Morgunblaðið - 15.05.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 15.05.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðskrá þarf að vinna úr um 2.000 málum á hverju ári þar sem athuga- semdir hafa verið gerðar við lög- heimilisskráningu. Í stjórnarfrum- varpi sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að þinglýstum eig- endum fasteigna sé tilkynnt þegar fólk skráir lög- heimili sitt í eign- um þeirra. Nú- tímalegri og skýrari lög munu væntanlega draga úr málafjölda. Lögfræðingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu fara yfir fjöldaflutning lögheimila fólks í Árneshreppi. Sú athugun kemur til viðbótar athugun sem Þjóðskrá vinnur að. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra segir þetta óhjákvæmilegt vegna umræðunnar sem verið hefur og eins hafi fyrir- spurnir borist ráðuneytinu í tengslum við þessi mál nú. Óafgreitt frumvarp Sigurður Ingi segir það stór- furðulegt að fólk geti skráð lög- heimili sitt heima hjá öðru fólki án þess að það sé látið vita og geti andmælt ef svo ber undir. Spurður hvort ástæða sé til að breyta reglum af þessu tilefni vísar ráð- herra til frumvarps til laga um lög- heimili og aðsetur sem hann lagði fram á Alþingi í vetur en er óaf- greitt. Þar er meðal annars kveðið á um að eigandi fasteignar skuli hlutast til um að skráning lögheim- ilis einstaklinga sem hafa fasta bú- setu í húsnæði hans sé rétt. Þá skal Þjóðskrá Íslands senda rafræna til- kynningu til eiganda fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í hans fasteign. Ástríður Jóhannesdóttir, sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segir að núverandi fyrir- komulagi hafi verið við lýði í all- mörg ár. Ekki sé gert ráð fyrir fyr- irframsamþykki húsráðenda en þeir hafi haft heimild til að gera at- hugasemdir eftir á. Fjölmörg rétt- indi fólks grundvallast á lögheim- ilisskráningu, ekki aðeins kosningaréttur heldur einnig réttur til bóta og jafnvel möguleiki á bankaviðskiptum, og segir Ástríður að þess vegna hafi verið lögð áhersla á skjóta og skilvirka þjón- ustu við skráningu lögheimilis. Síð- ustu misseri hafi fólki verið boðið upp á að breyta lögheimili á vef Þjóðskrár og taki breytingin gildi strax. Á móti kemur að talsvert er um rangar skráningar. Þjóðskrá tekur við athugasemdum og þarf að rannsaka slík mál vel og gefa fólki kost á andmælum, áður en ákvörð- un er tekin. Um 2.000 slík mál koma upp á hverju ári og eru mörg þeirra þung í vinnslu, að sögn Ástríðar. Hún segist ekki hafa upplýsingar um ástæður þess hversu mörg mál koma upp. Telur að skýringarnar séu margvíslegar. Þó er vitað að talsvert er af málum sem tengjast viðvarandi húsnæðisskorti. Nýju reglurnar sem lagt er til að teknar verði upp þýða að athuga- semdir eigenda húsnæðis koma fram snemma í ferlinu. Ástríður telur að það hafi einnig varn- aðaráhrif þegar vitað er að húseig- andi fær tilkynningu. Frumvarpið snýst um fleiri mál, svo sem heimild til hjóna að skrá lögheimili á sitthvorum staðnum. Varðandi úrræði Þjóðskrár þeg- ar lögheimili er ranglega skráð þá er í frumvarpinu kveðið á um heim- ild hennar til að leita aðstoðar lög- reglu. Þá er Þjóðskrá veitt heimild til að leiðrétta augljósar villur og hafna skráningu ef hún er röng. Sveitarstjórn ákveður kjörskrá Ástríður segir að Þjóðskrá hafi sett mál fólksins sem flutt hefur lögheimili í Árneshrepp að undan- förnu í forgang. Hún vonast til að stofnunin afgreiði málið fyrir kosn- ingar. Það er síðan hlutverk sveitarstjórnar að breyta kjörskrá, ef hún telur ástæðu til. Sigurður Ingi telur ástæðu til að fara yfir fleiri atriði sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Nefnir í því sambandi boð fjársterkra ein- staklinga um að hafa áhrif á ákvarðanir sveitarstjórna og vísar til umræðu um Hvalárvirkjun í Árneshreppi og lagningu vegar um Teigsskóg í Reykhólahreppi. At- huga þurfi hvort slík boð og ákvarð- anir hreppsnefndar Reykhóla- hrepps stangist á við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Þjóðskrá rannsakar 2.000 mál á ári  Ákvæði í frumvarpi um lögheimili  Eigendur fái sendar tilkynningar Morgunblaðið/Golli Gjögur 43 íbúar voru skráðir í Árneshreppi. 