Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
✝ Anna DagrúnMagnúsdóttir
fæddist 21. ágúst
1919 á Halldórs-
stöðum á Vatns-
leysuströnd. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 15.
maí 2018. For-
eldrar Önnu Dag-
rúnar voru Magnús
Jónsson, útvegs-
bóndi á Sjónarhóli,
Vatnsleysuströnd, f. 2.9. 1881, d.
17.2. 1963, og Erlendsína Helga-
dóttir húsmóðir, f. 8.8. 1889, d.
2.8. 1994. Systkini Önnu Dag-
rúnar voru Helgi f. 1910, d.
1962, Guðjón, f. 1912, d. 1913,
Ragnhildur, f. 1913, d. 2007,
Guðjón, f. 1918, d. 1983, Guðrún
Lovísa, f. 1922, Guðlaug, f. 1924,
urður Hallmann, f. 1962, Bjarni
Ellert, f. 1972, og Valgeir Gunn-
laugur, f. 1978. 3) Erla Rann-
veig, f. 1949, gift Pálmari Guð-
mundssyni, f. 1946. Börn þeirra
eru Ólafía, f. 1966, Anna Dag-
rún, f. 1968, og Guðmundur, f.
1976. 4) Gunnlaugur Kristján, f.
1951, kvæntur Guðríði Ágústs-
dóttur, f. 1958. Dætur þeirra
eru Sonja Dögg, f. 1981, og
Heiða María, f. 1985. Börn
Gunnlaugs frá fyrra hjónabandi
eru Júlíus Geir, f. 1969, Jóhanna
Hjördís, f. 1971, og Brynjar, f.
1972. Barnabörn og langömmu-
börn Önnu Dagrúnar teljast nú
57.
Seinni maður Önnu var Val-
geir Gunnlaugur Vilhjálmsson,
kennari og skólastjóri, f. 13.9.
1923 í Hátúni í Nesi í Norðfirði,
d. 20.9. 2012.
Anna Dagrún sinnti alltaf
fyrst og fremst störfum hús-
móður á heimili sínu.
Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 28. maí 2018,
og hefst athöfnin klukkan 13.
d. 1943, Sigurveig,
f. 1928, d. 2008,
Sesselja, f. 1932, d.
1934. Samfeðra
Þórður, f. 1929, d.
2004.
Anna Dagrún
giftist 25. desember
1937 Gunnlaugi
Kristjánssyni skip-
stjóra frá Bræðra-
minni á Bíldudal, f.
31.5. 1911, d. 1.3.
1962. Börn Önnu Dagrúnar og
Gunnlaugs eru: 1) Magnús Sæv-
ar, f. 1937, d. 1984, ekkja hans
er Sigríður Jónsdóttir, f. 1938.
Dætur þeirra eru Anna Elísabet,
f. 1969, og Gunnhildur Harpa, f.
1970. 2) Kolbrún, f. 1939. Synir
Kolbrúnar eru Einar Ólafur, f.
1957, Gunnlaugur, f. 1960, Sig-
Í dag kveðjum við Önnu Dag-
rúnu tengdamóður mína sem
lést 15. þ.m. 98 ára að aldri.
Anna var hæglát, dagsfarsprúð
kona og ákaflega listhneigð.
Hún hafði ung að árum hafið
nám hjá Ásmundi Sveinssyni en
varð að gefa það upp á bátinn
þegar hún var í þann mund að
stofna heimili. Það tíðkaðist ekki
í þá daga að húsmæður sinntu
listsköpun ásamt því að halda
heimili. Hún skapaði sín lista-
verk í formi ýmiss konar handa-
vinnu þar sem hún notaði óspart
eigið hugmyndaflug og svo
ræktaði hún falleg blóm í garð-
inum sínum. Skömmu eftir að ég
tengdist fjölskyldunni flutti
Anna úr Garðabæ í Hafnarfjörð,
þá var hún orðin ekkja aðeins 43
ára og yngri börnin tvö rétt um
fermingu. Svo liðu árin og Anna,
sem öðru hvoru fór sér til hress-
ingar á heilsuhælið NLFÍ í
Hveragerði, hitti þar seinni
mann sinn Valgeir. Þau áttu
yndisleg ár saman bæði á Djúpa-
vogi og í Reykjavík. Það var
bæði gott og gaman að heim-
sækja þau og njóta gestrisni
þeirra. Eftir að Valgeir kvaddi
fyrir tæpum sex árum bjó Anna
áfram í sinni íbúð og naut
umönnunar barna sinna þar til í
mars síðastliðnum að hún fór á
dvalarheimilið Skjól. Þó að
minnið væri farið að gefa sig hélt
hún reisn sinni og tók þátt í sam-
tölum fram á síðustu daga. Ég
kveð Önnu með þökk fyrir sam-
veruna og bið guð að blessa
minningu hennar. Ég læt fylgja
brot úr ljóði eftir Guðmund Inga
Kristjánsson:
Og þó er ljúft og létt á það að minnast
að lífið á sér fagran dularheim.
