Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðabær Ráðhústurninn á Garðatorgi er eitt þekktasta kennileiti bæjarins. Á Garðatorgi hefur verið nokkur uppbygging bæði íbúða og atvinnuhúsnæðis síðustu ár, sem íbúar lýsa yfir ánægju með. síðum Fréttablaðsins í liðinni viku ætluðu rúmlega sex af hverjum tíu Garðbæingum sem tóku afstöðu að kjósa flokkinn. Sveitarfélagið stendur sterkt fjárhagslega, skuldahlutfallið er 85% og meðallaun íbúa í Garðabæ eru hærri en íbúa á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þá er útsvarsprósentan 13,7% og eru Garðbæingar því ásamt Seltirningum þeir íbúar höfuðborg- arsvæðisins sem greiða minnstan hluta tekna sinna til sveitarfélagsins. Íbúar í Garðabæ sem Morgun- blaðið ræddi við lýstu flestir yfir ánægju með það að búa í Garðabæ og hrósuðu þjónustu sveitarfélags- ins. Sérstaklega minntust íbúar á að bærinn væri að gera vel í skóla- málum, íþrótta- og æskulýðsstarfi og umönnun aldraðra. En húsnæðismál og þá sér- staklega húsnæðismál ungs fólks í Garðabæ komu einnig upp og er talið Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fjórir flokkar bjóða fram til bæjar- stjórnar í Garðabæ að þessu sinni, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Garðabæjarlistinn. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft tögl og hagldir í Garðabæ um áratuga skeið og lítil breyting virðist ætla að verða á því, en samkvæmt könnun sem birtist á barst að þeim málaflokki voru ekki allir jafn ánægðir, því að þrátt fyrir töluvert mikla húsnæðisuppbygg- ingu í Garðabæ á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka segja íbúar að ungu fólki hafi reynst erfitt að finna íbúðir á viðráðanlegu verði innan bæjar- markanna, þar sem fáar litlar íbúðir eru í boði í Garðabæ. Íbúðir á uppsprengdu verði Hárgreiðslukonan Guðrún Sverrisdóttir rekur sína eigin hár- greiðslustofu á Garðatorgi. Hún hef- ur búið í Garðabæ í 51 ár og blaða- maður fékk ábendingu um að þar væri á ferðinni „gallharður Garðbæ- ingur“ sem lægi ekki á skoðunum sínum. Það reyndist rétt. „Þetta er bara svo uppsprengt verð á þessu hjá þessum verktökum sem eru að byggja þetta að það er náttúrlega bara ekki í lagi,“ segir Guðrún um húsnæðismál unga fólks- Skortir íbúðir fyrir unga  Garðbæingar segjast ánægðir með þjónustu bæjarins en nefna að litlar íbúðir vanti  Gróska í íþróttastarfinu  Skúli Guðbjarnarson veitingamaður hefur búið á Álftanesi í sextán ár og líkað vel. Undanfarin tvö og hálft ár hefur hann ásamt Sigrúnu Jóhanns- dóttur, konu sinni, rekið kaffihúsið og veitingastaðinn Álftanes Kaffi. „Það hefur gengið vel, alveg sam- kvæmt áætlun ef svo má segja. Mað- ur var að þessu til að geta lifað af því og það hefur tekist,“ segir Skúli. Hann segir Álftnesinga vera sinn stærsta kúnnahóp, en íbúar úr öðrum hverfum Garðabæjar og nágranna- sveitarfélögunum eru einnig reglu- legir gestir. Kaffi Álftanes stendur við Breiðu- mýri og frá veitingahúsinu er útsýni yfir til Bessastaða. Það mun hins veg- ar að öllum líkindum breytast þar sem deiliskipulagstillögur gera ráð fyrir lágreistum fjölbýlishúsum í grenndinni. Undirskriftasöfnun stendur þó yfir á Álftanesi til að fá sveitarfélagið til að falla frá þessum uppbyggingaráformum. „Ég verð að segja það að ég mun sakna útsýnisins, því ég missi útsýnið til Reykjavíkur og Bessastaða og fjallasýnina,“ segir Skúli, en annars segist hann jákvæður fyrir því að byggt verði á þessu svæði, það hafi verið viðbúið og að auknum mann- fjölda muni fylgja aukið líf og fjör á Álftanesinu. Vill að svæðið verði fallegt „Það verða þeir sem verða í þessum blokkum sem snúa að Bessastöðum sem hafa útsýni, aðrir missa það og þannig er það með skipulagningu hverfa, það var náttúrlega alltaf vitað að þarna kæmi eitthvað. Auðvitað verður viss söknuður að útisvæð- unum, en allavega hérna næst mér eru þetta mikið tún og skurðir,“ segir Skúli. Aðalmálið við þessar breytingar segir hann vera að svæðið verði fal- legt. Þá verði hann sáttur. Annars seg- ir hann þjónustu við íbúa á Álftanesi hafa verið góða allt frá sameiningunni við Garðabæ. „Maður sér það að umhirða úti- svæða er mun betri. Ég tek alveg sér- staklega eftir því, það er kannski af því að ég var einu sinni garðyrkju- verktaki og þá sér maður þetta,“ segir Skúli. athi@mbl.is Mun sakna þess að hafa útsýni yfir Bessastaði út um gluggann Morgunblaðið/Valli Álftnesingur Skúli segist jákvæður fyrir fjölgun íbúa í hverfinu. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Starfshópur Garðabæjar og Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) hefur undanfarna mánuði unnið að skipulagi og legu golfvallar innan skipulagssvæðis í landi Vífils- staða. Nokkur kurr var á meðal fé- lagsmanna GKG eftir að niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar voru kynntar, en þar er m.a. gert ráð fyrir fjölnota íþrótta- húsi á því svæði sem golfklúbburinn hefur haft til umráða. „Þetta var náttúrlega alveg svakalegt þegar þetta byrjaði en við erum bara að ná mjög góðu sam- komulagi,“ segir Guðmundur Odds- son, formaður GKG. Fundur verður haldinn á fimmtudag þar sem félags- mönnum GKG verða kynnt drög að nýjum níu holu velli sem teygir sig í átt að Vífilsstaðavatninu. Guðmundur segist spenntur yf- ir nýja vellinum og að samstarfið við bæjaryfirvöld eftir að kylfingar lýstu yfir áhyggjum sínum hafi gengið vel. „Við höfum bara reynt að leggja okkur fram við að ná góðri niðurstöðu, þeirra yfirlýsta markmið var að við fengjum betri völl heldur en við höfðum og mér sýnist það stefna alveg í það.“ Skipulagsbreytingarnar á svæðinu munu þó hafa áhrif á æf- ingasvæði golfklúbbsins og það segir Guðmundur að leysa þurfi með ein- hverjum hætti. „Við missum þarna verulegt Sættir nást milli bæjarins og GKG  Golfvöllur víkur fyrir íþróttahúsi GARÐABÆR VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.