Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
ICQC 2018-20
Hetjurnar í kvikmyndinni Aven-
gers – Infinity War sitja á toppi
listans yfir bestu aðsókn helgar-
innar í kvikmyndahúsunum, rétt
eins og í liðinni viku. Miðar hafa
verið seldir á myndina fyrir meira
en tólf milljónir króna og hafa
tæplega 49 þúsund manns séð
hana. Gamanmyndin I Feel Pretty
með leikkonunni Amy Schumer er
ný á lista en stekkur beint upp í
annað sætið og fellir Varg, spennu-
mynd Barkar Sigþórssonar niður í
það þriðja en 3.600 manns hafa
séð Varg.
Bíóaðsókn helgarinnar
Sitja sem fastast
Hefnendur Hetjurnar vinsælu.
Avengers – Infinity War 1 3
I Feel Pretty Ný Ný
Vargur 2 2
Overboard Ný Ný
Víti í Vestmannaeyjum 3 8
Peter Rabbit 4 7
The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society Ný Ný
Duck Duck Goose / Önd önd gæs 5 4
Rampage 6 5
A Quiet Place 8 6
Bíólistinn 11.–13. maí 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Hildur Guðnadóttir tónskáld og tón-
listarkona hlaut í gær Langspilið,
verðlaun sem STEF, Samband tón-
skálda og eigenda flutningsréttar,
veitir árlega. Langspilið er veitt höf-
undi tónlistar sem þykir hafa skarað
fram úr og náð eftirtektarverðum ár-
angri á síðastliðnu ári, að mati
STEFs. Verðlaunagripurinn er ís-
lenskt langspil sem er sérstaklega
smíðað fyrir STEF af Jóni Sigurðs-
syni á Þingeyri.
Langspilið var fyrst veitt árið 2015
og þá hlaut Ólafur Arnalds verðlaun-
in. Ári síðar hlaut Ásgeir Trausti þau
og Barði Jóhannsson í fyrra.
Hildur er tónskáld, sellóleikari og
söngvari. Hún vakti fyrst athygli með
hljómsveitinni Múm en hefur síðan
átt athyglisverðan sólóferil. Hún hef-
ur gefið út fjórar sólóplötur og hefur
allnokkrum sinnum verið tilnefnd til
Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Hildur hefur þó ekki síst vakið at-
hygli vegna tónlistar sinnar fyrir
leikhús, dansverk og fyrir kvikmynd-
ir og sjónvarpsþætti. Hildur kom
þannig meðal annars að gerð tónlist-
ar fyrir kvikmyndirnar Sicario, Sol-
dado, Mary Magdalene og Strong
Island, sem var tilnefnd til Óskars-
verðlauna, svo og gerð tónlistar fyrir
Handmaid’s Tale sjónvarpsþáttarað-
arinnar. Fyrir tónlist sína í kvik-
myndinni Eiðnum hlaut Hildur
Edduverðlaunin 2017. Nú í apríl
hlaut Hildur sérstök verðlaun á Beij-
ing-kvikmyndahátíðinni fyrir tónlist
sína við bresku kvikmyndina Jour-
neýs End.
26 styrkir til útgáfu
Þá var tilkynnt hverjir hljóta
styrki STEFS úr Nótnasjóði og
Hljóðritasjóði en úthlutað er úr þeim
tvisvar á ári, að þessu sinni alls 44
styrkjum að andvirði kr. 9.110.000.
