja gaddavírsrúllur. Norður-Kórea mun flýta klukkunni sinni um hálftíma í dag, til þess að vera í samræmi við nágranna sína í Suður-Kóreu. Mun Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lofað því á fundi sínum með Moon Jae-in í síðustu viku, og er þetta hugsað sem fyrsta skrefið í átt að „þjóðarsátt og einingu“ ríkjanna á Kóreuskaga. Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO tilkynnti í gær að Norður-Kóreu- menn hefðu beðið um leyfi til þess að opna nýja flugleið til Suður-Kóreu, á milli Pyongyang og borgarinnar Inc- hon í nágrenni Seoul. Er beiðnin nú til skoðunar hjá flugmálayfirvöldum í Suður-Kóreu, og munu fulltrúar ICAO ferðast til Norður-Kóreu til þess að kanna aðstæður. Kóresku klukkurnar slá í takt  N-Kóreumenn athuga með flug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.