Morgunblaðið - 28.05.2018, Síða 6
6
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
vor í lofti
Eigum á lager mikið úrval varahluta í jarðvinnslutæki af eftirtöldum
gerðum: Pöttinger, Vogel & Noot, Kverneland, Howard, o.fl
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Bjartrar framtíðar hélt í Kópavogi
en Björt framtíð bauð sameiginlega
fram með Viðreisn. Samfylking og
Framsóknarflokkur héldu hvor sín-
um bæjarfulltrúa og Píratar komu
manni inn.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, segist afskaplega
ánægður og sáttur með að Sjálf-
stæðisflokkurinn skyldi halda fimm
mönnum. Hann vildi lítið tjá sig um
meirihlutaviðræður seinni partinn í
gær en ætlaði að funda með sjálf-
stæðismönnum og fara yfir málin.
„Málið er ekki lengra komið en
það,“ sagði Ármann.
Sjálfstæðismenn fyrsti kostur
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
oddviti Bjartrar framtíðar og Við-
reisnar, segir framboðið þakklátt
fyrir stuðninginn. Mikil liðsheild sé í
hópnum og hann sterkur.
„Við hittumst í dag [gær] og
ræddum framhaldið en það eru eng-
ar formlegar meirihlutaviðræður
hafnar,“ segir Theodóra sem segir
að framboðin hafi lýst því yfir í kosn-
ingabaráttunni að þau myndu setj-
ast niður og ræða áframhaldandi
samstarf ef þau héldu meirihluta.
„Ég túlka niðurstöður kosning-
anna þannig að Kópavogsbúar vilji
þennan meirihluta áfram og því hlýt-
ur það að vera fyrsti kosturinn að
Björt framtíð og Viðreisn tali við
Sjálfstæðisflokkinn af virðingu fyrir
lýðræðinu,“ segir Theodóra.
Ómar Stefánsson, fyrrverandi
oddviti framsóknarmanna, sem
leiddi nýtt framboð, Fyrir Kópavog,
segir vonbrigði að ná ekki inn manni
þar sem lítið hafi vantað upp á. Hann
segir að það segi sitt að í mesta góð-
æri í sögu Kópavogs skuli meirihlut-
inn ekki auka fylgi sitt.
Engar viðræður hafnar
Morgunblaðið/Golli
Samstarf Theodóra S. Þorsteins-
dóttir og Ármann Kr. Ólafsson.
Sami meirihluti
áfram í Kópavogi
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta er auðvitað alveg ótrúlegur
sigur og það er greinilegt að kjós-
endur kunna vel að meta þá hluti
sem við höfum verið að gera,“ seg-
ir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, um niðurstöðu kosn-
inganna á laugardag. Þar bætti
Sjálfstæðisflokkur við sig einum
manni og er nú með átta menn í
bæjarstjórn.
Alls hlaut flokkurinn 62% at-
kvæða en auk Sjálfstæðisflokks
náði Garðabæjarlistinn inn þremur
mönnum með 28% atkvæða.
Gunnar segir niðurstöðuna hafa
verið vonum framar og í raun
óvænta. „Ég átti ekki von á því að
við myndum vinna jafn afgerandi
sigur og við gerðum, ég verð að
viðurkenna það. Ég bjóst við því
að við myndum halda okkar sjö
mönnum en þetta er frábær kosn-
ing,“ segir Gunnar.
Afsalar sér líklega launum
Líkt og í sveitarstjórnarkosning-
unum fyrir fjórum árum er Gunn-
ar bæjarstjóraefni Sjálfstæð-
isflokks. Nú hefur sú breyting þó
orðið á að Gunnar er auk þess að
vera bæjarstjóri orðinn bæj-
arfulltrúi. Aðspurður segist Gunn-
ar munu sitja sem bæjarfulltrúi en
hann muni þó líklega ekki þiggja
laun sem slíkur.
„Mér myndi ekki finnast neitt
óeðlilegt við að allar greiðslur sem
eru tilkomnar vegna starfsins sem
bæjarfulltrúi myndu detta út. Ég
þarf hvort sem er að mæta sem
bæjarstjóri á bæjarstjórnarfundi
og svara ákveðnum spurningum,“
segir Gunnar og bætir við að það
standi honum ekki til boða að
hætta sem bæjarfulltrúi.
„Samkvæmt stjórnsýslureglum
get ég bætt þess í stað við níunda
manninum. En líkt og ég sagði áð-
an kemur hins vegar vel til greina
að þiggja ekki laun fyrir störf mín
sem bæjarfulltrúi,“ segir Gunnar.
Stærri sigur
en búist var við
Gunnar áfram bæjarstjóri í Garðabæ
Líklega launalaus bæjarfulltrúi
Garðabær Sigurinn var stærri en
Gunnar Einarsson átti von á.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Nýr meirihluti verður myndaður í
Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn
er stærstur með fimm bæjarfulltrúa
og þarf einn til
liðs við sig til að
mynda meiri-
hluta. Samfylk-
ingin tapaði ein-
um manni og
Björt framtíð,
sem var í meiri-
hluta, bauð ekki
fram. Miðflokkur-
inn, Bæjarlistinn
og Viðreisn eru
nýir flokkar í
bæjarstjórn með einn fulltrúa hver.
