Morgunblaðið - 28.05.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Einhverjir vörpuðu öndinni létt-ar eftir kosninguna á laug-
ardag og sögðu botninum náð. Þar
var átt við kjörsóknina, en hún
hefur fallið kosningar eftir kosn-
ingar.
Árið 2002 varkjörsóknin í
sveitarstjórn-
arkosningum
82,5%, fjórum ár-
um síðar 78,6%,
árið 2010 73,2%
og féll svo enn
meira í kosning-
unum fyrir fjórum árum, niður í
66,5%.
Á laugardag þokaðist hún uppum rúmt prósentustig í 67,6%,
sem varð til þess að talað var um
að botninum hefði verið náð.
Það kann að vera rétt, en erauðvitað ekkert víst til lengri
tíma litið. Og jafnvel þótt botn-
inum sé náð er fátt sem bendir til
að kjörsóknin muni rísa hátt á nýj-
an leik á næstunni. Ekki væri
æskilegt ef kjörsóknin héldist í um
það bil 2⁄3 atkvæðisbærra.
En hvað veldur þessu áhuga-leysi og hvað er til ráða?
Sumir segja að ítrekaðar kosn-
ingar valdi þreytu kjósenda og
eitthvað kann að vera til í því, en
varla er það ráðandi þáttur.
Líklegra er að fólk sjái ekkiástæðu til að mæta vegna
þess að of lítið breytist þó að skipt
sé um fólk og flokk í brúnni.
Stefnan er iðulega mjög keimlíkog flokkar forðast að láta
skerast í odda. Það skyldi þó ekki
vera að kjósendur yrðu duglegri
að taka þátt ef þátttakan hefði
meira afgerandi áhrif?
Hvað ef atkvæðið
skipti meira máli?
STAKSTEINAR
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar Veður víða um heim 27.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 alskýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 14 heiðskírt
Ósló 27 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 skýjað
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 24 súld
Dublin 14 þoka
Glasgow 18 þoka
London 24 léttskýjað
París 27 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 25 heiðskírt
Vín 25 skýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 24 léttskýjað
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 20 alskýjað
Montreal 18 alskýjað
New York 16 rigning
Chicago 30 heiðskírt
Orlando 25 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:33 23:18
ÍSAFJÖRÐUR 2:58 24:03
SIGLUFJÖRÐUR 2:39 23:48
DJÚPIVOGUR 2:53 22:57
Ljósadýrð Skip Landhelgisgæslunnar virkar smátt í samanburði við stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur í
sumar. Skipið lá ljósum prýtt og speglaðist með varðskipinu á sléttum sjónum við Sundahöfn á kosninganótt.
Skemmtiferðaskip á bjartri sumarnótt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði í nógu að snúast í gær.
Um miðjan dag handtók hún karl-
mann sem grunaður var um akstur
undir áhrifum áfengis.
Maðurinn hafði valdið umferðar-
óhappi og reynt að yfirgefa vettvang
óhappsins fótgangandi.
Lögreglan náði manninum og
færði hann í skýrslu- og blóðsýna-
töku. Að því loku var hann vistaður í
fangageymslu.
Rétt fyrir fjögur í gærdag var
karlmaður handtekinn í miðbæ
Reykjavíkur. Hann hafði áreitt
starfsfólk verslunar með ógnandi
háttalagi og framkomu.
Maðurinn var í annarlegu ástandi
sökum fíkniefnaneyslu þegar hann
var handtekinn. Hann var færður í
fangaklefa þar sem hann fékk að
gista á meðan mál hans voru skoðuð.
Áreitti
starfsfólk
verslunar