Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er svo sem allt í lagi að taka
áhættu þegar líkurnar eru góðar og lítið liggur
undir. Gefðu þér tíma til að vera með því fólki
sem skiptir þig öllu máli.
20. apríl - 20. maí
Naut Samtöl við yfirboðara munu koma þér á
óvart í dag. Þú færð tilboð sem þú fagnar.
Ástamálin taka kipp núna í maí og þú munt
innan fárra vikna þurfa að taka afdrifaríka
ákvörðun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að taka til
hendinni heima fyrir, koma því fyrir sem þú
hefur ekki þörf fyrir lengur í Sorpu. Ekki láta
stoltið ráða för þegar talið berst að börn-
unum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú færð oft góðar hugmyndir en
gleymir þeim jafnóðum. Það væri ráð að skrifa
þær niður. Símtal frá útlöndum litar næstu
daga.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eins og það er notalegt að búa að sínum
gömlu og góðu vinum, þá er líka hollt að heyra
hljóðið í nýjum félögum. Nýir vendir sópa best.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Tækifæri til þess að vera í sviðsljósinu
bíða þín á næstunni og það skiptir sköpum að
vera tilbúin/n. Hvað varð um loforðið sem þú
gafst þér varðandi heilsuna?
23. sept. - 22. okt.
Vog Skemmtileg tækifæri berast upp í hend-
urnar á þér og þú átt umfram allt að leyfa
sköpunarkraftinum að njóta sín. Samræður
þínar við aðra einkennast af óvenjumikilli til-
finningasemi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekkert er dýrmætara en heilsan
svo þú skalt varast að ofbjóða þér. Ferð út í
náttúruna væri tilvalin fyrir þig. Líttu á björtu
hliðarnar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum
og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða
væntingar þú gerir til annarra. Taktu til í
geymslunni og gefðu dót sem þú notar aldrei.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það kann að kosta þig mikla vinnu
að komast fyrir allar staðreyndir máls sem þú
ert að vinna að. Vinur kemur færandi hendi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert hugsi þessa dagana og
finnst eitthvað vanta í líf þitt. Reyndu að
breyta þeim aðstæðum sem þú ert ósátt/ur
við.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er fráleitt að kaupa eitthvað bara
til þess að kaupa eitthvað. Reyndu að njóta
þess sem þú átt og hefur. Þú kaupir ekki ham-
ingjuna.
Ég hef í höndum lítið kver ný-útkomið, – „Vorlaukar, ljóð
og litlar sögur“, sem Ljóðahópur
Gjábakka í Kópvogi gefur út.
Þetta er 18. ljóðabókin sem þessi
hópur gefur út og hefur verið
skemmtilegt að fylgjast með
hvernig skáldskapurinn hefur
þroskast og þróast með árunum.
Ritstjóri er Sigurlín Hermanns-
dóttir og höfundar ellefu. Ég get
ekki stillt mig um að grípa niður í
bókinni og fyrir valinu verða „Sól-
stafir“ eftir ritstjórann Sigurlínu,
sem ég skil svo að halla taki ævi-
deginum:
Á vesturhimni er gluggi í skýjaglóðum,
þar gylltir stafir sólar dofna óðum,
því líður senn að lokum þessa dags.
Ef fengið gæti staf frá hennar hlóðum,
þá hjálp hann yrði ferðalangi móðum,
er þokast æ í átt til sólarlags.
Í ljóðinu „Ég er svo heppinn“
bregður Hafsteinn Reykjalín Jó-
hannesson upp þessum myndum:
Bátur í skýli
man gráslepputímann,
ósáttur stendur þar
bundinn við stein.
Nú læðist hér kisa, með villidýrs eðli,
en bráðin rétt sleppur,
kisan of sein.
„Sumar“ nefnist þetta ljóð
Huldu Jóhannesdóttur:
Af blágresi ljómar brekkan senn,
blánar í sunnanþeynum
hugurinn litast af landinu enn,
líkist blómum og steinum,
kliður af fuglum, konur og menn
kætast og pískra í leynum.
