Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 8

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Í fréttum í gær var sagt aðborgarstjórinn hefði lofað hagsmunaaðilum lóðum. Það er hróssefni hversu nýtnir menn eru á gömul loforð, þótt verra sé að einungis samfelld svik geri nýtn- ina mögulega.    En við bætist sákostur að það er hægt að nýta sama gamla góða glærusjóið í áróðurinn.    Á rándýrumveltiskiltum bryddar Dagur svo skyndilega upp á því loforði að „að setja Miklubrautina í stokk.“ Þá brellu hafði auðkeypt- ur ómerkingur boðað fyrir fáein- um vikum og notað tækifærið til að fara með fleipur um látinn sómamann.    En þetta loforð um stokkinner athyglisvert af fleiri ástæðum. Síðustu misserin hefur verið eytt vel á annan milljarð í gagnslitlar breytingar á Miklu- brautinni m.a. með því að dunda mánuðum saman við að hrauka grjóti í vírgirðingu meðfram henni.    Varla hefur nokkur verið aðhugsa þá stundina um „stokk“ utan um brautina sem kostar margfalda þá fjárhæð.    Það eru augljóslega frumlegirmenn í trúmálum sem láta múslíma fá fría lóð undir mosku en rukka Hjálpræðisherinn, sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem minnst mega sín í borginni í meira en öld.    Og svo koma óvænt nýjar vís-bendingar um að núverandi borgaryfirvöld trúi ekki á neitt nema stokk og steina. Dagur B. Eggertsson Ofloforð er svikráð STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 9 skýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 25 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 26 heiðskírt Lúxemborg 19 léttskýjað Brussel 19 þoka Dublin 15 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 heiðskírt París 13 súld Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 24 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 19 skýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 18 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 20 heiðskírt New York 14 þoka Chicago 18 þoka Orlando 22 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:12 22:37 ÍSAFJÖRÐUR 3:52 23:07 SIGLUFJÖRÐUR 3:34 22:51 DJÚPIVOGUR 3:36 22:12 Verjendur í Chesterfield-málinu svo- nefnda (CLN-málinu), fengu í gær frest til 12. júní nk. til þess að kynna sér ný gögn Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, sem lögð voru fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Björn telur að gögnin séu fullnægjandi með tilliti til þeirra athugasemda sem Hæstiréttur gerði þegar dómur hér- aðsdóms í málinu var ómerktur í haust. Þannig geti aðalmeðferð í héraðsdómi farið fram að nýju. Málið var höfðað gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra, Sig- urði Einarssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúx- emborg, en þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá bankanum og stefnt fé hans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga. Verjendur fá frest fram í júní „Það er búið að ganga frá öllu og við sameinum fyrirtækin formlega á morgun [í dag],“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastýra Eldingar, en Hvalaskoðun Akureyri ehf., fyrirtæki í eigu Eldingar, og hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassa- dor hafa ákveðið að sameinast. Rannveig telur áhuga á hvalaskoðun ekki fara dvínandi en hún segir þó ekki pláss fyrir tvö stór hvala- skoðunarfyrirtæki á Akureyri. „Þessi rekstur er fremur árstíða- bundinn og það er einfaldlega ekki nóg um ferðamenn á Akureyri á vet- urna til að halda rekstri beggja fyrirtækja áfram.“ Ástæðan fyrir samruna fyrirtækjanna sé því ein- faldlega hagræðing. Spurð um áhrif fyrirhugaðra veiða Íslendinga á langreyðum segir Rannveig: „Hrefnuveiðar í Faxaflóa eru í raun það sem skemmir mest fyrir okkur þar sem hrefnurnar eru þeir hvalir sem við sjáum helst í hvalaskoðuninni í Reykjavík. Veiðar á langreyðum eru ímyndarlega séð miklu erfiðari þar sem þar er um að ræða dýr í útrýmingarhættu vegna ofveiða á suðurhvelinu. Í Eyjafirð- inum sjáum við aðallega hnúfubak svo veiðarnar hafa ekki bein áhrif á hvalaskoðun á Akureyri. Hvalveiðar hafa þó slæm áhrif á ímynd Íslands og á samskipti okkar á alþjóðavett- vangi.“ ragnhildur@mbl.is Sameining í hvalaskoðun á Akureyri  Hvalaskoðunarfyrirtækin Elding og Ambassador ganga í eina sæng Morgunblaðið/ Eggert Hvalaskoðun Rannveig Grétars- dóttir stýrir Eldingu. Bæði kyn skimuð Í viðtali í Morgunblaðinu í gær við Höllu Þorvaldsdóttur, fram- kvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, sagði frá undirbúningi að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Er skimunin ætluð fyrir bæði karla og konur, en ekki bara karla, eins og missagt var í grein- inni. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.