Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 10
10
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á nau
tið
ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Það eru ófá handtökin þegar kemur
að undirbúningi og framkvæmd
kosninga. Frambjóðendur eru á
þeysispretti um allar þorpagrundir
að hitta kjósendur, safna atkvæðum
og takast á um málefni. Á bak við
frambjóðendur er hópur manna sem
vinna vikum saman að því að koma
stefnumálunum og sínu fólki til
áhrifa í sveitarstjórnir. Ýmsar hefðir
hafa skapast í kringum kosningar og
enn búa hópar kjósenda sig upp áður
en þeir mæta á kjörstað.
En tímarnir breytast og menn-
irnir með. Formaður kjörstjórnar á
Ísafirði gladdi sjónvarpsgesti þegar
hann tilkynnti tölur frá Ísafirði í
töluvert sumarlegri skyrtu en hing-
að til hefur tíðkast hjá formönnum
yfirkjörstjórna.
Þegar kosningabaráttunni lýkur
bíður frambjóðenda mislöng nótt
þar sem beðið er eftir því hvort
markmiðið hafi náðst, hvort meiri-
hlutinn haldi eða hvort nýr starfs-
vettvangur sé orðinn að veruleika.
Til þess að stytta biðina eftir úr-
slitum kosninga og njóta þess að
eiga góða stund saman eftir stranga
kosningabaráttu safnast frambjóð-
endur og stuðningsmenn saman á
kosningavökum og skemmta sér.
Sumir fagna á meðan aðrir sleikja
sárin. En flestir fara heim sáttir við
að hafa lagt sitt af mörkum.
Stemning í baráttunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleði Eyþór Arnalds stígur gleðidans við fögnuð félaga sinna úr Sjálfstæðisflokknum á kosninganótt.
Morgunblaðið/Eggert
Barátta Dóra Björt, Sanna Magdalena og Dagur á leið í útsendingu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumarlegur Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar á Ísafirði, les tölur.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Kjörsókn í Árneshreppi sl. laugardag
var 93,5% en 43 íbúar af 46 sem voru
á kjörskrá greiddu atkvæði.
Enginn listi var boðinn fram og þar
af leiðandi voru allir íbúar hreppsins í
kjöri nema þeir sem báðust undan
því. Hart var tekist á um Hvalárvirkj-
un á síðasta kjörtímabili og klofnaði
heppsnefndin meðal annars af þeim
sökum. Virkjunarsinnar unnu sigur
og skipa öll sæti hreppsnefndar Ár-
neshrepps. Þetta staðfestir Eva Sig-
urbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.
„Ég vona að okkur takist að stilla
til friðar eftir frekar erfiðan tíma.
Vilji meirihluta íbúa hreppsins er al-
veg skýr og það hefur alltaf verið
meirihluti fyrir virkjuninni,“ segir
Eva sem er sátt við afgerandi niður-
stöðu
„Við ætlum ekki að sitja með hend-
ur í skauti, það verður haldið áfram í
því ferli sem virkjunarmálin eru í og
svo erum við að fara að vinna á næstu
vikum í verkefni sem heitir Áfram
Árneshreppur. Verkefnið sem snýr
að brothættum byggðum er unnið í
samvinnu við Byggðastofnun. Við
væntum mikils af verkefninu og að
það geri eitthvað gott fyrir sveitarfé-
lagið,“ segir Eva sem telur að úlfúðin
fyrir kosningar hafi komið að mestu
utan frá og hún leyfir sér að vona að
íbúum hreppsins auðnist að vinna
saman.
Að loknum kosningum skipa þau
Júlía Fossdal, Arinbjörn Bernharðs-
son, Guðlaugur Agnar Ágústsson,
Björn Guðmundur Torfason og Eva
Sigurbjörnsdóttir hreppsnefnd Ár-
neshrepps. Þrír hreppsnefndar-
fulltrúar voru kosnir með 24 atkvæð-
um hver eða 55,81% atkvæða og hinir
tveir með 23 atkvæðum eða 53,49%
atkvæða.
Virkjunarsinnar
unnu í Árneshreppi
Vill stilla til friðar
Vonast eftir sam-
starfi 93,48% kusu
Morgunblaðið/Golli
Á vaktinni Eva Sigurbjörnsdóttir,
oddviti hreppsnefndar Árneshrepps.
Litlu munaði á kjörsókn í sveitar-
stjórnarkosningunum nú og fyrir
fjórum árum þegar hún var í sögu-
legu lágmarki. Einungis munaði um
einu prósentustigi á kosningunum
nú og þá. Kjörsóknin í ár var um
67,6% en hún var 66,5% fyrir fjórum
árum.
Kjörsókn í Reykjavík jókst tals-
vert frá því í borgarstjórnarkosning-
unum fyrir fjórum árum. Í ár var
kjörsókn um 67% en var 62,8% árið
2014. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
2002 sem aukning verður á kjörsókn
í borgarstjórnarkosningum. Alls
nýttu 60.422 manns atkvæðarétt
sinn af þeim 90.135 sem á kjörskrá
voru.
Í Kópavogi voru 25.790 á kjörskrá
en alls létu 16.357 manns sjá sig á
kjörstað. Kjörsókn var því örlítið
betri en árið 2014 þegar hún var
60,8% en hún var 63,4% í ár. Á Sel-
tjarnarnesi var kjörsókn mjög góð
þar sem ríflega 75% greiddu at-
kvæði. Í Garðabæ greiddu alls 7.768
manns atkvæði en á kjörskrá voru
11.598. Kosningaþátttakan var því
um 67% sem er nánast sama hlutfall
og fyrir fjórum árum þegar kjör-
sóknin var um 66%. Í Reykjanesbæ
var kjörsóknin einna verst en ein-
ungis 6.494 íbúar af alls 11.400 íbú-
um á svæðinu nýttu sér atkvæðarétt
sinn. Það jafngildir um 57% kjör-
sókn en kjörsókn á svæðinu hefur
verið á mikilli niðurleið undanfarin
ár.
Í Hafnarfirði var svipað uppi á
teningnum en þar voru 20.786 á
kjörskrá en einungis 12.058 manns
greiddu atkvæði sem er svipað hlut-
fall og í síðustu kosningnum eða um
58%.
Kjörsókn talsvert
betri í Reykjavík
Kjörsókn í Reykjavík
2002-2018
2002 2006 2010 2014 2018
83,9%
77,0% 73,4%
62,9% 67,0%
„Það komu upp
einhver ágrein-
ingsefni en ekk-
ert þó sem gæti
komið til með að
breyta úrslitun-
um,“ segir Eva
B. Helgadóttir,
formaður yfir-
kjörstjórnar í
Reykjavík, spurð
um hvort einhver vafamál hafi kom-
ið upp við talningu kjörseðla. Nokk-
ur minniháttar mál komu upp við
talninguna, en Eva segir að það
hafi að mestu verið af hinu góða.
„Ég held að það sé afar gott að
tekin sé umræða um ákveðin mál
enda gefur það okkur, sem förum
yfir kjörseðlana, fleiri fordæmi til
að fara eftir þegar atkvæði eru
metin. Svo ég taki nú dæmi voru at-
vik sem komu upp þar sem fólk
hafði fyllt í boxið í stað þess að
krossa við og þar með er atkvæðið
ógilt,“ segir Eva sem telur að um-
ræða um þessi mál sé af hinu góða.
a ronthordur@mbl.is
Fáar kvartanir bár-
ust til kjörstjórnar
Ekkert sem breytir niðurstöðunum
Eva B. Helgadóttir