„Ferðbúast“ eftir Ingu Guð-
mundsdóttur:
Samfelldur kliður,
vængjatök og tíst
í trjágróðrinum,
smáfuglarnir safna forða
fyrir langflug
til fjarlægra landa.
Hér kemur „Góður kostur!“ eft-
ir Rögnu Guðvarðardóttur:
Auðargrundin ástarfundi eiga vildi,
engum bundin enn þó var,
einatt hrundu vonirnar.
Heimanmundinn hafði sprundin held-
ur vænan,
átti hund og hænur tvær,
hest og stundum nokkrar ær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorlaukar Ljóðahóps
Gjábakka
„TILBOÐIÐ ER ENN Á BORÐINU, EN NÚ
VIL ÉG AÐ ÞÚ BÆTIR STÓLUNUM VIÐ
ÞAÐ.“
„VIÐ GLEYMDUM MATNUM!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... magakitl.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
FINNST ÞÉR ÉG FARA
OF MIKIÐ ÚR HÁRUM?
ELÍN, EF EITTHVAÐ ER, ÞÁ FERÐU
EKKI NÓGU MIKIÐ ÚR HÁRUM
KISU -
RÓMANTÍK
ÉG GERÐI SVOLÍTIÐ
HRÆÐILEGT! NÚ ÞARF ÉG
EINHVERN TIL ÞESS AÐ BÚA
TIL SÖGU SEM MUN FORÐA
MÉR ÚR KLÍPUNNI!
EKKERT MÁL!
ÉG ÞEKKI
MANN!
HRÓLFUR, ÞETTA ER SVENNI… HANN ER
PR-MAÐUR KONUNGSINS!
Samstarfskona Víkverja var aðtala um konu á fundi um dag-
inn og hnýtti því við, til að setja
konuna í skýrara samhengi, að hún
væri kona Höskuldsstaða.
Ha, kona Höskuldsstaða? spurði
Víkverji hvumsa enda óvanur því
að konur gangi að eiga heilt bónda-
býli. Sísona.
„Já,“ svaraði samstarfskonan
eins og ekkert væri.
Í eitt augnablik var Víkverji í
myrkrinu en síðan kviknaði ljós;
konan var vitaskuld ekki kona Hös-
kuldsstaða, heldur Höskulds Daða.
Það er allt önnur Ella.
x x x
Þetta minnir á söguna um pabb-ann sem sendur var til Egils-
staða að sækja son sinn í afmæli.
Hann muldraði eitthvað fyrir
brjósti sér en lagði svo snúðugur af
stað. Þegar komið var til Egils-
staða kom hins vegar í ljós að
drengurinn var í næstu götu í
Reykjavík, á heimili vinar síns, Eg-
ils Daða.
Gaman hefði verið að sjá svipinn
á pabbanum á leiðinni til baka.
x x x
Annars er Höskuldur helvíti gottnafn; kraftmikið og hljómfag-
urt. Víkverji talar nú ekki um ef því
fylgir ættarnafn, eins og hjá frétta-
manninum knáa hjá Stöð 2 og
Bylgjunni, Höskuldi Kára Schram.
Mest heldur Víkverji raunar upp á
tilbrigðið við nafnið sem Höskuldur
Kári notar þegar hann hefur um-
sjón með hádegisfréttum á Bylgj-
unni: „Það er komið að hádegis-
fréttum á Bylgjunni. Höskuldur
Kári Schramles.“
x x x
Schramles leiðir hugann aðShameless, einhverjum bestu
sjónvarpsþáttum síðari tíma. Þar
heitir að vísu ekki nokkur maður
Höskuldur, enda sjaldgæft nafn í
Bandaríkjunum, en þátturinn er
ekki verri fyrir því. Í Shameless
þarf enga undraheima, hobbita, álfa
eða ofurhetjur til að halda manni
við efnið. Þetta er bara fólk í venju-
legum aðstæðum sem hefur þessa
líka kostulegu sýn á tilveruna.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er
hreint, skjöldur er hann öllum sem
leita hælis hjá honum.
(Sálm: 18.31)