Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  113. tölublað  106. árgangur  ÍSLENSKUR GERVAHÖNNUÐUR VERÐLAUNAÐUR SARA ÞÝSKA- LANDSMEISTARI ÖÐRU SINNI AÐ DEYJA MEÐ TILÞRIFUM Í KLUKKUTÍMA ÓSTÖÐVANDI ÍÞRÓTTIR STRÍÐ RAGNARS KJARTANSSONAR 30ÁSTA HAFÞÓRSDÓTTIR 12 Magnús Heimir Jónasson Guðni Einarsson Til átaka kom við landamæri Ísraels og Palestínu á Gaza-svæðinu í gær í kjölfar mótmæla Palest- ínumanna vegna opnunar Bandaríska sendiráðs- ins í Jerúsalem. Að minnsta kosti 55 Palestínu- menn voru skotnir til bana af ísraelskum hermönnum og særðust um 2.700 manns í átök- unum. Sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að átta börn undir sextán ára aldri væru meðal þeirra sem létust í átökunum sem eru þau mannskæðustu síðan 2014. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC, voru um 40.000 mótmælend- ur á landamærunum en mótmælin voru hluti af sex vikna mótmælum sem eru skipulögð af Ha- mas-samtökunum. Frekari mótmæli eru skipu- lögð í dag. Að sögn Ísraelsmanna kom til átaka á 13 stöðum við öryggisgirðinguna á landmærum landanna tveggja. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði eftir átökin að hvert land væri skyldugt til að verja landamæri sín og sagði Hamas bera ábyrgð á átökunum. Forseti Frakklands Emmanuel Mac- ron fordæmdi ofbeldi Ísraelshers gegn mótmæl- endum og þá sakaði Recep Tayyip Erdogan, for- seti Tyrklands, ísraelsk stjórnvöld um þjóðarmorð. Raj Shah, talsmaður forsetaembættisins í Bandaríkjunum, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á dauðs- föllunum. „Hamas er vísvitandi að ögra til að fá fram þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Ísrael hefur rétt til að verja sig.“ Mannskæð átök á Gaza AFP Átök Svartur reykur var yfir svæðinu er mótmælendur kveiktu í dekkjum. Ísraelsher svaraði með táragasi og skothríð er þeir nálguðust landamærin.  55 Palestínumenn létu lífið á Gaza-svæðinu í gær  Átta börn undir sextán ára meðal þeirra látnu  Um 2.700 aðrir eru særðir  Frekari mótmæli skipulögð MBlóðug átök vegna opnunar … »17 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að á Hafnartorgi verði nýr gæðaflokkur í íbúðum á Íslandi. Fermetraverðið verði hæst vel á aðra milljón króna. Samkvæmt því mun 440 fermetra þakíbúð sem snýr að Hörpu kosta 400-500 milljónir. Alls 69 íbúðir verða á Hafnartorgi og þar af níu þakíbúðir. Þorvaldur segir arkitekta og innanhúshönnuði hafa unnið að hönnun þakíbúðanna. Niðurstaðan sé íbúðir í gæðaflokki sem standist samanburð við lúxus- íbúðir í erlendum stórborgum. Það verði sérstaklega mikið lagt í stóru þakíbúðina á Geirsgötu. Þar verði fjórar íbúðir sameinaðar í eina. Munu fyrst bíða kaupanda „Íbúðin er þeirrar gerðar að við förum ekki alla leið nema kaupandi hafi fundist. Efnisval og efnisnýting er skörinni ofar en fólk á að venjast. Slíkt er ekki hægt að kaupa í búðum. Við sjáum þetta til dæmis í nýjum verkefnum í London, New York og á Miami. Þetta er tilraunaverkefni. Við höldum því opnu að geta fjölgað íbúðunum aftur,“ segir Þorvaldur. Hann segir íbúðirnar hannaðar frá a-ö. Hægt sé að fá þær afhentar með húsgögnum. Sýningaríbúð fyrir Hafnartorg verður tilbúin um mánaðamótin. Þorvaldur segir mikinn áhuga á íbúðunum. Söluverðmæti þeirra er 7-8 milljarðar. »10-11 Morgunblaðið/RAX Hafnartorg Dýrasta þakíbúðin er í húsinu lengst til hægri á myndinni. Þakíbúð á rúmar 400 milljónir króna  Íbúðir á Hafnartorgi fara í sölu Lagt er til í stjórnarfrumvarpi um lögheimili og aðsetur sem lagt var fram á Alþingi fyrir rúmum tveimur mánuðum en er óafgreitt að þing- lýstur eigandi fasteignar beri ábyrgð á að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt. Jafnframt ber Þjóðskrá Íslands að tilkynna eig- endum fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign hans. Þessar nýju reglur flýta því að Þjóðskrá fái til meðferðar upplýs- ingar um ranga lögheimilisskrán- ingu. Um 2.000 slík mál koma upp á ári hverju og eru sum þeirra þung í vinnslu, meðal annars vegna þess hversu erfitt er að ná í fólk til að leita eftir sjónarmiðum þess og and- mælum. »4 Morgunblaðið/Golli Finnbogastaðaskóli Deilur eru í fámenninu í Árneshreppi. Eigendur fái til- kynningu  Frumvarp í þingi  „Þetta er bara svo uppsprengt verð á þessu hjá þessum verktökum sem eru að byggja þetta að það er náttúrlega bara ekki í lagi,“ segir Guðrún Sverrisdóttir, hárgreiðslu- kona á Garðatorgi. Íbúar sem Morgunblaðið ræddi við í Garðabæ segjast almennt ánægðir með þjónustu sveitarfé- lagsins og sérstaklega var talað já- kvætt um skólamálin en þó kom upp að bærinn mætti beita sér fyrir uppbyggingu ódýrari búsetukosta og þá sérstaklega fyrir ungt fólk. Fjórir flokkar bítast um atkvæði Garðbæinga þessar síðustu vikur fram að kosningum og í Morgun- blaðinu í dag er rætt við íbúa í sveitarfélaginu um það sem á þeim brennur. »14-15 Húsnæðiskostir hamli því að unga fólkið búi í Garðabæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðabær Gleði í Ásgarðslaug sem nýlega var opnuð eftir þónokkrar endurbætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.