Þú vitjar þaðan aftur allra þinna
og ert með þeim.
Sigríður Jónsdóttir.
Nú hefur elskuleg tengda-
móðir mín kvatt okkur eftir
langa og viðburðaríka ævi. Það
að fá að lifa í 98 ár og langmest-
an hlutann við ótrúlega góða
heilsu er ekki öllum gefið. Það er
ekki lítið sem samfélagið hér á
landi hefur breyst þau ár sem
hún lifði. Fyrstu kynni mín af
Önnu og Valgeiri voru fyrir 43
árum og strax var mér tekið
opnum örmum, þegar Önnu er
minnst er Valgeir ávallt nálæg-
ur.
Eftir fráfall Valgeirs fylltist
hjarta Önnu tómi, söknuðurinn
var mikill. Saman höfðu þau fet-
að veginn í 44 ár. Mikil vinátta
og kærleikur einkenndi sam-
band þeirra alla tíð. Ég held að
það hafi ekki farið framhjá
nokkrum manni að þarna fór af-
ar sérstök kona og þegar hugs-
að er til baka og minningarnar
streyma fram er svo margt sem
hún vissi og sagði okkur hinum.
Ekki var alltaf lagt við hlustir
en seinna meir þegar árin liðu
kom í ljós að hún hafði haft rétt
fyrir sér með svo margt og þá
sérstaklega flestu sem tengdist
mataræði og heilsu, hún var ein-
faldlega svo langt á undan sinni
samtíð.
Anna var afar sjálfstæð kona
og vissi yfirleitt hvað hún vildi
og oft dáðist ég að þeim innri
styrk og ró sem hún bjó yfir,
fátt var það sem raskaði þeim
kostum.
Ég fann líka hversu vænt
henni þótti um uppruna sinn og
fólkið sitt, oft voru minningar
rifjaðar upp og sagðar sögur frá
uppvextinum og lífsbaráttunni á
Sjónarhóli við Vatnsleysu-
strönd þar sem hún ólst upp í
stórum systkinahópi. Minning-
ar okkar um Önnu og Valgeir
eru orðnar svo margar eftir all-
an þennan tíma að erfitt er að
taka út einhverjar sérstakar.
Alveg er ég viss um að nú er
hún búin að finna höndina hans
Valla og saman ganga þau um í
Sumarlandinu og syngja. Ég
minnist hennar með þökk og
hlýju.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir
(Kristján Hreinsson)
Guðríður Ágústsdóttir.
Elsku amma, Anna Dagrún,
mig langaði að skrifa nokkur orð
og þakka þér samfylgdina. Þú
hefur alltaf átt sérstakan stað
hjá mér, enda er ég nafna þín, og
ákaflega stolt af því að vera
nefnd eftir svona mikilli mann-
eskju eins og þú varst. Glaðleg,
einstaklega hnyttin í tilsvörum
og æðrulaus eru nokkur orð sem
lýsa þér, enda búin að eiga langa
og viðburðaríka ævi.
Núna ertu loksins komin til
,,Valla þíns“ og búin að bíða
lengi eftir því. Valgeir afi lést 20.
september 2012, eftir langa
glímu við Parkinsonsjúkdóminn.
Það kom berlega í ljós í veik-
indum Valgeirs hversu mikill
klettur þú varst, aldrei kvartað,
veikindunum var mætt af miklu
jafnaðargeði.