Alls styrkir STEF hin ýmsu verk-
efni höfunda á ári hverju um u.þ.b. 35
milljónir í gegnum þá sjóði sem
STEF rekur eitt eða með samstarfs-
aðilum. Markmið Hljóðritasjóðs er að
styrkja útgáfu íslenskra tónverka,
þ.e. tónlistar með eða án texta, á
hljómplötum, hljómdiskum og öðrum
hljóðritum sem og á mynddiskum og
öðrum myndritum, svo og að styrkja
sambærileg verkefni. 82 umsóknir
bárust að þessu sinni, en sjóðurinn
styrkti nú 26 verkefni um 4,8 millj.
kr. Eftirtaldir hlutu styrki: Egill
Ólafsson, Sin Fang (Sindri Már Sig-
fússon), Gunnar Þórðarson, Bjart-
mar Guðlaugsson, Arnór Dan, Guð-
mundur Steinn Gunnarsson, Kristín
Anna Valtýsdóttir, Ingunn Huld
Sævarsdóttir, Agnar Már Magnús-
son, (Emmsjé Gauti) Gauti Þeyr
Másson, Haukur Heiðar Hauksson,
Lára Rúnarsdóttir, Michael Jón
Clarke, Kristófer Rodriguez Svönu-
son, Elín Eyþórsdóttir, Unnur Sara
Eldjárn og hljómsveitirnar Rythma-
tik, Hórmónar, Sturla Atlas, Vintage
Caravan, Katla, Úlfur Úlfur, Agent
Fresco, Amabadama, Nýdönsk og
Valdimar.
14 styrkir úr Nótnasjóði
Markmið Nótnasjóðs er að styrkja
útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tón-
listar með eða án texta, á nótum og á
stafrænu formi, svo og að styrkja
sambærileg verkefni sem samrýmast
fyrrgreindu meginmarkmiði að mati
sjóðsstjórnar. 20 umsóknir bárust að
þessu sinni í Nótnasjóð og hlutu 14
styrki, samtals kr. 4,4 millj. Styrki
hlutu: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
Alexandra Chernishova, Áskell Más-
son, Pamela De Sensi, Leifur Gunn-
arsson, Tómas R. Einarsson, Kristín
Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson,
Lovísa Fjeldsted (vegna verkefnis
um Jórunni Viðar), John A. Speight,
Hafliði Hallgrímsson, Þuríður Jóns-
dóttir og hljómsveitirnar Vintage Ca-
ravan og Moses Hightower.
Morgunblaðið/Hari
Viðurkenning Hildur Guðnadóttir tók í gær við Langspilinu, viðurkenningunni sem STEF veitir.
Hildur fékk Langspilið
Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari hlaut árleg verðlaun STEFs
44 styrkir einnig veittir ýmsum höfundum úr Nótnasjóði og Hljóðritasjóði
Stemning Fólk var kátt á viðburðinum, þeir sem fengu styrki og aðrir.
Eftir röð uppboða alla síðustu viku,
þar sem Christie’s uppboðshúsið
seldi listaverk, húsbúnað og hönn-
unargripi sem höfðu verið í eigu
Davids og Peggy Rockefeller, er
ljóst að ekki náðist að selja safnið
fyrir milljarð dollara, nær hundrað
milljarða króna, eins og einhverjir
sérfræðingar höfðu spáð. Selt var
fyrir um 833 milljónir dala, um 85
milljarða króna. Engu að síður er
um að ræða verðmætasta dánarbú
sem selt hefur verið á uppboði.
Hæsta verðið fékkst fyrir mál-
verk eftir Picasso, „Stúlka með
blómakörfu“, 115 milljónir dala, og
lánar óþekktur kaupandinn Orsay-
safninu í París verkið. „Vatnaliljur í
blóma“ eftir Claude Monet var selt
fyrir 85 milljónir dala og „Odal-
isque Couchée aux Magnolias“ eftir
Henri Matisse fyrir 80,8 milljónit
dala og er það metverð fyrir verk
eftir báða. Málverk eftir Diego Riv-
era var selt fyrir tæpar tíu milljónir
dala og er hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir verk eftir suður-
amerískan listamann. Málverk eftir
eiginkonu Rivera, Fridu Kahlo, átti
fyrra metið.
Metverð Þetta verk eftir Diego Rivera
var selt fyrir tíu milljónir dala og er það
dýrasta eftir suður-amerískan listamann.
Verðmætt safn
Rockefellers selt
fyrir 85 milljarða