Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Írar sneru við banni við fóstureyð- ingum með miklum meirihluta í þjóð- aratkvæði á laugardag. Þykir niður- staðan söguleg í þessu rammkaþólska landi. Andstæðingar fóstureyðingar- bannsins unnu kosninguna með 66,4% atkvæða en 33,6% vildu áframhaldandi bann, þ.e. að ekki yrði hróflað við svo- nefndri áttunda grein stjórnarskrár- innar. Leo Varadkar forsætisráðherra sagði að með kjörinu hafi Írar þurrkað út þann smánarblett og aflétt byrðum skammar af þúsundum kvenna sem farið til Englands eða annarra landa til fóstureyðinga frá því þær voru bann- aðar með stjórnarskrárbreytingu 1983. Varadkar sagði að Írland væri að stíga út úr fortíðarskugga og fullorðn- ast. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Ír- land. Þögul bylting hefur átt sér stað,“ sagði hann. Þjóðaratkvæðið var haldið aðeins þremur mánuðum áður en Frans páfi kemur í heimsókn til Írlands til þátt- töku í svonefndri heimsráðstefnu fjöl- skyldunnar. Samkvæmt útgönguspá blaðsins The Irish Times studdu 70% kvenna og 65% karla afnám bannsins við fóst- ureyðingum. Af kjósendum 65 ára og eldri kusu 60% áframhaldandi bann. Meirihluti allra annarra aldurshópa studdi afnám bannsins, þar á meðal 87% kjósenda 18 til 24 ára. Með þessum niðurstöðum beinist nú athygli yfir til Norður-Írlands sem er að verða eina svæði Bretlands og Ír- lands sem bannar fóstureyðingar. Skorað hefur verið á Theresu May að efna til samsvarandi atkvæðagreiðslu þar. Hún er þó í erfiðri stöðu því stjórn hennar stendur og fellur með stuðn- ingi 10 þingmanna Sambandsflokksins í breska þinginu, en þeir eru allir harð- ir andstæðingar afnáms bannsins. Írar snúa við fóstureyðingabanni  Aflétta forsmán og byrðum skammar af þúsundum írskra kvenna sem farið hafa á svig við bannið AFP Fögnuður Stuðningsmenn afnáms banns við fóstureyðingum í Írlandi fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. Þúsundum gesta skemmtigarðsins Europa-Park í Rust í suðurhluta Þýskalands var bjargað út úr garðinum eftir að gríðarlegur eldur braust út í vöruhúsi í fyrrakvöld. Nokkur hundruð slökkviliðs- manna börðust við bálið fram á nótt. Sjö þeirra urðu fyrir reykeitrun. Árlega heimsækja 5,6 millj- ónir manna garðinn og þar voru 25.000 manns er eldur braust út. AFP Mikill eldsvoði varð í næststærsta skemmtigarði Evrópu 25.000 manns bjargað undan bálinu Norðmenn sækjast eftir því að semja um fiskveiðar og gas við Breta áður en þeir hverfa úr Evr- ópusambandinu (ESB). Stjórnvöld í Brussel munu ekki leggjast gegn því, að sögn norska utanrík- isráðherrans, Ine Eriksen Søreide. Hún segir að ráðamenn í Brussel hafi sýnt merki þess að sætta sig við að Bretar geri viðskiptasamninga við önnur ríki meðan ólokið er samningum um brottför þeirra úr ESB. Slíkir samningar verði þó ekki staðfestir fyrr en útgöngu- samningar eru í höfn. Norðmenn, rétt eins og Íslend- ingar, eiga aðild að hinum sameig- inlega markaði ESB gegnum samn- inginn um Evrópska efnahagsvæðið (EEA). Vilja semja um fiskveiðar Fiskveiðar Norðmenn vilja semja. ESB SAMÞYKKT SAMNINGUM Ljósmynd/Norwegian Seafood Coun Það sem af er maímánuði hefur loft- hiti á í austurhluta Noregs (Østland- et) aldrei mælst hærri. Sólin hefur skinið án afláts íbúunum til ánægju en hlýindin hafa þó bæði haft áhrif á lífsstíl fólks og truflað hátterni dýra. Meðalhitinn það sem af er maí hef- ur slegið öll met að sögn norsku veð- urstofunnar. Vikum saman hefur sólin skinið án afláts og segir veð- urstofan hitastigið gera dýrum erfitt fyrir og ungbörnum. – Veðrið hefur áhrif á lífsins lysti- semdir, viljann til vinnu, skapgerð- ina og kynhvötina,“ skrifaði blaðið Aftenopsten. Í samtali við blaðið segir kynfræðingurinn og sálfræði- prófessorinn Bente Træen við Ósló- arháskóla, að fólk geti átt erfiðar með einbeitinguna, vinnuna og að komast á fætur á morgnana vegna hlýindanna. Hún telur einnig að veð- uröfgarnar í maí kveiki kynhvötina. – Við sýnum meira af nöktu hör- undi og lyktum öðruvísi. Í því liggur kynferðislegt dulmál. Pínupils og berar axlir hafa meiri áhrif á kyn- hvöt karla en rúllukragapeysa,“ seg- ir Træen. Þrátt fyrir skapgerðar- breytingar í góðviðri segist hún ekki trúa því að veðursældi breyti lífsvið- miðunum Norðmanna. Lögreglan verður vör við breyt- ingar því mun fleiri kvartanir berast inn á borð hennar þegar heitt er í veðri. Það megi rekja til þess að fólk dveljist lengur utandyra á kvöldin en þá fjölgar kvörtunum undan tónlist, öðrum hávaða og háværu tali. Lögreglan hefur birt viðvaranir og varað fólk við því að skilja börn og ferfætlinga eftir í bílum með lokaða glugga. Fleiri tilkynningar um slíkt hafa borist lögreglunni undanfarið. agas@mbl.is Methiti raskar lífi fólks í Austur-Noregi  Vikum saman hefur sólin skinið á Austur- Norðmenn án afláts AFP Methiti Víða hefur verið sumar- veður undanfarnar vikur í Evrópu. Giuseppe Conte hefur skilað umboði sínu til stjórnarmyndunar á Ítalíu eftir að Sergio Mattarella forseti hafnaði í gær- kvöldi tilnefningu Conte á efna- hagsráðherra. Ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn á Ítalíu frá kosn- ingunum 4. mars sl. Gerði Conte sér vonir um að sér tækist að rjúfa hina pólitísku sjálfheldu í gær og gæti myndað stjórn Bandalags- ins og hreyfingarinnar Fimm stjörn- ur. Mattarella forseti hafnaði hins vegar því að Paolo Savona yrði efnahagsráðherra landsins en hann er harður efasemdamaður um Evrópusamstarfið. Synjun Mattarella fór illa í leið- toga Bandalagsins og hreyfing- arinnar Fimm stjörnur. Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, krafð- ist þess í gærkvöldi að efnt yrði til nýrra kosninga. Conte gefst upp Giuseppe Conte

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.