Valgeir var frá Austfjörðum,
hann bjó á Djúpavogi og eftir að
hann og amma felldu hugi saman
á miðjum aldri flutti amma til
hans á Djúpavog. Það var mikið
ævintýri fyrir okkur frænkurnar
að fá að fara í heimsókn, í stóra
fallega húsið þeirra, Véberg.
Við fengum meira að segja að
vera í heila viku í þessari para-
dís. Valgeir var alltaf að fara
með okkur í heimsóknir og
kaupfélagið var ótrúlega spenn-
andi staður. Seinna fluttu þau í
bæinn til að þau gætu verið nær
sínu fólki, þá vorum við svo
heppin að geta verið í nánari
samvistum við þau.
Amma hafði gaman af blóm-
unum og vorinu, og lifnaði öll við
þegar fór að vora. ,,Ég sakna
vorsins“ sagði hún oft þegar
hana lengdi eftir hlýrri dögum
og blóma í haga. Núna á vordög-
um eru hún og Valgeir loks sam-
einuð aftur.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ég og fjölskylda mín erum
einstaklega lánsöm að hafa feng-
ið að njóta svo lengi samvista við
ömmu og erum þakklát fyrir
hvað henni auðnaðist góð heilsa
og langir lífdagar. Við kveðjum
ömmu með söknuði og yljum
okkur við góðar minningar.
Anna Dagrún
Pálmarsdóttir.
Mikið erum við systur heppn-
ar að hafa fengið að eiga þig að í
öll þessi ár. Þangað til rétt eftir
síðustu jól hélt maður jafnvel að
árin yrðu miklu fleiri.
Samfylgdin með þér nær yfir
langt tímabil. Fyrstu minning-
arnar eru af Hverfisgötunni
þegar þú giftist honum Valgeiri
sem tók okkur barnabörnunum
sem sínum eigin. Á sumrin þeg-
ar við dvöldum hjá ykkur á
Djúpavogi kenndir þú okkur að
tína skarfakál og blóðberg í te.
Þegar við vorum að komast á
fullorðinsárin spurðir þú reglu-
lega hvort við værum trúlofaðar
og nefndir oft hversu heppin þú
værir með lífsförunaut.
Með aldrinum varðstu léttari í
lund og lást ekki á skoðunum
þínum, við fjölskyldan eigum
ótrúlegan fjársjóð minninga um
hnyttnar athugasemdir þínar.
Síðustu mánuðina heyrðum við
oft sögur um Vatnsleysu-
ströndina, uppvaxtarár þín og
árin á Hverfisgötunni. Það var
okkur dýrmætt að heyra þær
sögur.
Þið Valgeir áttuð tæp 40 ár
saman og síðan hann kvaddi fyr-
ir tæpum sex árum hefur þú tal-
að um að bráðum munið þið hitt-
ast aftur, haldast í hendur og
dansa saman um himininn. Það
er við hæfi að kveðja þig með
bæninni sem þú kenndir okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Anna Beta og Harpa.
Ást karlmanns til konu er hið
eina sanna í lífinu. Það sannaðist
vel í lífi Önnu Magnúsdóttur og
Valgeirs Vilhjálmssonar föður-
bróður míns. Sú ást var sönn því
hún var stuttorð. Nú er Anna
látin og vert að færa henni þakk-
ir fyrir þá endurgoldnu ást sem
hún sýndi föðurbróður mínum.
Einhverjum kann að þykja
það ofmælt að ást geti kviknað
þegar fólk er komið fram yfir
miðjan aldur en svo var í tilfelli
þeirra hjóna. Þau áttu einstak-
lega gott og fallegt líf í 36 ár.
Erfiðleikar gerðu vart við sig,
sonarmissir Önnu og hjartveiki
Valgeirs. Það vannst á hjart-
veikinni með því að Valgeir varð
fyrsti sjúklingurinn sem skorinn
var í opinni hjartaaðgerð hér á
landi. Sú aðgerð heppnaðist ein-
staklega vel. En sonarmissinn
báru þau í hljóði. Þau vissu að
það var kærleikur að finna til
með öðrum.
