Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 2
2
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
BAKSVIÐ
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sjálfstæðismenn unnu kosningasig-
ur í borgarstjórnarkosningum í
Reykjavík á laugardag og meiri-
hluti Samfylkingar, Vinstri
grænna, Pírata og BF féll. Viðreisn
er í oddastöðu við myndun meiri-
hluta í borginni með tvo fulltrúa og
getur myndað meirihluta til hægri
eða vinstri. Óformlegar þreifingar
um myndun meirihluta hófust
strax á kosninganótt.
Fylgi Vinstri grænna dróst sam-
an, en flokkurinn hélt sínum manni
inni. Miðflokkurinn fékk einn borg-
arfulltrúa kjörinn og Píratar tvo.
Hlutur kvenna í borgarstjórn hefur
aldrei verið meiri, en 65% nýkjör-
inna borgarfulltrúa eru konur.
Ákall um breytingar
„Við settum okkur tvö markmið.
Annars vegar meirihlutann og hins
vegar að verða stærsti flokkurinn í
Reykjavík. Þetta tókst og gott bet-
ur, því meirihlutinn er ekki bara
fallinn, heldur kolfallinn og vantar
tvo menn,“ segir Eyþór Arnalds,
oddviti sjálfstæðismanna. „Skila-
boðin eru skýr: Fólk vill breyt-
ingar og Sjálfstæðisflokkinn til að
leiða þær breytingar,“ bætir hann
við.
„Mér finnst ekki ólíklegt að það
fari í gang frekari viðræður milli
fólks á morgun, þegar það hefur
náð góðum nætursvefni,“ segir Ey-
þór sem telur rökrétt að stjórn-
arflokkarnir haldi sig til hlés til að
byrja með. „Það er ákall um breyt-
ingar og því er eðlilegt og rökrétt
framhald að þeir flokkar sem hafa
verið að stjórna taki sér frí og nýju
flokkarnir taki við stjórninni. Það
er það sem íbúarnir vilja,“ segir
Eyþór.
Spurður hvort Sjálfstæðisflokk-
urinn eigi að leiða viðræðurnar
kveður hann já við. „Sjálfstæðis-
flokkurinn er langstærsti flokkur-
inn,“ segir Eyþór Arnalds.
Málefnalegur meirihluti
Samfylkingin hafði lengi mælst
stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í
skoðanakönnunum. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri segir að
mögulega hafi fylgi Samfylkingar
verið hjá hópum sem síður skiluðu
sér á kjörstað.
Spurður hvaða skilaboð felist í
niðurstöðu kosninganna, svarar
hann að stærstu tíðindin séu fram-
gangur nýrra flokka. Línur skýrast
betur á næstu dögum að sögn
Dags, en hann telur að meirihluti
sé um mörg helstu áherslumál
Samfylkingarinnar. „Ég sé ekki
betur en að það sé góður meirihluti
í borgarstjórn fyrir áherslu á þétt-
ingu byggðar, borgarlínu og önnur
mikilvæg verkefni í þeim efnum,“
segir hann og nefnir að breiður
meirihluti sé ákjósanlegur.
Hann nefnir að óformlegar þreif-
ingar hafi verið milli allra flokka „á
alla kanta“ í gær og að oddvitar
hafi leitað í baklönd sín.
– En á einhver tilkall til þess að
leiða myndun meirihluta?
„Það eru engar skyldur í þessum
efnum aðrar en að sveitarstjórn-
arfólk myndi starfhæfan meiri-
hluta. Þegar þingið er annars veg-
ar hefur forsetinn ákveðið hlutverk
í þessu, en á sveitarstjórnarsviðinu
hefur enginn slíkt hlutverk, við
berum ábyrgð á þessu sjálf. Meiri-
hlutamyndunin gengur út á að ná
meirihluta um mikilvægustu verk-
efnin sem skipta máli fyrir Reykja-
vík á komandi árum,“ segir hann.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, sagði í gær
að Viðreisn myndi „selja sig dýrt“.
Spurður hvort möguleiki sé á að
næsti borgarstjóri verði þá mögu-
lega úr Viðreisn segir Dagur að
þeir flokkar sem „selji sig dýrt“
muni frekar gera það á grundvelli
málefnanna en borgarstjóraemb-
ættisins.
Eyþór
Arnalds
Hildur
Björnsdóttir
Valgerður
Sigurðardóttir
Egill Þór
Jónsson
Marta
Guðjónsdóttir
Katrín
Atladóttir
Örn
Þórðarson
Björn
Gíslason
Dagur B.
Eggertsson
Skúli
Helgason
Hjálmar
Sveinsson
Guðrún
Ögmundsdóttir
Heiða Björg
Hilmisdóttir
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Sabine
Leskopf
Sanna Magdalena
Mörtudóttir
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Líf
Magneudóttir
Kolbrún
Baldursdóttir
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
Pawel
Bartoszek
Vigdís
Hauksdóttir
Barist um borgina
Sjálfstæðisflokkurinn ofan á hjá kjósendum Línur skýrast á næstu dögum
„Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leiði“ Meirihluti um málefnin, segir Dagur
Kosningaúrslit í Reykjavík 2014 og 2018 og niðurstöður skoðanakönnunar
Kjörnir voru 23
borgarfulltrúar
í stað þeirra 15
sem fyrir voru.
