Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 25

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Tölvubíla hf verður haldinn í fundarsal Hreyfils á 6. hæð, Fellsmúla 26, þriðjudaginn 29. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Tilboð/útboð *Nýtt í auglýsingu *20732 Rekstrarvörur fyrir speglun fyrir LSH. Ríkiskaup fh. Landspítala óska eftir tilboðum í rekstrarvörur fyrir speglun LSH/ Endoscopy consumables. Nánari upplýsingar í útboðs- gögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 15. júní 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. *20724 Mála- og skjalakerfi fyrir Háskóla Íslands. Ríkiskaup, fyrir hönd Háskóla Íslands, óska eftir tilboðum í málaskrár- og skjalakerfi. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 15. júní 2018 kl. 13:00 hjá Ríkiskaupum. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga kl. 9, hjúkrunarfræðingur kl. 11, leshópur Hjördísar kl. 10.30, botsía kl. 10.40 -11.20, Bónusrútan kl. 14.40, leshópur kl. 13, göngutúr kl. 13.30, léttur göngutúr um hverfið. Erum með sumarstuð hjá okkur fimmtudaginn 24. maí frá kl. 16-18, ljóðaupplestur, hljómsveitin Piparkorn spilar, snittur, gos og húllum hæ, allir velkomnir, kostar 2500 krónur, nánari uppl. í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12, eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara byrjar kl. 13, það verður söngur og gleði, spil, spjall og gaman. Hlökkum til að sjá ykkur og allir eru velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30. Velkomin! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur hittist kl. 9-12, glerlist kl. 9-13, hópþjálfun / stólaleikfimi kl. 10.30-11.15, litaklúbbur í handa- vinnustofu kl. 13-14.30. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30, félagsvist í sal kl. 13-15.30, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, síminn hjá okkur er 411-9450. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20 / 15.15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Botsía Sjálandi kl. 11.40. Karlaleikfimi Sjálandi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9- 12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10- 10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, málm- og silfur- smíði / kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga hjá Ragnheiði kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnu- stofu og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Vorferð á Bessastaði miðvikudag- inn 16. maí, nánari upplýsingar á skrifstofunni eða í síma 535-2720. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, leikfimihópur; ganga kl. 10, brids kl.13, enskunámskeið tal kl. 13, bókabíll kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari í síma 411-2790. U3A kl. 17.15. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11. Opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfi- landi kl. 12. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Móttaka á munum fyrir handverkssýninguna sem verður á Skólabraut dagana 25., 26. og 27. maí er í fullum gangi. Stangarhylur 4 Skák kl. 13. Allir velkomnir. Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hótelvörur Ýmis tæki fyrir veitingarekstur. Eldavél Uppþvottavél Kæliborð Kúluvél og margt fleira Upplýsingar í síma 820-8206, María. aðarfundir hafi orðið þegar þau loksins sameinuðust á ný. Anna litla. Það var engin fyrirferð í henni ömmu. Þvert á móti var hún hóg- vær og hljóðlát – nett sem hún var. Hún var mjög umhyggju- og hugulsöm, hafði góðan húmor og var mjög hreinskilin. Við, afkom- endur hennar, eigum öll góðar og (allavega eftir á) kómískar sögur af hreinskilnum athugasemdum frá henni. Hún var víðlesin og klár, ferðaðist víða og var góður briddsspilari. Hún fylgdist vel með því sem ég tók mér fyrir hendur og alltaf var hægt að leita til hennar með ýmis mál. Að taka í spil við eldhúsborðið, með for- drykk við hönd, á meðan matur mallaði í pottum var klassík á heimili ömmu. Þar voru málin rædd, ráð gefin og veislur skipu- lagðar. Ferðasögur voru sagðar og bókadómar féllu. Amma aðstoðaði við heimanám ef með þurfti, hún prjónaði á börn- in mín eftir pöntun. Hún var til staðar fyrir fólkið sitt, hélt trúnað og var góður hlustandi. Þegar ég var flutt að heiman hringdi hún gjarnan til að athuga hvað ég ætl- aði að hafa í matinn eða hvort ég vildi kannski bara koma til hennar í mat. Hún vildi vera viss um að ég nærðist ekki á einhverju rusli. Hún hringdi líka alltaf ef eitthvað stóð til hjá mér og gleymdi aldrei að spyrja um framvinduna. Amma hélt þeim afa afar vina- legt, fallegt og hlýlegt heimili, lengst af í Hvassaleitinu, síðar á Grandaveginum. Hún eldaði mjög góðan mat og hafði yndi af því að halda elegant matarboð og stórar veislur. Hún var enda mjög vin- mörg, frændgarðurinn var stór og þau afi mjög dugleg að rækta vin- skap. Þar var því gjarnan gest- kvæmt mjög enda öllum tekið opnum örmum, hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. Þangað var alltaf gott að koma, hvort sem ég var ein eða til að hitta eitthvað af þeim óteljandi gestum sem áttu leið um. Á heimili þeirra var ég velkomin öllum