Anna færði Valgeiri gott líf og
elskulega fjölskyldu. Hún jafn-
vel gerði Valgeir kurteisan
mann með því að hann hætti að
bölva kommúnistum og góðu
íhaldi. Eitt sinn var þó Valgeiri
ofboðið; þegar Tíminn talaði vel
um kommúnista. Þá sagði hann
blaðinu upp. En til að gera Val-
geiri lífið bærilegt gerðist Anna
bara nýr áskrifandi.
Valgeir dreymdi eitt sinn fugl
með fjóra unga í hreiðri. Það lá í
augum uppi eftir á að þar voru
Anna og börn hennar. Nú er
þessi góði og elskulegi fugl flog-
inn í aðra heima.
Það eru vatnaskil. Föður-
systkini mín eru nú öll látin og
einnig makar þeirra.
Þau voru öll gott fólk og báru
mikla umhyggju fyrir hvert
öðru, eins og umhyggja Önnu og
Valgeirs bar vott um.
Að leiðarlokum þakka ég góð
kynni við Önnu og fjölskyldu
hennar.
Góð kona er gengin. Verði
hún Guði falin.
Sé minningin um Önnu Magn-
úsdóttur heiðruð í vitund þinni.
Vilhjálmur Bjarnason.
Anna Dagrún
Magnúsdóttir
Kæri frændi, nú
er ég nauðugur að
kveðja þig. Ég
reiknaði með að við
hefðum lengri tíma,
en enginn veit víst um það fyrir-
fram. Við vorum bæði frændur og
vinir en hittumst ekki svo oft,
bjuggum hvor á sínu landshorni
lengi. Áttum þó sitthvað saman og
oft hvarflaði hugurinn til þín. Allt-
af var fagnaðarfundur þegar við
hittumst. Afi og amma okkar sáu
fyrir því. Enginn okkar barna-
barna hans líktist afa meira en þú.
En í honum ræktaðist hógværðin
og á sjó varð hann aldrei meira en
bátsmaður þó enginn hafi dregið
meiri þorsk á handfæri á einni ver-
tíð í allri Íslandssögunni en hann.
Þetta var sá metnaður sem okkur
var innrættur í bernsku. Það beit
að vísu ekki mjög á mig þó ég hafi
verið stoltur af afa okkar en það er
eins og þú hafir nokkuð gengið eft-
ir fyrirmyndum af þessu tagi í
æsku okkar.
Þið mamma þín komuð mörg
Bragi Þór
Stefánsson
✝ Bragi Þór Stef-ánsson fæddist
14. ágúst 1949.
Hann lést 2. maí
2018.
Útför hans fór
fram 16. maí 2018.
sumur heim á Bíldu-
dal og það varð til
þess að við tengd-
umst, og fyrir það
verð ég ævinlega
þakklátur. Ég er
ekki viss um að aðrir
drengir á Bíldudal
hafi fagnað því eins
og ég geri nú með
sjálfum mér. Hug-
leysismaðurinn ég
tók umsvifalaust
hlutverk Björns að baki Kára
kappans sem þú varst og við réð-
umst að þessum rólegheitapiltum
með tiltæk vopn úr kjallaranum
hans afa. Þeir voru langhræddast-
ir við öxina hans.
Það var fallegt að sjá til ömmu
og afa að búa sendingu til ykkar á
haustin að þið mættuð njóta af-
urða búrekstursins eins og við hin:
Slátur, hangiket, rúllupylsu,
lundabagga … Eitt sumarið fékk
ég að fylgja ykkur norður til
Húsavíkur með Esjunni og fékk að
sjá prýðilega heimilið ykkar og fal-
legu systur þína sem þá var í heim-
sókn hjá pabba ykkar. Gaman að
hitta vini þína og skoða leiksvæði
ykkar. Mér þótti Húsavík afar fal-
legur staður og var ánægður fyrir
þína hönd og hef síðan fagnað því
að koma þangað. Eitt vakti athygli
mína umfram margt annað athygl-
isvert og það var að pabbi þinn bað
þig aldrei um meira en að vera
sæmilegur. Mér þótti það ekki til
mikils mælst en á þessu æviskeiði
var það líkast til alveg nóg við-
fangsefni.
