Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það hefur verið baráttumál mitt
lengi að við fáum að nálgast þær kon-
ur og einstaklinga sem eru með
stökkbreyttan BRCA2 erfðavísi og
nú geta þeir Íslendingar sem það
vilja nálgast upplýsingar um hvort
þeir hafi þessa stökkbreytingu,“ seg-
ir Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Í hádeginu
í dag opnar Íslensk erfðagreining
heimasíðu með vefgátt þar sem fólk
getur sjálft óskað eftir því að fá að
vita með einfaldri aðgerð hvort það
geti verið með arfberar stökkbreyt-
ingarinnar eða ekki. Með vefgáttinni
fer Íslensk erfðagreining milliveginn
og hjálpar fólki til þess að nálgast
upplýsingarnar
sér að kostnaðar-
lausu.
86% líkur
„Ég fer að
gráta þegar ég
hugsa til þess að
mega ekki upp-
lýsa konur um að
þær séu með
stökkbreyttan BRCA2 vísi nema
þær leiti eftir því sjálfar. En líkur á
banvænu krabbameini hjá þeim kon-
um eru 86%. Ég spyr hvað ætli
margar ungar konur hafi dáið sem
eru í áhættuhópi og af því þær eru
ungar telja þær sig ódauðlegar og
við megum ekkert segja. Það er dap-
urlegt að síðan ég hóf baráttuna hafa
hundruð kvenna dáið fyrir aldur
fram frá börnum sínum. Allt fyrir
það að virða friðhelgi einkalífs,“ seg-
ir Kári sem telur mjög mikilvægt að
virða friðhelgina sérstaklega þar
sem hægt er að leita að upplýsingum
úti um allt í rafrænum heimi og
menn hafi farið offari í skráningu
þeirra.
„Við megum samt ekki láta frið-
helgi einkalífs koma í veg fyrir að
bjarga konum sem eru í bráðri lífs-
hættu. Það er hefð fyrir því að við
hunsum friðhelgi einkalífs þegar fólk
er í bráðri lífshættu. Við flytjum fólk
nauðaflutningum af hamfarasvæðum
og við tökum blóðsýni úr hælum á
nýfæddum börnum til þess að kanna
hvort þau séu haldin hættulegum
efnaskiptasjúkdómi sem getur haft
áhrif á þroska heila. Við biðjum aldr-
ei um leyfi til þess að gera það,“ segir
Kári og spyr hvers vegna ekki sé allt
gert til þess að bjarga lífi kvenna
sem séu með stökkbreytt BRAC2.
„Hvers vegna í ósköpunum meg-
um við ekki hafa samband við þær og
bjarga lífi þeirra?“
Vefgáttin er mín tillaga
Íslensk erfðagreining opnar vef-
gáttina daginn eftir að starfshópur
um nýtingu erfðaupplýsinga í ein-
staklingsmiðuðum forvörnum lagði
fram tillögur til Svandísar Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra um opn-
un sambærilegrar vefgáttar þar sem
landsmenn geta fengið upplýsingar
um hvort þeir hafi stökkbreytt
BRAC2 ef þeir kjósa svo. Bent er á
að nýta mætti sem dæmi heilsuveru-
.is til þess.
Heilbrigðisráðherra segir á
heimasíðu velferðarráðuneytisins að
ákvörðun um hvort og hvernig upp-
lýsa eigi einstaklinga með stökk-
breytt BRAC2 gen, sé flókið við-
fangsefni og álitaefni mörg.
Kári Stefánsson sat í starfshópn-
um. „Ég var í þessum hóp, mér of-
bauð vitleysisgangurinn og sagði
mig úr honum. Ég á tillöguna um
vefgáttina sem millileik. Ekki veit ég
úr hvaða grunni ráðuneytið ætlar að
vinna. Þeir hafa hvorki getuna né
eiga gagnagrunn,“ segir Kári en í Ís-
lenskri erfðagreiningu eru geymd
dulkóðuð gögn rúmlega 1.000 Íslend-
inga sem bera sjúkdómsvaldandi
stökkbreytingu.
Vefgátt fyrir BRCA2 arfbera opnuð
86% líkur á banvænu krabbameini Friðhelgi fyrir bí þegar bjarga þarf mannslífum Kári grætur
yfir því að fá ekki að vara konur við sem bera BRCA2 arfberann Starfshópur leggur til vefgátt
Kári Stefánsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Söngvakeppni sjónvarpsins og þátt-
taka í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva, Eurovision, kostaði
RÚV um 90 milljónir kr. í ár.
Söngvakeppnin hér heima kostaði
um 60 milljónir kr. og kostnaður við
þátttöku í Eurovision í Portúgal um
30 milljónir kr. Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri RÚV,
segir 30 m.kr. í þátttökukostnað vera
svipaðan og kostnaðinn síðustu ár.
„Það eru smátilfærslur sem fara eft-
ir því hvar keppnin fer fram á hverju
ári, kostnaður við flug og gistinu sem
getur verið aðeins breytilegur.“
Spurður um hvað leikmynd og at-
riðið sjálft hafi kostað segir hann að
það sé innifalið í heildarkostnaðar-
tölunni en Ísland hefur í gegnum ár-
ið reynt að halda þeim kostnaði í lág-
marki. „Það er bara föst greiðsla
sem er hluti af þátttökugjaldi. Inni í
þeim pakka er ákveðið sem er í boði
en allt umfram það er eitthvað sem
hver sjónvarpsstöð þarf að standa
straumi af. Þar eru milljónirnar
mjög fljótar að hrannast upp. Hver
eldsprenging kostar mikið. Við sem
þekkjum til getum talið milljónirnar
sem hrannast upp á sviðið þegar við
sjáum 20 eldvörpur í einu lagi. Oftast
hefur það verið þannig að við höfum
neyðst til að vera innan þeirra
marka, annars er kostnaðurinn fljót-
ur að rjúka upp úr öllu valdi.“
Vilja gera betur á næsta ári
Spurður um hvort slæmt gengi Ís-
lands í ár muni valda því að RÚV
muni endurskoða fyrirkomulag und-
ankeppninnar segir hann að RÚV
endurskoði keppnina á hverju ári.
