Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16
Allir velkomnir
Þorgrímur Andri Einarsson
Boðskort
Sýningaropnun 5. maí, kl. 14
Hetjur og fjórfætlingar
Sýning í Gallerí Fold 5.–18. maí
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Flytja þurfti um 1.700 manns í
neyðarskýli eftir að eldgos í Kilauea-
eldfjalli á Hawaii-eyjum hófst í fyrri-
nótt. Gosinu lauk um tveimur tímum
síðar, en óttast er að frekari elds-
umbrot gætu orðið á næstu dögum.
Fyrirskipuðu yfirvöld á eyjunum
brottflutninginn um leið og gossins
varð vart, en ekki er vitað til þess að
neinn hafi orðið fyrir skaða af völd-
um þess.
David Ige, ríkisstjóri Hawaii,
sagði að íbúarnir myndu fá skjól í fé-
lagsmiðstöðvum þar til hættan liði
hjá. Skrifaði hann undir tilskipun
sem heimilaði framlög úr viðlaga-
sjóði ríkisins til íbúa Big Island, þar
sem eldfjallið er. Þá var þjóðvarðlið
Hawaii-ríkis kallað út og sagði Ige
gosið minna um margt á áþekkt gos
árið 1960 sem olli miklu eignatjóni.
Gosið hófst um eftirmiðdaginn á
fimmtudaginn að staðartíma, eða um
kl. 2:45 að íslenskum tíma aðfara-
nótt föstudags. Var því lokið um kl.
4:45 að íslenskum tíma skv. upplýs-
ingum jarðfræðistofnunar Banda-
ríkjanna. Jarðfræðingar vöruðu hins
vegar við því að enn væri mikil
óvissa um framhaldið. Almanna-
varnir Bandaríkjanna, FEMA,
munu einnig vera í viðbragðsstöðu
og tilbúnar til þess að veita aðstoð ef
þörf krefur.
Var „nánast létt“ við gosið
Ýmsar vísbendingar um yfirvof-
andi jarðhræringar hafa verið á síð-
ustu dögum þar sem fjöldi smærri
jarðskjálfta hefur herjað á Hawaii-
eyjar síðustu daga. Þá skall á jarð-
skjálfti, sem mældist um fimm á
Richter, á fimmtudagsmorguninn.
Sögðu íbúar á Big Island við AFP-
fréttastofuna að þeim hefði nánast
verið létt þegar gosið sjálft hófst eft-
ir allt sem á undan var gengið.
Óttast frekari eldsumbrot
Kilauea-eldfjallið á Hawaii gaus í um tvo tíma Um 1.700 manns flutt í burtu
AFP
Eldgos Strókurinn úr gosinu náði um 150 metra upp í loft.
Að minnsta kosti 143 eru látnir og fjöldi annarra slas-
aður í norðurhluta Indlands vegna nokkurra storm-
viðra sem herjað hafa á landið undanfarna viku. Mörg
hús hafa hrunið í óveðrinu, líkt og það sem sést hér á
myndinni, en eigandi þess missti eiginkonu sína og
barnabarn þegar það hrundi. Hafa embættismenn var-
að við því að mannfallstölur gætu enn hækkað, þar sem
von er á frekara vonskuveðri á næstunni.
AFP
Öflugir stormar herja á Indland
Theresa May,
forsætisráðherra
Bretlands, hrós-
aði sigri í gær
eftir að niður-
stöður sveit-
arstjórnarkosn-
inga lágu fyrir.
Þær sýndu að
Íhaldsflokkur
hennar hefði
ekki staðið sig jafnilla og spáð hafði
verið. Á landsvísu tapaði flokk-
urinn sjö fulltrúum, en náði að
halda þeim sveitarstjórnum í Lund-
únum sem Verkamannaflokkurinn
hafði sett stefnuna á að vinna.
Flokkurinn vann mjög á á þeim
svæðum þar sem stuðningur við
Brexit var meiri, en breski sjálf-
stæðisflokkurinn, UKIP, þurrkaðist
nánast út.
