Morgunblaðið - 28.05.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.05.2018, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  123. tölublað  106. árgangur  HANNAR FÖT FYRIR BRESKAR ROKKSTJÖRNUR EINBREIÐAR BRÝR TIL VANSA FJÖLBREYTNI MIKILVÆG Í BARNABÓKUM ÚTRÝMING BRÝN 20 FJÖLSKYLDUFORM 34ELLEN FATATÆKNIR 12 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík kanna nú hug hver annars til myndunar borgarstjórnarmeiri- hluta í Reykjavík. Oddvitarnir hafa átt í miklum samskiptum frá kosning- um og líklegt er að viðræður á form- legri nótum hefjist í dag. Meirihluti Sam- fylkingar, VG, Bjartrar framtíð- ar og Pírata í Reykjavík féll í sveitarstjórnar- kosningunum. Sjálfstæðis- flokkurinn vann kosningasigur og fékk átta borgar- fulltrúa kjörna. Eyþór Arnalds oddviti telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að leiða viðræður um myndun meirihluta. Samfylkingin tapaði fylgi og fékk sjö menn kjörna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihluti sé um tiltekin áherslumál Samfylkingarinnar. Viðreisn er þó með pálmann í hönd- unum og á kost á því að leiða myndun borgarstjórnar til hægri eða vinstri. „Við lítum á niðurstöðuna sem sig- ur, við byrjuðum í núlli,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisn- ar. Hún segir athyglisvert hve margir flokkar fengu kjör. Skilaboð kjósenda séu skýrt ákall um breytingar. „Kjósendur vilja málsvara. Sósíal- istaflokkurinn nær manni inn og þar er ákall um áhrif til fólksins, Flokkur fólksins nær líka inn og við líka með áherslur úr menntamálum og at- vinnulífi. Kjósendur virðast vilja góð vinnubrögð, þjónustu til fólksins, gagnsæi og fleira því líkt,“ segir hún. „Allir eru byrjaðir að hringjast á og klukka hver annan. Það er samt ekk- ert farið af stað ennþá. Við leggjum áherslu á að okkar málefni verði skýr. Við erum að vinna að fjögurra ára samstarfi og það þarf að gera það vel,“ segir Þórdís Lóa. Viðreisn „selur sig dýrt“ Formaður Viðreisnar sagði í gær að flokkurinn myndi „selja sig dýrt“ í viðræðum um myndun meirihluta. „Þetta þýðir að við munum halda sterkt í okkar grunngildi. Allt annað kemur seinna, það er ekki búið að kjósa borgarstjóra, bara borgarfull- trúa. Það er alls ekkert lögmál að ein- hver einn frekar en annar verði borg- arstjóri,“ segir Þórdís Lóa. „Það er merkilegt þegar nýr flokkur eins og Viðreisn kemur upp kantinn og er orðinn þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátur Eyþór Arnalds var ánægður með árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík á kosningavöku flokksins. Hann vill leiða myndun meirihluta. Allir að tala við alla  Oddvitarnir þreifa hver á öðrum  Viðreisn er með pálmann í höndunum  Sjálfstæðismenn vilja leiða  Dagur telur málefnalegan meirihluta fyrir hendi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fylgistap Samfylkingin tapaði fylgi. Dagur B. Eggertsson ræðir hér við stuðningsmenn sína á kosningavöku. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir MÚrslit kosninga, »2, 4, 6, 10, 12-17 C Viðreisn D Sjálfstæðisflokkur F Flokkur fólksins J Sósíalistaflokkurinn M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstri græn 2 8 11 1 2 1 7 Skipting borgarfulltrúa í Reykjavík Víða eru hafnar formlegar eða óformlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarfélögum þar sem meirihlutar féllu. Einnig um endur- nýjun meirihluta þar sem meirihluti fleiri en eins flokks hélt velli, svo sem á Akureyri. Fulltrúar flokkanna notuðu dag- inn í gær til að ræða málin í sínu baklandi og „þreifa á“ öðrum fulltrú- um. Sums staðar hófust þó viðræður af fullum krafti. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykil- stöðu í Hafnarfirði, þarf aðeins einn fulltrúa með sér til að mynda meiri- hluta. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, reiknar með að ræða við fulltrúa annarra flokka í dag. „Það er allt opið og fjölmargir góðir kostir í stöðunni,“ segir hún. Fulltrúar allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar hefja meirihlutaviðræður í dag. Þá funda fulltrúar Eyjalistans með framboðinu Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokki, sitt í hvoru lagi. Viðræður eru hafnar milli Sjálf- stæðisflokks, VG og Samfylking- arinnar í Borgarbyggð og Sjálfstæð- ismenn og óháðir í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs ræða við Lista fólksins um meiri- hlutasamstarf. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Guð- mundur B. Guðmundsson funda. Margir kostir í Hafnarfirði  Viðræður um nýja meirihluta að hefjast  „Mér þætti ekkert óeðlilegt við það að allar greiðslur sem ég á að fá sem bæj- arfulltrúi myndu detta út,“ sagði Gunnar Einars- son, bæjarstjóri Garðabæjar, eft- ir að ljóst var að hann tæki sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar fylgisaukningar Sjálfstæð- isflokks í kosningunum. Gunnar hefur undanfarin ár sinnt starfi bæjarstjóra í Garðabæ en hefur þó ekki setið sem bæjarfulltrúi á sama tíma. Hann segir úrslitin hafa verið vonum framar og í raun hafi stærð kosningasigursins komið mikið á óvart. Mun líklega afþakka laun bæjarfulltrúa Gunnar Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.