Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Leður strigaskór
Verð: 11.995
Stærðir 36-42
Eigum úrval af
strigaskóm úr leðri
að innan sem utan.
Mjúkur leðurinnsóli
sem gerir skóna
einstaklega þægilega.
Akureyrarbær fær 600 milljóna kr.
framlag frá ríkinu til menningar-
mála á næsta þremur árum, skv.
samningi sem Lilja Alfreðsdóttir,
ráðherra mennta- og menningar-
mála, og Eiríkur Björn Björgvins-
son bæjarstjóri undirrituðu í gær við
Amtsbókasafnið.
Markmið samningsins er m.a. að
efla Akureyri sem þungamiðju öfl-
ugs menningarstarfs utan höfuð-
borgarsvæðisins og atvinnu-
mennsku á sviði lista. Með fjöl-
breyttum menningarkostum fyrir
íbúa og listafólk ætla ríki og bær að
leggja sín lóð á þær vogarskálar að
efla búsetukosti á Norður- og Aust-
urlandi, eins og það er orðað.
Nefnd eru þau meginverkefni sem
samningur ríkisins beinist að: Starf-
semi atvinnuleikhúss undir merkj-
um Leikfélags Akureyrar; starfsemi
sinfóníuhljómsveitar undir merkjum
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands;
að efla menningarhúsið Hof sem
vettvang sviðslista og tónlistar og að
starfsemi Listasafnsins á Akureyri.
Framlag ráðuneytisins er 195
milljónir í ár, rétt tæpar 200 á næsta
ári og tæpar 205 milljónir 2020.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Menningarsól Lilja Alfreðsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson í gær.
Menningin blómstri
600 milljóna kr. framlag ríkisins til
menningar á Akureyri á þremur árum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við finnum fyrir mjög miklum
áhuga. Það eru viðræður í gangi um
nokkrar íbúðir,
þótt þær séu ekki
komnar í form-
lega sölu,“ segir
Þorvaldur Giss-
urarson, forstjóri
og eigandi ÞG
verks, um nýjar
íbúðir á Hafnar-
torgi í miðborg
Reykjavíkur.
Áformað er að
hefja sölu íbúða í
júní og afhenda í árslok.
Alls eru þetta 69 íbúðir í fimm hús-
um. Samkvæmt nýjum söluvef,
Hafnartorg.is, er meðalstærð 60
íbúða um 102 fermetrar. Stærð 9
þakíbúða er ekki gefin upp.
Það eru þrjár þakíbúðir í tveimur
húsum, Geirsgötu 2-4, og tvær í
hverju húsi á Tryggvagötu 21-25.
Að sögn Þorvaldar eru hugmyndir
um að sameina fjórar þakíbúðir í
húsinu G1 í eina. Hann segir þak-
íbúðirnar sambærilegar við sérbýli
hvað varðar stærð og gæði.
Á bilinu 7-8 milljarðar
Fram hefur komið að samanlagt
eru íbúðirnar um 7.900 fermetrar.
Miðað við að fermetrinn kosti að
meðaltali 800 þús. er söluverðmæti
íbúðanna alls 6,3 milljarðar. Með
hliðsjón af verði þakíbúða er þetta
hóflegt mat. Líklegra er að verð-
mætið sé 7-8 milljarðar. Með því er
verkefnið eitt það stærsta sinnar
tegundar í miðborginni.
Spurður um fermetraverð segir
Þorvaldur að það sé ekki frágengið.
Nokkur munur verði milli hæða. Það
hækki eftir því sem ofar dregur.
Á aðra milljón króna
Hann staðfestir hins vegar að fer-
metraverð í þakíbúðum verði vel á
aðra milljón. Samkvæmt því gæti
440 fermetra þakíbúð í G1 kostað
rúmar 400 milljónir. „Við höfum tek-
ið frá hluta af íbúðunum á efstu hæð
og endurhannað þær, stækkað og
sameinað,“ segir Þorvaldur og stað-
festir að þetta sé gert að ósk vænt-
anlegra kaupenda. Hann segir íbúð-
irnar í hæsta gæðaflokki.
„Hönnun og frágangur á íbúðum
verður í hæsta klassa sem þekkist
hérlendis. Það er sérstaklega vandað
til innréttinga sem eru sérsmíðaðar.
Í öllum íbúðum er loftræstikerfi sem
tryggir betri innivist, sömuleiðis
þráðlaus kerfisstýring fyrir ljós og
búnað. Í flestöllum íbúðum eru tvö
baðherbergi og þá er meiri lofthæð
Íbúðir á Hafnartorgi
Teikning og heimild: hafnartorg.is
Byggingar við Geirsgötu Byggingar við Tryggvagötu
Bygging G1 Bygging G2 Bygging T1 Bygging T2 Bygging T3
Íbúð* m2 Íbúð* m2 Íbúð* m2 Íbúð* m2 Íbúð* m2
201 110 206 120 209 78 205 78 201 84
202 82 207 113 210 81 206 78 202 81
203 125 208 125 211 93 207 87 203 100
204 118 209 118 212 86 208 78 204 94
205 118 306 120 309 78 305 78 301 81
301 107 307 113 310 81 306 79 302 81
302 82 308 125 311 93 307 94 303 100
303 125 309 118 312 86 308 78 304 94
304 118 406 119 Alls** 676 Alls** 651 Alls** 715
305 118 407 112
401 107 408 125
402 82 409 117
403 125 506 120
404 122 507 112
405 119 508 125
501 108 509 117
502 83 Alls** 1.896
503 126
504 119
505 119
Alls** 2.212
Geirsgata
Tryggvagata
LÆ
K
JA
R
G
AT
A ARNARHÓLL
HARPAN
T4
L1
Fjöldi íbúða án þakíbúða: 60
6.150 m2
Heildarfjöldi íbúða (byggingar G1-G2 og T1-T3): 69
Alls: 7.895 m2
Þjónusta og verslun (allar byggingar):
9.160 m2
Skrifstofurými (byggingar L1 og T4):
6.817 m2
Heildarstærð með bílakjallara:
28,077 m2
Hafnartorg samanstendur
af sjö mismunandi byggingum.
Bílastæði, 4.205 m2, eru neðanjarðar og tengjast Hörpunni.
**Til viðbótar
við heildar-
fermetratölu
hverrar
byggingar
kemur jarðhæð
(þjónusta
og verslun)
og íbúðir á
þakhæðum
(stærð þeirra
hefur ekki verið
gefin upp)
*Þakíbúðir eru ekki taldar með
*Þakíbúðir eru
ekki taldar með
ÞG verk hefur sölu á 69 íbúðum í júní Forstjóri ÞG verks segir íbúðirnar í sérflokki á Íslandi
Verð íbúða fer eftir hæðum Þær dýrustu eru þakíbúðir sem munu kosta hundruð milljóna
Þorvaldur
Gissurarson
Morgunblaðið/RAX
Nýr miðbær Nýjar götur verða til á Hafnartorgi. Hér er horft til Hörpu.
Setja lúxusíbúðir á Hafnartorgi í sölu