stundum, óvænt eða ekki, ein eða með allar vinkon- ur mínar með mér. Og ég sótti þangað mikið. Hvort sem var í morgunmat, kvöldmat, einn fyrir svefninn eða bara til að leggja mig. Því þrátt fyrir tíð veisluhöld var svo einstök ró yfir heimili þeirra sem var svo gott að sækja í. Þau voru líka dugleg að sækja tónleika og aðra menningarvið- burði sem og veislur hjá vinum sínum. Þegar við systkinin feng- um bílpróf eitt af öðru fengum við gjarnan bíl að láni hjá afa gegn því að skutla þeim á slíka sósjal við- burði. Það var díll sem hentaði báðum vel og ekki fylgdi kvöð um að sækja þau aftur. Ég lagði mig þó fram um að vera til taks að skila þeim heim, mér fannst það eðlilegt. Mér fannst það gaman. Þá hitti ég vini þeirra, og kynntist þeim enn betur, heyrði af þeim sögur frá gamalli tíð. Ég veit núna að það var einstakt. Þegar árin færðust yfir fékk amma mig stundum til að koma og ganga frá eftir veisluhöld, og stundum til að elda matinn. Þannig gat hún hald- ið áfram að gera það sem henni þótti skemmtilegast, eiga góða stund með sínu fólki. Það fannst mér líka sjálfsagt og eðlilegt. Og gaman. Það er stutt síðan við spiluðum síðast yfir fordrykk, þá á Grund- inni. Fyrir það, og allar okkar stundir, er ég þakklát. Þórdís Jóhannesdóttir. Anna amma var glæsileg, greind og skemmtileg kona. Þeg- ar ég var að alast upp voru ófá skiptin sem ég fékk að vera í „Hvassó“ með afa og ömmu, og áttum við amma sérstaklega skemmtilegar og huggulegar stundir þar. Þar sem hún var heimavinnandi var ég auðvitað meira með henni í þessum heim- sóknum. Hún var nokkuð vanaföst og það var ákveðin regla á hlut- unum, án þess maður endilega átt- aði sig á því. Allt sem hún gerði var líka á einhvern hátt meira „er- lendis“, elegant. Að borða ristað brauð með osti og marmelaði var meira eins og á fínu hóteli. Leif- arnar frá kvöldinu áður urðu að veislumat. Að loknum morgunmat var gjarnan spilað, oftast rommí, og það var ekki leiðinlegt að fá að spila við hana ömmu. Það var líka spilað af alvöru og enginn afslátt- ur gefinn. Það var mikil ró og yf- irvegun yfir heimilishaldinu og það líkaði mér vel. Samband henn- ar og afa, sem lést fyrir um 18 mánuðum, var líka mikið fyrir- myndarsamband. Mikil virðing sem þau báru hvort fyrir öðru og ég hef oft hugsað hversu lánsöm þau hafa verið með hvort annað. Þau voru vinamörg og skemmti- legasta sem ég vissi voru boðin sem þau héldu, sem voru „alltaf“, svona í minningunni. Svona lang- aði mig að verða þegar ég yrði stór. Nú eru þau Tómas afi sam- einuð á ný. Maður huggar sig við það. Góða ferð, amma mín, takk fyr- ir allt. Helgi Jóhannesson. Anna Jóhannesdóttir, ná- grannakona okkar til margra ára, er látin, síðust af frumbyggjunum í Hvassaleiti 69-85. Það var gott að búa í nágrenni við Önnu og Tóm- as, þau voru indæl hjón og ein- stakir nágrannar. Þegar við keyptum húsið okkar 1975 vissum við ekki hvað við vær- um komin í einstakt samfélag. All- ir sem bjuggu í þessum tveimur raðhúsalengjum þekktust frá fyrri tíð. Þau voru flest skóla- systkin frá menntaskólanum á Akureyri og mikill samgangur var á milli húsa. Þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun á milli okkar og hinna íbúanna var okkur einstak- lega vel tekið og við boðin velkom- in í hópinn. Sá siður var í lengj- unum að bjóða öllum nágrönnum til veislu á stórafmælum. Stuttu eftir að við fluttum var okkur því boðið í margar veislur þegar flest- ir í lengjunni urðu sextugir sama árið. Þannig kynntumst við þessu skemmtilega og góða fólki sem allt er nú fallið frá. Flestar konurnar í raðhúsun- um voru heimavinnandi húsmæð- ur enda með stóra barnahópa. Þær voru ósparar á að miðla okk- ur unga fólkinu af reynslu sinni og kunnu allt. Það var sama í hvaða hús var komið; borðin svignuðu undan heimatilbúnum kræsingum sem þessar myndarlegu húsmæð- ur hjálpuðust að við að búa til. Þegar voraði færðist líf í götuna, konurnar sátu með kaffibolla á tröppunum og spjölluðu saman. Stundum sást Lísa á 79 skjótast á slopp til Önnu á 81 með kaffibolla í hendi eða Anna fara til Lísu. Stundum gengu þær á milli með sykur, hveiti eða egg sem þær voru að lána hvor annarri. Þegar ég kom heim úr vinnu um hádegið var mér oft boðið í kaffisopa á tröppurnar hjá Lísu eða á flötina hjá Önnu. Aldrei fannst mér þær iðjulausar, þær voru síprjónandi eða með aðra handavinnu. Anna og Tómas og Lísa og Gunnar sem bjuggu í okkar lengju og urðu sér- stakir vinir okkar sem við minn- umst með gleði. Anna var í nánu sambandi við barnabörn sín og bar fyrir þeim mikla umhyggju og þau voru henni náin. Nokkrum ár- um eftir að Anna og Tómas fluttu úr Hvassaleitinu buðu þau okkur gömlu nágrönnum sínum í kvöld- mat á Grandaveginn. Sonardæt- urnar Anna og Þórdís elduðu dýr- indis mat, gengu um beina og gengu frá á eftir. Það var einstak- lega fallegt að sjá hvernig þær systur launuðu ömmu og afa um- hyggjuna. Við kveðjum Önnu Jóhannes- dóttur, okkar góður grannkonu, með virðingu og þakklæti fyrir samveruna. Við sendum fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Margrét Hrefna Sæmunds- dóttir og Þorkell Erlingsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.