Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla 15. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.76 102.24 102.0 Sterlingspund 138.26 138.94 138.6 Kanadadalur 79.62 80.08 79.85 Dönsk króna 16.354 16.45 16.402 Norsk króna 12.721 12.795 12.758 Sænsk króna 11.842 11.912 11.877 Svissn. franki 101.87 102.43 102.15 Japanskt jen 0.9285 0.9339 0.9312 SDR 145.61 146.47 146.04 Evra 121.86 122.54 122.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.4321 Hrávöruverð Gull 1324.8 ($/únsa) Ál 2272.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.55 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að nemendur HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við Travelade. Fyrsta verkefnið er að nota gervi- greind til þess að stinga upp á afþrey- ingu fyrir ferðamenn hér á landi. Útbúið verður meðmælakerfi byggt á hegð- unarmynstri notenda Travelade. Travelade er upplýsinga- og bók- unarvefur fyrir ferðamenn sem stofn- aður var síðasta sumar af þeim Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðveri Þór Árnasyni. Félagið lauk 160 milljón króna fjármögnun í desember síðastliðnum, leidda af Crowberry Capital. Tölvunarfræðinemar HR og Travelade í samstarf STUTT ● Hagnaður Reita á fyrsta ársfjórð- ungi var 1.197 millj- ónir króna, en til samanburðar var hagnaður félagsins 1.475 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra. Leigutekjur námu 2.754 millj- ónum króna og juk- ust um 4,4% frá fyrra ári. Rekstrar- hagnaður, NOI, var 1.858 milljónir króna, en var 1.792 milljónir króna á sama tímabili 2017. Matshækkun fjárfestingareigna nam 1.256 milljónum króna, en var til sam- anburðar 900 milljónir króna í sama fjórðungi í fyrra. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs var 49,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall var 34,8%. Guðjón Auðunsson forstjóri segir í afkomutilkynningu til Kauphallar að fyrstu mánuðir ársins hafi verið við- burðaríkir hjá Reitum og rekstrar- niðurstaða fyrsta ársfjórðungs sé í takt við áætlanir. Reitir högnuðust um 1,2 milljarða janúar til mars Guðjón Auðunsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir hækkandi olíuverð geta haft víðtækari afleið- ingar en birtast í bensínverðinu. Það geti t.d. bitnað á flugfélögunum. „Hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti er þeg- ar farið að hafa áhrif á eldsneyt- isverð hér á landi. Verð á bensíni og díselolíu hérlend- is hefur hækkað um ríflega 3% að jafnaði frá byrjun apríl samkvæmt okkar mælingum. Eldsneytisverð vegur rúm 3% í vísitölu neysluverðs, og því jafngild- ir þessi hækkun 0,1% heildaraukn- ingu á neysluútgjöldum heimilanna undanfarnar vikur.“ Veldur kostnaðarþrýstingi „Áhrif af hækkun eldsneytisverðs á verðlag eru þríþætt. Fyrst koma bein áhrif á dæluverðið á innlendum bensínstöðvum. Þau áhrif skila sér að mestu á 1-3 mánuðum. Því næst koma áhrif á ýmsa liði þar sem elds- neyti vegur þungt í kostnaði, eins og til dæmis flugfargjöld. Loks skilar hækkun eldsneytisverðs sér í al- mennum kostnaðarþrýstingi vegna hærri flutningskostnaðar á innflutt- um vörum og kostnaðarauka við samgöngur almennt. Heildaráhrifin koma að stærstum hluta í gegn á hálfu ári eða svo og geta orðið tals- vert meiri en þau beinu áhrif sem við finnum fyrir á eldsneytisdælunni.“ Jón Bjarki segir dýrari olíu geta dregið úr eftirspurn eftir flugi. Ýtti undir vöxt ferðaþjónustu „Það hefur verið talið samband milli þess hvað olíuverðið féll hratt, úr 100 dölum tunnan í 30 frá miðju ári 2014 til ársbyrjunar 2016 annars vegar og uppgangs lággjaldaflug- félaga hins vegar í flugi yfir hafið. Þetta er langt flug og eldsneytis- kostnaður vegur töluvert í heildar- kostnaði. Lágt eldsneytisverð hefur því gert WOW air, Norwegian og öðrum lággjaldaflugfélögum kleift að keppa út frá sterkari grunni með tiltölulega lágum flugfargjöldum.“ Jón Bjarki segir aðspurður að dæmið sé að snúast við. Þessi áhrif bætist við hátt verðlag á Íslandi mælt í erlendri mynt. Jón Bjarki segir afleiðinguna þá að verð flugmiða muni væntanlega hækka. Það geti aftur dregið úr eftirspurn eftir stuttum ferðum ferðamanna sem millilenda á Íslandi á leiðinni yfir hafið. Samandregið telur Jón Bjarki horfur á minni vexti ferðaþjónustunnar. Það muni aftur hægja á hagvexti og vexti kaupmátt- ar. Áhrifin skýrist næstu mánuði. Stór hlutinn kominn fram Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur í Hagfræðideild Landsbank- ans, segir verð á Norðursjávarolíu hafa farið lægst í 46 dali í fyrra. „Síðan hefur það hækkað nokkuð jafnt og þétt og var komið upp í 73 dollara í apríl sl. Verðhækkunin nemur 58%. Á þessu tímabili hefur útsöluverð á bensíni og díselolíu hér á landi hækkað um 11,4%. Ástæðan fyrir þessum mismun í hækkun ligg- ur að hluta til í því að á þessu tíma- bili hefur gengi krónu styrkst aðeins gagnvart dollar. Meginástæðan er þó sú að hið opinbera leggur tölu- verð föst krónutölugjöld ofan á hvern lítra. Þess vegna verða verð- breytingar á útsöluverði eldsneytis ávallt mun minni en sem nemur verðbreytingum á heimsmarkaðs- verði olíu. Í apríl hækkaði heimsmarkaðs- verð á olíu um 10% og má gera ráð fyrir að stór hluti þeirrar hækkunar sé þegar kominn fram í útsöluverði hér á landi en breytingar á heims- markaðsverði skila sér jafnan nokk- uð hratt í bensínverð hér á landi. Á síðustu árum hafa verðbreytingar á hráolíu skilað sér inn í bensínverð í sama mánuði eða mánuð á eftir. Í dag vega eldsneytiskaup íslenskra heimila um 0,32% af neyslukörfu þeirra. Þessar hækkanir á eldsneyti á undanförnum mánuðum hafa því ekki haft mikil áhrif á kaupmátt ís- lenskra heimila.“ Hækkandi olíuverð gæti haft afleiðingar  Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir þróunina geta bitnað á hagvexti í ár  Dýrari olía gæti dregið úr eftirspurn eftir flugi Morgunblaðið/Ómar Hátt verðlag Dýrari flugmiðar gætu haft áhrif á fjölda farþega sem stoppa stutt á leið yfir hafið. Vísitala verðs á flugvélaeldsneyti Frá 12. maí 2017 til 11. maí 2018 Árið 2000=100250 230 210 190 170 150 130 12.5.2017 11.5.2018 Heimild: IATA Jón Bjarki Bentsson Morgunblaðið/RAX Keflavíkurflugvöllur Meðan flugfarþeginn líður um loftið blátt eru ótal hendur á jörðu niðri að undirbúa komu hans í áfangastað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.