Þrátt fyrir að kosninganóttin
hefði um margt verið vonbrigði fyr-
ir Verkamannaflokkinn stóð hann
engu að síður uppi með mest fylgi
og flest sæti eftir kosningarnar.
Náði betri niður-
stöðu en talið var
Theresa May
STÓRA-BRETLAND
Viktor Orban,
forsætisráðherra
Ungverjalands,
varaði við því í
gær að hann
kynni að beita
neitunarvaldi
sínu á fyrir-
huguð fjárlög
Evrópusam-
bandsins, þau
fyrstu sem ganga í gildi eftir að
Bretar ganga úr sambandinu á
næsta ári.
Sagði Orban að hann myndi ekki
styðja fjárlagaáætlun sem tæki
fjármagn frá bændum eða vísinda-
starfi til þess að gefa „ríkjum sem
hleypa inn flóttamönnum“, en í til-
lögunum er gert ráð fyrir að Evr-
ópusambandið geti tekið fjármagn
frá ríkjum sem fylgdu ekki við-
miðum sambandsins um lýðræð-
isþróun eða réttarríki. Sagði utan-
ríkisráðherra Ungverjalands
tillöguna líkasta fjárkúgun.
Orban hótar að
beita neitunarvaldi
Viktor Orban
UNGVERJALAND
Mahmud Abbas, forseti palestínsku
heimastjórnarinnar, baðst í gær af-
sökunar á ummælum sínum um að
samfélagsleg staða gyðinga í Evr-
ópu sem bankamenn hefði verið und-
irrót ofsókna gegn þeim í gegnum
tíðina.
Ummælin höfðu verið fordæmd
víða, og lagði Bandaríkjastjórn í gær
fram formlega beiðni til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um að það
hafnaði ummælunum.
Fjöldamótmæli þau sem geisað
hafa á Gazasvæðinu síðustu vikur
héldu áfram í gær. Sagði heilbrigð-
isráðuneyti svæðisins að fjölmargir
Palestínumenn hefðu særst þegar
ísraelskar hersveitir hófu skothríð á
mannfjöldann með bæði gúmmíkúl-
um og venjulegum skotfærum, en til
þessa hafa um 50 manns látist í mót-
mælunum, sem hófust 30. mars síð-
astliðinn.
Talsmaður ísraelska hersins sagði
aðeins að táragasi hefði verið beitt
til þess að dreifa mannfjöldanum,
auk þess sem tilraun til þess að kom-
ast inn í Ísrael hefði verið stöðvuð.
Abbas biðst afsökun-
ar á ummælunum
Blóðug fjöldamótmæli á Gaza
AFP
Óeirðir Mótmælendur sóttu mjög hart að landamærum Gaza-svæðisins og
Ísraels, og reyndu þeir meðal annars að fjarlægja gaddavírsrúllur.
Norður-Kórea mun flýta klukkunni
sinni um hálftíma í dag, til þess að
vera í samræmi við nágranna sína í
Suður-Kóreu. Mun Kim Jong-un,
einræðisherra Norður-Kóreu, hafa
lofað því á fundi sínum með Moon
Jae-in í síðustu viku, og er þetta
hugsað sem fyrsta skrefið í átt að
„þjóðarsátt og einingu“ ríkjanna á
Kóreuskaga.
Alþjóðaflugmálastofnunin ICAO
tilkynnti í gær að Norður-Kóreu-
menn hefðu beðið um leyfi til þess að
opna nýja flugleið til Suður-Kóreu, á
milli Pyongyang og borgarinnar Inc-
hon í nágrenni Seoul. Er beiðnin nú
til skoðunar hjá flugmálayfirvöldum
í Suður-Kóreu, og munu fulltrúar
ICAO ferðast til Norður-Kóreu til
þess að kanna aðstæður.
Kóresku
klukkurnar
slá í takt
N-Kóreumenn
athuga með flug