„Algjörlega burtséð frá framlaginu í
ár og hvernig árangurinn var þá eru
það nú bara þau vinnubrögð sem við
höfum verið að stunda undanfarin ár
og ferlið þess eðlis að í hvert einasta
skipti fljótlega eftir að keppninni
lýkur förum við í að velta við öllum
steinum og gerum upp síðustu
keppni,“ segir Skarphéðinn. Hann
segir að allt ferlið verið skoðað, allt
frá vali og lögum og flytjendum yfir í
listræna útfærslu, með það að mark-
miði að gera betur. „Aðalatriðið er að
vera með en þetta er jú keppni og
þegar við erum að taka þátt í keppni
hljótum við að vilja ná sem bestum
árangri og þar setjum við okkur það
markmið að komast í úrslit.“
Á næstu dögum mun RÚV fara yf-
ir hvað hefði mátt fara betur í keppn-
inni í ár og gerir Skarphéðinn fast-
lega ráð fyrir breytingum á næsta
ári. „Mér finnst mjög líklegt að við
gerum einhverjar breytingar án
þess að ég geti sagt núna hversu yf-
irgripsmiklar þær verða.“
Kostnaður RÚV um 90 milljónir kr.
AFP
Söngvakeppnin Ísland komst ekki áfram í úrslit Eurovision í ár.
Þátttaka í Eurovision kostaði um 30 milljónir Fyrirkomulagið endurskoðað fyrir næsta ár „Þeg-
ar við erum að taka þátt í keppni hljótum við að vilja ná sem bestum árangri,“ segir dagskrárstjóri RÚV
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er ný aðferð að leggja krossa-
próf fyrir frambjóðendur á opnum
fundi. Alla vega hef ég ekki séð það
gert áður,“ segir Jón Ingi Gíslason,
formaður Kennarafélags Reykjavík-
ur sem stóð fyrir baráttufundi kenn-
ara með frambjóðendum í Reykja-
vík í Laugalækjarskóla í gærkvöldi.
„Það er eðlilegt þegar kennarar
eru annars vegar að leggja fyrir
krossapróf. En að öllu gamni
slepptu þá notuðum við þessa aðferð
til þess að kalla fram einhverja
punkta sem fundargestir gætu
spurt nánar út í og frambjóðendur
útskýrt svör sín betur,“ segir Jón
Ingi sem vonar að frambjóðendur
hafi fengið gott veganesti frá fund-
argestum.
Kvennahreyfingin ákvað eftir ít-
arlega yfirferð að þiggja ekki boð
um þátttöku á fundinum í ljósi þess
að Ragnar Þór Pétursson, formaður
Kennarasambandsins sem flutti
opnunarerindi fundarins, tók ekki
áskorun um að víkja sem formaður
Kennarasambandsins vegna ásak-
ana um blygðunarsemisbrot.
„Ég hef ekki séð yfirlýsingu
Kvennahreyfingarinnar enda á fullu
að undirbúa fundinn. Við erum að
halda fund fyrir þá frambjóðendur
sem vilja koma og skýra fyrir kenn-
urum hvernig þeir vilja haga málum
hér í Reykjavík komist þeir til
valda. Þeir sem ekki hafa áhuga á
að mæta þeir bara mæta ekki,“ seg-
ir Jón Ingi.
Frambjóðendur voru m.a. spurðir
hvort þeir styddu 100.000 kr. launa-
uppbót á mánuði fyrir grunnskóla-
kennara í Reykjavík, minni miðstýr-
ingu, aukið sjálfstæði og valdeflingu
skóla og kennara og hvort 26 tímar
á viku í kennslu og undirbúning
teldust fullt starf.
Krossapróf frambjóðenda
Spurðir um 100.000 kr. launauppbót á mánuði Ný aðferð í kosningabaráttu
Morgunblaðið/Valli
Barátta Frambjóðendur í Reykjavík sátu fyrir svörum kennara í Kennarafélagi Reykjavíkur í Laugalækjarskóla.
Þeir sem standa
að framboðinu
Nýtt afl í Blá-
skógabyggð óska
eftir því að Ingv-
ar Örn Karlsson,
sem skipar annað
sæti listans til
sveitarstjórnar-
kosninga, stígi til
hliðar og taki
ekki sæti fyrir
hönd framboðsins í sveitarstjórn, ef
til þess kemur.
Ingvar Örn gekk berserksgang
með tveggja tonna gröfu við heimili
sitt í Biskupstungum um helgina og
lagði í kjölfarið á flótta undan lög-
reglu. Aðstandendur framboðsins
ræddu málið í gærkvöld á fundi og
sendu frá sér fréttatilkynningu í
kjölfarið þar sem kemur fram að
Ingvar Erni er óskað fulls bata.
„Mikil mildi er að ekki fór verr og er
hugur okkar hjá þeim sem eiga um
sárt að binda vegna þessa mannlega
harmleiks,“ segir í tilkynningunni.
Ekki er hægt að breyta framboðs-
listanum í ljósi þess að of skammur
tími er til kjördags samkvæmt
ákvæðum laga.
Óska eftir að
Ingvar stígi
til hliðar
Gekk berserks-
gang við heimili sitt
Laugarás í
Bláskógabyggð.