Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Formkröfur leikrita og for-sendur nemendaleikhússfara ekki frábærlega sam-an. Gangverk hefðbund-
inna leikverka virkar alla jafnan
best þegar örlög einnar, eða í mesta
lagi þriggja persóna eru í forgrunni,
og aðkoma annarra ræðst af gagn-
semi þeirra til að segja þá sögu og
gefa henni safa og líf. Á hinn bóginn
er það verkefni leikskálds sem skrif-
ar fyrir útskriftarhóp leikarabrautar
LHÍ að gefa öllum verðug verkefni,
því sem næst jafngild að umfangi og
erindi þar sem öll eru leidd til lykta
á jafnræðisgrundvelli. Fyrir utan að
persónurnar mega gjarnan vera á
sama aldri. Það er ekki tilviljun að
það verk sem mér virðist einna líf-
vænlegast af þeim sem ég hef séð
frumsamin af slíku tilefni er Maríu-
sögur, sem Þorvaldur Þorsteinsson
skrifaði fyrir ‘95 árganginn, en þau
voru einungis fimm. Það munar ansi
mikið um þessa þrjá sem bætast við í
meðalári.
Það sem þessar takmarkanir gefa
á móti færi á er að lýsa einhverskon-
ar ástandi, einhverjum samnefnara,
tíðaranda, menningu. Kjartan Ragn-
arsson leysti það mjög skemmtilega
árið 1981 í Peysufatadegi sínum og
skapaði eftirminnilega mynd af
Íslandi í aðdraganda heimsstyrj-
aldar. Í Aðfaranótt hellir Kristján
Þórður Hrafnsson sér í reykvíska
djammið og opnar nokkurskonar
sýnisbók áskorana og þrauta sem
ungt fólk þarf að glíma við í leit sinni
að fótfestu í lífinu og færni í að lifa í
samfélagi við aðra, sátt í eigin
skinni. Hann gleymir heldur ekki að
jafnvel fólk á byrjunarreit á sér for-
tíð, sem bankar ekki síst upp á þegar
hömlurnar leysast upp í alkóhóli og
danssvita.
Eins sérkennilega og það hljómar
þá gefur hin ágæta sonnettubók
Kristjáns, Jóhann vill öllum í húsinu
vel, vísbendingar um hvernig hann
gæti nálgast svona verkefni, og leyst
það smekklega. Mörg ljóðin þar eru
byggð upp af hliðskipuðum smá-
myndum, ein til tvær línur helgaðar
persónu og bjástri hennar, sem fær
síðan dýpri merkingu í samspili við
næstu sjálfstæðu mynd. Bygging-
arlag Aðfaranætur er ekki óskylt.
Ungt fólk á bar, sumt komið til að
halda upp á afmæli eins í hópnum,
önnur í öðrum erindagjörðum.
Hvert þeirra er mætt með sinn
djöful að draga. Frjálshyggju-
spaðinn (Júlí Heiðar Halldórsson)
sem breiðir hroka yfir óöryggi sitt,
sem brýst líka út í afbrýðisemi.
Kærastan hans (Ebba Katrín Finns-
dóttir) sömuleiðis með harða fram-
hlið af sjálfsánægju og það má líka
segja um náungann (Árni Beinteinn
Árnason) sem eitt sinn var bekkjar-
foringinn og finnst hann enn eiga til-
kall til gegnheilu grunnskólakærust-
unnar (Þórey Birgisdóttir), þrátt
fyrir að hún sé sæl með sínum hæfi-
leikaríka en viðkvæma kærasta
(Hákon Jóhannesson). Útsmogin
frænka frjálshyggjuspaðans (Eygló
Hilmarsdóttir) nær að draga vin-
konu sína (Elísabet Skagfjörð Guð-
rúnardóttir) út á lífið með fölskum
upplýsingum, en Reykjavík er smá-
bær og fyrrverandi sambýlismaður
systur hennar (Sigurður Þór Ósk-
arsson í gestaleik hjá útskriftar-
bekknum) afgreiðir á barnum og á
sitthvað vantalað við sína fyrrver-
andi fjölskyldu. Í kringum gleðskap-
inn sveimar svo samanbitið eineltis-
fórnarlamb í hefndarhug (Hlynur
Þorsteinsson).
Við vitum frá upphafi að þetta
mun enda með skelfingu. Það er síð-
an áréttað jafnt og þétt í stuttum
eintölum – algengt formbragð í
„jafnræðisleikritum“ á borð við
Aðfaranótt. Nákvæmlega hvernig
það gerist kemur á endanum á óvart,
ýmsir möguleikar eru lengst af opnir
um hver muni liggja í valnum og fyr-
ir hendi hvers. Niðurstaðan er
kannski ekki fyllilega fullnægjandi,
en einnig það gerir verkið trúverð-
ugra, meira eins og dæmigert
djammkvöld sem lýtur ekki lög-
málum um dramatíska nauðsyn.
Annars eru samtöl lipur og gang-
verk leikritsins skýrt, þó fátt sé um
óvæntar vendingar eða kitlandi
spennu. Á stundum mætti Kristján
líka ganga örlítið nær persónum sín-
um, vera grimmari í að afhjúpa þær,
eða láta þær koma betur upp um sig
í samtölunum. Það leynast held ég í
upplegginu ónýttir möguleikar á
bæði fyndni og dýpt, auk þess sem
spennustigið lækkar upp úr miðbiki
verksins. En svo nær það sér á strik
og grípur áhorfandann aftur áður en
yfir lýkur.