Svo komu menntaskólaárin á
Akureyri. Hafði hvor okkar sinn
umgengnishóp enda þú í tvöfalt
lægri bekk, en sáumst þó flesta
daga. Við fórum nokkrar ferðir í
heimsókn til Húsavíkur og fengum
þessar óviðjafnanlegu móttökur
hjá foreldrum þínum.
Á háskólaárum okkar kom í ljós
að við höfðum báðir krækt okkur í
meiriháttar kvenkosti á Akureyri,
Svölu þína og Auði mína. Við átt-
um gott saman þá og ávallt og ég
fékk að skíra frumburði okkar
allra á vígsludegi mínum til prests.
Síðan hafa árin liðið og fleiri börn
bæst við en allt of fáar samveru-
stundir. Systur mínar minnast
þess hversu gott var að hafa þig
nærri þegar afi okkar dó 96 ára og
öll erum við glöð að heyra hversu
vel skjólstæðingar þínir láta af
þjónustu þinni, enda manna fús-
astur að leysa vanda þeirra og eft-
ir langa þjónustu á Dalvík að fara
út á land að sinna um þær heilsu-
gæslustöðvar sem Heilsugæslan á
Suðurnesjum styður.
Vertu kært kvaddur elsku
frændi minn og Guð blessi fallega
fólkið þitt.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Óvænt og skyndilegt dauðsfall
hans Braga okkar var okkur, sam-
starfsfélögum hans á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, mikil harma-
fregn. Við höfum flest starfað með
honum megnið af okkar starfs-
ferli. Við þekktum Braga sem frá-
bæran lækni, sem hlustaði á sjúk-
lingana sína og var hann afar
vinsæll meðal skjólstæðinga
stofnunarinnar. Hann var
reynslumikill, fumlaus og fagleg-
ur í sínum störfum. Hann barðist
fyrir hagsmunum skjólstæðinga
sinna, fylgdi meðhöndlun þeirra
eftir og læknaði jafnt sem líknaði.
Við erum þess fullviss að margir
Suðurnesjabúar munu sakna
hans.
Bragi var góður félagi, trúnað-
arvinur, og kom iðulega við og
settist í sófann hjá okkur á slysó
þegar færi gafst. Hann sýndi ný-
liðum í faginu mikinn stuðning og
þolinmæði og var alltaf tilbúinn til
að hjálpa til þegar mikið var að
gera. Bragi var einnig mikill húm-
oristi og svolítið stríðinn.
Þegar fólk starfar við okkar
fag, þar sem við erum stundum
þátttakendur í erfiðustu stundum
einstaklinga og fjölskyldna og
kynnumst bæði bestu og verstu
hliðum mannlegs eðlis, þá reynir
það óhjákvæmilega á. Okkar
helsta bjargráð er þá að ræða
málin og vera saman. Við slíkar
aðstæður myndast alveg sérstök
vinátta og erum við þakklát fyrir
að hafa átt Braga að í öll þessi ár.
Við vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð á erfiðum
tímum.
Fyrir hönd starfsfólks slysa-
og bráðamóttöku HSS,
Guðrún Ösp Theodórsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, systir, mágkona og
frænka,
HILDUR EÐVARÐSDÓTTIR
frá Brautartungu,
Skagabraut 48,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, 13. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
29. maí klukkan 13.
Eiríkur Sveinsson
Margrét Kristjánsdóttir Helgi Hannesson
Sveinn Gunnar Eðvarðsson Anna E. Rafnsdóttir
Guðni Eðvarðsson Halldóra Ingimundardóttir
og systkinabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
J. FRIÐRIK JÓHANNSSON
(Friggi Jó)
frá Sútarabúðum í Grunnavík,
varð bráðkvaddur mánudaginn 21. maí,
útför hans fer fram í Digraneskirkju
föstudaginn 1. júní klukkan 13.00.
Reynir Friðriksson
Jón Sverrir Friðriksson Drífa Steindórsdóttir
Ásgeir Hólm Elsa G. Borgarsdóttir
Berglind Friðriksdóttir Sigurður Sverrisson
Ingi Þórarinn Friðriksson Jóna H. Pálsdótttir
Sigríður Brynja Friðriksdóttir Árni Freyr Elíasson
Jóhann Jakob Friðriksson Inger E. Thomsen