17 til viðbótar fluttu lögheimili sitt þangað áður en frestur vegna kjör- skrár komandi kosninga rann út. Lögfræðingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skoða nú flutningana. Sigurður Ingi Jóhannsson Tveir af þeim „nýbúum“ í Árneshreppi sem sakaðir hafa verið um lögheimilisskráningu til málamynda, vegna deilna í sveitarfélaginu um virkjanamál, eru há- skólanemar og halda heimili með föður sínum og stjúpföður, Ólafi Valssyni, kaupmanni í Norðurfirði. Kemur þetta fram í tilkynningu frá honum. Fram kemur að þær hafi fengið bréf frá Þjóðskrá um að borist hefðu upplýsingar sem bentu til þess að þær byggju ekki hjá Ólafi. Hann segir að þær hafi bent Þjóðskrá á að þær væru námsmenn og félli mál- ið einfaldlega um sjálft sig með því. „Það er hinsvegar ólíðandi að oddviti Árneshrepps efni til fjölmiðlafárs með útsendingu minnisblaðs lögmanns sem borgaður hefur verið af HS Orku í gegnum dótturfélag á Ísafirði. Ég frábið mér þessar nornaveiðar og aðferðir til að verja hagsmuni auðmannanna en hirði ekki um að endursegja boð þeirra um eingreiðslur til hreppsins til að liðka fyrir leyfi til virkjunar Hvalár,“ skrifar Ólafur. Tveir „nýbúanna“ eru nemar YFIRLÝSING ÚR ÁRNESHREPPI Ólafur Valsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við áttum mjög gott samtal,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands að loknum vinnufundi með samninganefnd ríkisins. Að sögn Katrínar hefur annar vinnufundur verið boðaður á mið- vikudag. „Það stóð til að boða hefðbundinn samningafund en niðurstaðan var að vinnufundur yrði heppilegri,“ segir Katrín Sif ánægð með samtal dags- ins þó að ekkert sé fast í hendi. „Samtalið hefur breyst og er orðið lausnarmiðaðra. Við leyfum okkur að bera bjartsýnar. Auðvitað verður fólk þreytt eftir langa samningalotu en samningana þurfum við að klára,“ segir Katrín Sif og bætir við að ljós- mæður séu í baráttuhug og ánægðar með þær góðu samræður sem nú eigi sér stað. Ljósmæður segja sam- talið breytt  Lausnamiðaðra Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningar Viðræður ganga betur. „Spáð er fari lægða hér við land úr suðvestri næstu daga,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebooksíðu sína í gær. Hann bendir á að það gæti gránað eða snjóað til fjalla og verið talsverð úrkoma með skil- um seint á fimmtudag eða snemma á föstudag. Spáð er djúpri lægð að morgni hvítasunnudags. „Ekki þarf að fjölyrða um það leiðindarok sem verður á landinu gangi spáin eftir,“ skrifar Einar, þó að ekki sé útsynningur og éljagangur núna eins og fyrstu daga mán- aðarins sé enn kalt loft í vestri sem fóðri lægðir. Spáir leiðindaroki á hvítasunnudag Morgunblaðið/Eggert Sigurður Gísli Pálmason, segir málflutning Haralds Benedikts- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um Árneshrepp vera af- ar einsleitan en Haraldur sagði í Morgunblaðinu í gær að fjár- sterkir aðilar væru í fjand- samlegri yfir- töku á fámenn- um sveitarfé- lögum. „Þetta er undarlega eins- leitur málflutn- ingur hjá þess- um þingmanni en maður gerir kröfur til að þeir hugsi og horfi á stóru myndina en það kýs hann að gera ekki,“ segir Sigurður sem er baráttumaður fyrir friðun svæð- isins. Sautján manns hafa á síð- ustu vikum flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninga, en áður voru þar 43 með lögheimil. Ný hreppsnefnd í þessu fámenn- asta sveitarfélagi landsins mun ráða miklu um byggingu fyrirhug- aðrar Hvalárvirkjunar. Sigurður segist ekki þekkja til lögheimilisflutninganna en hefur heyrt af því að það sé mikill hiti í heimafólkinu í hreppnum enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. „Haraldur hefur fundið að því að við höfum boðið sveitarstjórnum að kosta athugun á öðrum kostum í þeim tilgangi að finna betri lausn sem leiðir síður til náttúruspjalla. Það sem skiptir mestu máli og þarf að hafa í huga í þeim efnum, sem þingmaðurinn kýs að gera ekki, er að þessi boð okkar eru al- gjörlega skilyrðislaus,“ segir Sig- urður. Boðist ýmsar fyrirgreiðslur „Þingmaðurinn lætur þess alveg ógetið í gagnrýni sinni að risastór virkjanafyrirtæki sem eru í eigu erlendra auðmanna svífast einskis til þess að ná sínu fram og hafa boðið sveitarfélagi eins og Árnes- hreppi, sem berst í bökkum fjár- hagslega, ýmiss konar fyr- irgreiðslu með því skilyrði að fallist verði á virkjun. Þeir hafa boðist til þess að gera upp skóla- húsið, leggja hitaveitu og ljósleið- ara og hvað eina sem kemur virkj- unaframkvæmdum ekki við og nú hefur skipulagsstofnun meðal ann- ars til athuganar hvort þessi fram- ganga kunni að vera refsiverð.“ Sigurður bætir því við að nú sé það greinilega orðið aðfinnsluvert að vilja vernda náttúruna. mhj@mbl.is Segir málflutning Haralds einsleitan  Náttúruvernd greinilega orðin að- finnsluverð, segir Sigurður Gísli Pálmason Sigurður Gísli Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.