Uppsetningin ber sterk höfundar-
einkenni Unu Þorleifsdóttur. Skýr-
leiki er hennar aðalsmerki og sem
sviðsetjari fótar hún sig sem leik-
stjóri best á næstum auðu sviði. Þó
verkið sé nánast allt byggt upp af
tveggja til þriggja manna samræð-
um gengur mjög lipurlega upp að
nýta aðra í hópnum sem lifandi leik-
mynd meðan þær samræður fara
fram. Auk þess byggir þetta á
raunsæisgrunni; er þetta ekki ein-
mitt svona á djamminu – allir saman
en þó einir í þvögunni? Leikmynd
Rebekku A. Ingimundardóttur sam-
anstendur af níu málmklappstólum
og þremur hreyfanlegum málm-
bekkjum. Einn fær strax hlutverk
bars en hinir verða nokkuð utan-
veltu. Að öðru leyti sér leikhópurinn
um að mynda umgjörðina, með hjálp
vídeókameru sem varpar nær-
myndum af höndum, hári og öðrum
líkamshlutum á bakvegg: nútíma-
leikhúslausn sem er á góðri leið með
að verða klisja eða klassík, eftir því
með hvaða gleraugum er horft. Bún-
ingar Rebekku eru mikið augnayndi
og hugkvæmir mjög, byggðir á end-
urunnum galla- og jakkafötum og
myndu sóma sér á tískufataslám í
raunveruleikanum, að svo miklu
leyti sem ég er dómbær á slíkt. Sam-
spil búninganna og lýsingar Jóhanns
Friðriks Ágústsonar er verulega
áhrifaríkt, sérstaklega þegar honum
tekst að gera leikhópinn nánast
svarthvítan á ögurstundu. Tónlist
Gísla Galdurs er fullkomlega viðeig-
andi og fyrir vikið hæfilega óþolandi
fyrir allsgáðan sitjandi (miðaldra)
áhorfanda.
Það er alveg hægt að leyfa sér að
sakna aðeins sterkari drátta, jafnvel
meiri áhættu, meiri ýkja, í karakter-
smíðinni, bæði í textanum og túlk-
uninni. Á móti einkennist sýningin af
áhrifaríkum skýrleika og heildarsvip
á framgöngu leikhópsins. Aftur höf-
undareinkenni Unu, auk áhrifanna
af áralangri náinni samvinnu leikar-
anna flestra. Sem viðfangsefni fyrir
einmitt þennan hóp í því samhengi
sem hann er, er Aðfaranótt ágæt-
lega heppnað og unnið verk. Það er
góður siður að fara ekki djúpt í
saumana á frammistöðu einstakra
leikenda í nemendasýningum. Hér
nægir alveg að segja að allir komast
vel frá sínu og óska þessum unga og
flotta hópi til hamingju með áfang-
ann og velfarnaðar í framtíðinni.
Ljósmynd/Leif Wilberg Orrason
Áfangi „Allir komast vel frá sínu og skal þessum unga og flotta hópi óskað til hamingju með áfangann og velfarn-
aðar í framtíðinni,“ segir í dómi um lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Út í kvöld
Þjóðleikhúsið
Aðfaranótt bbbmn
Eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Leik-
stjórn: Una Þorleifsdóttir. Leikmynd og
búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir.
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Tón-
list: Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikarar:
Útskriftarnemendurnir Árni Beinteinn
Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir,
Elísabet Skagfjörð Guðrúnardóttir,
Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannes-
son, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar
Halldórsson og Þórey Birgisdóttir.
Gestaleikari frá Þjóðleikhúsinu:
Sigurður Þór Óskarsson. Lokaverkefni
leikarabrautar sviðslistadeildar Lista-
háskóla Íslands í samstarfi við Þjóðleik-
húsið. Frumsýning í Kassanum föstu-
daginn 11. maí 2018.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Peaky Blinders hlaut verðlaun sem
besta dramatíska þáttaröðin á
BAFTA-verðlaunahátíðinn um
helgina þar sem verðlaun voru veitt
fyrir besta efni í sjónvarpi og út-
varpi á Bretlandseyjum. Athygli
vakti að þáttaraðir streymisveitna
á borð við Netflix voru hunsaðar að
mestu.
Saga þernunnar, The Hand-
maid’s Tail, var valin besta alþjóð-
lega þáttaröðin og Three Girls
besta stutta þáttaröðin. Molly
Windsor var valin besta leikkonan
fyrir frammistöðu sína í Three
Girls og Sean Bean besti karlleikar-
inn fyrir frammistöðuna í Broken.
Vanessa Kirby fékk verðlaun sem
besta aukaleikkonan fyrir frammi-
stöðuna í The Crown og besti karl-
kyns aukaleikarinn var valinn
Brian F O’Byrne fyrir Little Boy
Blue.
This Country var verðlaunað fyr-
ir að vera besta gamanefnið í sjón-
varpi og Daisy May Cooper var val-
in besta gamanleikkonan. Besti
gamanleikarinn var hins vegar
Toby Jones fyrir leikinn í The
Detectorists.
Fótboltalýsandandinn John Mot-
son hlaut sérstök heiðursverðlaun
en hann hætti störfum sökum ald-
urs um helgina.
Peaky Blinders valin besta þáttaröðin
Svalir Peaky Blinders, sem BBC framleiðir, fékk helstu verðlaunin.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s
Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas.
Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas.
Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 20:00 4. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Aðfaranótt (Kassinn)
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200