12 fulltrúa þarf
til að mynda
meirihluta. Úrslit kosninga 31. maí 2014
Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa
Úrslit kosninga 26. maí 2018
Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa
Könnun 23. maí 2018*
Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa
30%
25%
20%
15%
10%
*Skoðanakönnun
Félagsvísinda-
stofnunar
Háskóla Íslands
fyrir Morgun-
blaðið
1
4,9% 2
8,2%
1
5,9%
2
8,0%
2
7,7%
1
3,9% 1
6,4%
5
31,9%
8
31,8%
7
25,9%
1
6,5%
1
6,1%
1
8,3%
2
7,4%
1
4,6%
4
25,7%
7
26,3% 8
30,8%
0
3,4%
1
4,3%
C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkur fólksins J Sósíalista-flokkurinn M Miðflokk-urinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstri græn
Bauð
ekki
fram
2014
Bauð
ekki
fram
2014
Bauð
ekki
fram
2014
Bauð
ekki
fram
2014
Kosningar í Reykjavík
» Sjálfstæðismenn vilja leiða
viðræður um myndun meiri-
hluta í borgarstjórn.
» Eyþór Arnalds telur að nið-
urstaðan sé ákall um breyt-
ingar.
» Dagur B. Eggertsson segir
að um áherslumál Samfylking-
arinnar sé meirihluti.
» Formlegar viðræður flokk-
anna hefjast á næstu dögum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, odd-
viti Sósíalistaflokksins, er yngsti
borgarfulltrúi sögunnar og sló hún
met Davíðs Oddssonar í Sjálfstæð-
isflokki frá árinu 1974. Bæði voru 26
ára gömul, Sanna þó nokkrum mán-
uðum yngri.
Allra augu beindust að Sönnu í
oddvitakappræðum á RÚV á föstu-
dag þegar hún var spurð um fortíð
stofnanda flokksins, Gunnars Smára
Egilssonar, og framgöngu hans sem
atvinnurekandi gagnvart launafólki.
„Ég held að þetta hafi hjálpað.
Margir brugðust við á samfélags-
miðlum og það skapaðist umræða,“
segir Sanna, spurð um vægi kapp-
ræðnanna í fylgi flokksins.
„Við náðum líka að koma skila-
boðunum okkar vel á framfæri þrátt
fyrir að við höfum lítið fjármagn á
bak við okkur,“ segir Sanna. Sósíal-
istar funda á morgun til að marka
flokknum stefnu í meirihlutamynd-
uninni. Sanna segir að þeir sem
gangi erinda auðvaldsins séu and-
stæðingar flokksins og því sé sam-
starf með flokkum á borð við Sjálf-
stæðisflokkinn mjög ólíklegt.
Kappræðurnar hafi
haft áhrif á fylgið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yngst Sanna Magdalena Mörtudóttir er
yngsti borgarfulltrúi frá upphafi.
„Þetta verður snúið og gerist ekki
einn, tveir og þrír eins og þegar við
mynduðum fráfarandi meirihluta,“
segir Líf Magneudóttir, oddviti
Vinstri grænna. Spurð hvort það
liggi ekki beinast við að Viðreisn
„taki sæti“ Bjartrar framtíðar í frá-
farandi meirihluta, segir Líf að
margar áherslur Viðreisnar eigi
samhljóm með áherslum VG, t.d.
kjaramál og áhersla á þéttingu
byggðar. Önnur áherslumál eigi þó
síður upp á pallborðið, t.d. útvistun
verkefna borgarinnar.
Líf telur VG hafa unnið varnar-
sigur í borginni og að Sósíalista-
flokkurinn hafi sótt mjög á. Hún
segir að VG muni engu að síður
fara í saumana á niðurstöðunni með
grasrót flokksins og horfa inn á við.
„Við þurfum að kjarna okkur.“
„Við þurfum að
kjarna okkur“
„Við ætluðum að ná fleiri inn, en er-
um sátt við úrslitin. Við erum rétt
að byrja,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir, oddviti Miðflokksins. Hún
telur að Sjálfstæðisflokkur eigi að
leiða viðræður um myndun meiri-
hluta. „Sá meirihluti sem var er
kolfallinn og það er allt opið,“ segir
hún. „Við útilokum engan, það er
okkar skylda að mynda starfhæfan
meirihluta því það verður ekki kos-
ið upp á nýtt,“ bætir Vigdís við.
„Þess vegna er það með ólík-
indum að borgarstjóri, eini fulltrúi
VG sem galt afhroð í kosningunum
og Sósíalistaflokkurinn, skuli úti-
loka samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn,“ segir hún.
Sjálfstæðisflokkur
leiði viðræðurnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kosningavaka Vigdís telur eðlilegt að
stærsti flokkurinn leiði meirihlutamyndun.