Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 en gengur og gerist. Í öllum íbúðum eru mjög vönduð rafmagnstæki og hreinlætistæki. Sömuleiðis eru gólf- efni, flísar og allt efnisval og frá- gangur af mjög vandaðri gerð,“ segir Þorvaldur og leggur áherslu á að staðsetningin sé einstök. Íbúðirnar séu góð fjárfesting. „Þetta er einstakt tækifæri. Það verður ekki meira byggt á þessum stað. Þetta er í hjarta miðbæjarins og inni í þessum nýja hluta miðbæj- arins sem mun gjörbreyta miðbæj- arstemningunni í Reykjavík. Að mínu mati vantaði slíkan klasa í miðbæinn. Þá ekki síst til að styðja við og draga fram Hörpuna. Allt þetta svæði mun taka mið af henni. Þetta er svipað og í stórborgum víða erlendis. Þar eru víða miklar og ráð- andi glæsibyggingar eins og óperu- hús. Það má segja að Harpa sé okkar óperuhús.“ Bílastæðamálin í skoðun Þorvaldur segir mögulegt að kaupa bílastæði með íbúðunum. Undir Hafnartorginu og Austur- höfninni sé „stærsti bílakjallari landsins“ með 1.100 til 1.200 stæð- um. Útfærslan sé í vinnslu. Það sé ekki ólíklegt að farin verði svipuð leið og í nýjum íbúðaturni í Bríet- artúni 9-11. Þar eru stæðin leigð. „Þetta verður líflegt svæði og mikið mannlíf í átt við það sem fólk þekkir frá erlendum stórborgum. Þar þykir vinsælt og eftirsóknarvert að eiga íbúðir við ákveðnar götur þar sem verslun, veitingahús og þess háttar þjónusta er til staðar. Við erum að vinna út frá svipaðri hug- mynd. Þetta hefur heppnast gríðar- lega vel í öðrum borgum. Þar má til dæmis nefna Ósló, Stokkhólm, Hels- inki og Kaupamannahöfn.“ Umhirðan í hæsta gæðaflokki Þorvaldur segir umhirðu og hreinsunarstarf í hæsta gæðaflokki. Íbúar muni njóta þess að Reykja- víkurborg og rekstraraðilar á jarð- hæð munu taka þátt í þrifum á sam- eiginlegu rými. „Það verður tryggt að öll þjónusta og umhirða verður til fyrirmyndar á svæðinu. Hún er samtengd á öllum lóðunum, þar með talið Hörpu,“ seg- ir Þorvaldur og vísar til Hafnartorgs og Austurhafnar. Varðandi þrif á íbúðum segir hann til skoðunar að bjóða kaupendum að kaupa þrif. Samhliða íbúðunum eru samtals 6.100 fermetrar af skrifstofurými til leigu í tveimur húsum sem snúa að Arnarhóli. Þorvaldur segir mikinn áhuga fyrir skrifstofurýmum á svæðinu. Nú þegar séu í gangi við- ræður um útleigu á stórum hluta þeirra. Að auki eru verslunar- og þjónusturými á jarðhæð allra sjö bygginganna á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Hafnartorg Skrifstofur eru Arnarhólsmegin en íbúðir vestanmegin. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Toppar Kr. 4.990 7 litir Str. S-XXL Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • Sími 555 1516 (póstsendum) Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-15. Mikið af myndum á facebook Flottir sumarkjólar Verð 6.900 kr. • mörg mynstur og litir • stærð 36-46 Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar hafa fengið vilyrði fyrir lóðum til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfing- arinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Skipulagssamkeppni var haldin um skipulag í Skerjafirði og er deiliskipu- lagstillaga unnin á grundvelli hennar. Svæðið sem um ræðir er landsvæði sem opnaðist sem byggingarland er litlu flugbrautinni var lokað. Er þar gert ráð fyrir byggð með um eitt þús- und íbúðum. Bjarg fékk vilyrði fyrir lóð fyrir 100 íbúðir og Félagsstofnun stúdenta fyrir lóð fyrir 160 íbúðir. Leiguíbúðir verkafólks og stúdenta í Skerjafirði Samkomulag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifa undir. Útblástur koltví- sýrings frá skip- um í Faxaflóa- höfnum jókst um 14% milli áranna 2016 og 2017 og útblástur niturox- íðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Ástæða þessa að því er fram kemur í skýrslu sem Faxaflóa- hafnir létu vinna er að umferð skemmtiferða- og gámaskipa, sem eru stærsti mengunarvaldurinn, jókst á tímabilinu. Skýrslan var unn- in af sænsku umhverfisrannsókn- arstofnuninni og þar kemur fram að Reykjavíkurhöfn hafi verið eina höfn Faxaflóahafna þar sem út- blástur skipa jókst ekki á tímabilinu, segir í frétt á mbl.is. Líkt og árið áður komu flest gáma- og skemmtiferðaskip í Sunda- höfn, en þau skip sem þar leggja að bryggju bera ábyrgð á meira en helmingi þeirrar útblástursmeng- unar sem mælist frá skipum á svæð- um Faxaflóahafna. Engu að síður segja skýrsluhöfundar að það hafi tekist að draga úr útblæstri í Sunda- höfn með því að tengja skip við raf- magn er þau liggja við bryggju. Minni umferð en meiri mengun í Faxaflóahöfnum Mengun Skip í Sundahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.