Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 12

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Gervahönnun Ásta lagar útlit leikara í myndinni the 12th Man. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is V erðlaunin sem ég fékk eru sambærileg við Emmy-verðlaunin sem einungis eru veitt fyr- ir sjónvarp,“ segir Ásta Hafþórsdóttir sem fyrir stuttu hlaut norsku Gullruten- verðlaunin ásamt Ida Astero Welle og Solveig Aksnes fyrir gervahönnun og búninga í sjón- varpsþáttunum Stories from Norway. „Það eru veitt verðlaun í sama flokki fyrir gervahönnun og búninga. Konur í norskum kvik- myndaiðnaði berjast fyrir því að verðlaun verði veitt fyrir förðun annars vegar og búninga hins vegar,“ segir Ásta sem barðist fyrir því sama með Eddu- verðlaunin á Íslandi sem skilaði þeim árangri að verðlaunin eru nú veitt hvor í sínum flokki. Eddan er ólík Gullruten þar sem á Edd- unni eru veitt verðlaun bæði fyrir sjónvarps- og kvikmyndagerð. Góð leið til að kynna sig „Ég fékk Edduna þegar hún var veitt í annað sinn ásamt Stef- áni Jörgen sem er nýfallinn frá og ég hef einu sinni áður fengið til- nefningu í Gullruten,“ segir Ásta sem er vongóð um að barátta fé- lags norskra kvenna í kvikmynda- iðnaði skili árangri bæði hvað varðar að slíta í sundur sameigin- lega verðlaunaveitingu fyrir bún- inga og gervahönnun og virkt jafnrétti kynjanna í kvikmynda- gerð. „Við finnum fyrir góðum Vann Gullruten- verðlaun í Noregi Ásta Hafþórsdóttir gervahönnuður hlaut norsku Gullruten-verðlaunin í flokki förðunar og búninga fyrir norsku sjónvarpsþættina Stories from Norway. Hún er búsett í Noregi ásamt 6 ára tvíburum. Ásta hefur komið víða við í kvikmyndageir- anum ásamt því að taka þátt í hjálparstarfi í Grikklandi þar sem hún kom á fót þvottaverkefni sem er umhverfisvænt og endurnýtir fatnað og teppi flóttafólks. Verðlaun Ásta ávarpar á norsku þegar hún tekur við Gullruten-verðlaunum fyrir gervahönnun í sjónvarpsþáttunum Stories from Norway. Nemendur í ljósmyndavali við Menntaskólann í Hamrahlíð á vor- önn 2018 halda sýningu á afrakstri annarinnar í fræðsluhúsinu Líkn á Árbæjarsafni. Ljósmyndasýningin verður opnuð kl. 15 í dag, þriðjudag- inn 15. maí, og mun standa til 21. júní. Nemendur sýna myndir að eigin vali og því gætir töluverðrar fjöl- breytni í myndefninu. Sum verkin eru ljóðræn, önnur grafísk eða ab- strakt. Portrettið er með sem og matarmyndir og arkitektúr. Um- hverfismál og náttúra eru einnig á boðstólnum. Áhorfendur fá tækifæri til að skyggnast inn í ýmsar að- stæður, lönd og staði. Í ljósmyndaá- fanganum var leitast við að nem- endur kynntust helstu grunn- og tækniatriðum í ljósmyndun til að þeir gætu síðan nýtt þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Fjallað var um myndbyggingu, tæknina sem tengist ljósmyndavélinni, ljósop, hraða og ljósnæmi, eiginleika ljóss og ljósmælingu og reynt að virkja nemendur til skapandi vinnubragða. Farið var í heimsókn í Ljósmynda- safn Reykjavíkur og fjölmargar ljós- myndaferðir þar sem nemendur fengu kennslu í verklegri vinnu Ljósmyndasýning í fræðsluhúsinu Líkn í Árbæjarsafni Áfanginn Nemendur fengu verklega leiðsögn og innsýn í ljósmyndasöguna. Lífið með augum MH-inga Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðandi örgöngum um Kópavog þrjá þriðju- daga í röð, 15., 22. og 29. maí. Lagt verður af stað alla dagana kl. 19. Í dag verður gengið frá bílastæðinu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg að Álfhól og álfasögur rifj- aðar upp. Síðan haldið að bæjarstæði gamla Digra- nesbæjarins og sagt frá búsetu manna þar. Gangan endar svo í álfabyggðinni í Einbúa. Þriðjudaginn 22. maí verður gamli þingstaðurinn við Þinghól m.a. skoðaður og sagt frá Kópavogsfundinum árið 1662 og þriðjudaginn 29. maí verður geng- ið um svæðið þar sem hernámslið Breta og Bandaríkjamanna kom upp að- stöðu og setti niður herbúnað. Endilega … Morgunblaðið/Eggert Álfabústaður Álfhóll er um 3 m hár, jökulsorfinn klapparhóll og þekktasti bústaður álfa í Kópavogi. … rifjið upp álfasögur „Á jóganámskeiðum munið þið hitta nígerískar dverggeitur; hafra, huðnur og kiðlinga, sem eru vina- leg og forvitin dýr. Geiturnar okkar bíta hvorki né stanga. Þær njóta þess að hoppa milli fólks og vera hluti af jógaupplifuninni. Við erum aðeins með geitur sem eru fæddar og aldar á Honey Sweetie Acres. Við förum mjög vel með geiturnar okkur og væntum þess sama af ykkur.“ Þessar upplýsingar eru á vefsíð- unni www. honeysweetieacres.com, sem er ein af mörgum heilsurækt- Nýjasta líkamsræktaræðið í Bandaríkjunum Jóga með nígerískum dverggeitum AFP Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.