Framsókn og óháðir náðu inn einum
manni, Ágústi Bjarna Garðarssyni,
sem er aðstoðarmaður Sigurðar Inga
Jóhannssonar samgönguráðherra.
Rósa Guðbjartsdóttir er hæst-
ánægð með úrslit kosninganna og
þakklát Hafnfirðingum fyrir góðan
stuðning.
„Við lítum á niðurstöðuna sem við-
urkenningu á störfum okkar og þeim
árangri sem við höfum náð,“ segir
Rósa. Hún segir margar kosti í stöð-
unni við myndum meirihluta í Hafn-
arfirði.
„Það er alveg nýtt landslag í póli-
tíkinni í Hafnarfirði. Við erum í
sterkri stöðu og vantar aðeins einn
bæjarfulltrúa með okkur til að
mynda nýjan meirihluta. Það er allt
opið og fjölmargir góðir kostir í stöð-
unni,“ segir Rósa og bætir við að
mikilvægt sé að mynda traustan og
samhentan meirihluta þar sem vand-
að er til málefnasamnings.
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði
hittust í gær og reikna með að ræða
við fulltrúa annarra flokka í dag. Sig-
urður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi
Miðflokksins, var brattur og brosti
framan í rigninguna daginn eftir
kjördag. Hann telur að mesti mál-
efnalegi samhljómurinn sé milli
Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og
Framsóknar.
„Það hafa engar formlegar við-
ræður farið fram um samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn en við erum
tilbúin svo framarlega sem sátt næst
um helstu stefnumál Miðflokksins,
málefni aldraðra og að þrýstingur
verði settur á úrbætur í samgöngu-
málum,“ segir Sigurður. Hann segir
Sjálfstæðisflokkinn með pálmann í
höndunum með fimm fulltrúa kjörna
en allt sé opið þegar komi að meiri-
hlutaviðræðum í Hafnarfirði.
„Fyrst og síðast munu málefnin
ráða með hverjum við förum í sam-
starf,“ segir Sigurður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kampakát Stuðningsmenn Miðflokksins fagna með nýjum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, Sigurði Þ. Ragnarssyni.
Fimm bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Hafnarfirði Nýtt landslag
Rósa
Guðbjartsdóttir
„Ég lít fyrst og
fremst á þetta
sem gríðarlega
sterkan varnar-
sigur,“ segir Ás-
gerður Halldórs-
dóttir,
bæjarstjóri og
oddviti Sjálfstæð-
isflokksins á Sel-
tjarnarnesi, um
niðurstöður kosn-
inganna í gær. Alls fékk flokkurinn
1.151 atkvæði eða um 46,3% atkvæða
sem er talsvert fylgistap frá síðustu
kosningum. Þá fékk flokkurinn ríf-
lega 52% greiddra atkvæða.
Aðspurð segir Ásgerður úrslitin
nokkuð góð í ljósi þess að flokkurinn
þurfti að taka á móti árásum úr
mörgum áttum. „Við vorum auðvitað
með klofningsframboð og það gerir
baráttuna ekki auðveldari þegar
sjálfstæðismenn bjóða sig fram gegn
flokknum. Maður hefði frekar viljað
sjá þá taka þátt í prófkjöri sem fram
fór fyrr á árinu. Það var því vegið að
okkur úr nokkrum áttum og við kom-
umst vel frá því,“ segir Ásgerður.
Spurð um hvort til greina komi að
bæta við öðrum flokki til að styrkja
stöðu meirihlutans segir hún svo
ekki vera. „Við erum með meirihluta
líkt og áður og munum nú koma sam-
an til að vinna að góðum málum fyrir
bæinn,“ segir Ásgerður.
Sjálfstæðismenn
héldu meirihluta
Ánægð með úrslitin þrátt fyrir fylgistap
Ásgerður
Halldórsdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri
grænna hélt meirihluta sínum í Mos-
fellsbæ. Vinir Mosfellsbæjar og Viðreisn
náðu inn manni í fyrsta sinn en það var á
kostnað Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Haraldur Sverrisson, bæjastjóri í Mos-
fellsbæ, er ánægður með að meirihlutinn
hafi haldið velli.
„Þetta voru mjög sérstakar kosningar,
margir listar í boði og innan við 1.000 kjör-
gengir á hvern lista. Það voru 8 listar í
boði og það samsvarar því að 80 listar
hefðu verið í boði í Reykjavík,“ segir Har-
aldur sem hitti oddvita Vinstri grænna í
gær í þeim tilgangi að ræða áframhaldandi
meirihlutasamstarf á grunni nýs mál-
efnasamnings.
„Vinstri græn eru okkar fyrsti valkostur
og ég á ekki von á því að það verði mynd-
aður meirihluti án sjálfstæðismanna í Mos-
fellsbæ,“ segir Haraldur ennfremur.
Sáttur við að meirihlutinn hélt
Haraldur
Sverrisson