Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 11

Morgunblaðið - 28.05.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Öxi Carpenters 19.910 kr. GÆÐAAXIR FYRIR KRÖFUHARÐA Öxi Ekelund 9.910 kr. Öxi Hatc mini 16.770 k Ný vefverslun brynja.is 1 et r. Öxi Hultan 17.820 kr. Öxi Qvarfot 19.910 kr. Maður um sjötugt lést í eldsvoða sem varð í Gullsmára 7 í Kópavogi á laugardagskvöldið. Eiginkona mannsins var flutt á slysadeild með snert af reykeitrun. Eldurinn kom upp í íbúð á sjöundu hæð í fjölbýlis- húsi með íbúðum fyrir eldri borgara. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tjáði fréttastofu RÚV að mikill eldur hefði verið á svölum hússins. Sjöunda hæð hússins var rýmd en ekki var talin ástæða til að rýma hús- ið í heild sinni. Slökkviliðsmenn náðu fljótt að slökkva eldinn og húsið var reykræst í kjölfarið. Gunnar Hilmarsson, aðal- varðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir að rannsókn á eldsvoðanum standi yfir og eldsupptök séu enn ókunn. Að sögn Gunnars er tjón ekki umtalsvert og einungis bundið við íbúðina sem kviknaði í. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögreglan Greiðlega tókst að slökkva eldinn, upptök hans eru ókunn. Einn lést í elds- voða í Kópavogi  Eldur í fjölbýlishúsi eldri borgara  Mikill viðbúnaður hjá slökkviliðinu Bjarni Ármann Atlason útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands um helgina með 9,9 í meðaleinkunn og sló þar með fjögurra ára gamalt met Mörtu Jónsdóttur, sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,8. Morgunblaðið greindi frá því í apríl sl. að Bjarni hefði fengið já- kvætt svar um styrki frá þremur af sex bestu háskólum í Bandaríkj- unum, Harvard, MIT og Columbia. Hann fór í formlegar heimsóknir í alla skólana áður en hann gerði upp hug sinn en loks varð draumaskól- inn, Harvard, fyrir valinu. Kaus Harvard Bjarni segir ekkert sérstakt hafa valdið því að hann kaus Harvard. „Ég endaði heimsóknaferðina mína þar og kunni strax gríðarlega vel við mig. Auk þess hentar námsfram- boðið og námsfyrirkomulagið í Har- vard mér mjög vel og aðstaðan var til fyrirmyndar í alla staði.“ Bjarni tekur þó fram að hinir skól- arnir séu engir eftirbátar Harvard. ,,MIT og Columbia skara einnig fram úr á flestum sviðum, en á end- anum var það bara heildarpakkinn við Harvard sem heillaði mig frekar en einhver einn þáttur.“ Bjarni hefur nám í Harvard nú í ágúst. Hann hefur hugsað sér að leggja stund á einhverskonar raun- greinar og þá helst taugalíffræði eða líffræðilega verkfræði. ragnhildur@mbl.is Sló met í meðal- einkunn Verzló  Útskrifaðist með 9,9 í meðaleinkunn Morgunblaðið/Valli Metnaðarfullur Bjarni fékk jákvæð svör um styrk frá þremur skólum. Hreyfivika UMFÍ hefst í dag og stendur til 3. júní næstkomandi. Þetta er í sjöunda sinn sem hreyfivikan er haldin og þjófstart- aði UMFÍ átakinu í Mosfellsbæ í gær með hressilegu gúrkuhlaupi. Fjölga þeim sem hreyfa sig Hreyfivikan er árleg lýðheilsu- herferð og samevrópskt verkefni þar sem markmiðið er að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega í 30 mínútur á dag og hjálpa þeim sem vilja byrja að hreyfa sig að finna hreyfingu sem hentar. Í hreyfivikunni á síðasta ári tóku 43.000 þátt í 490 viðburðum á Ís- landi. Hreyfivikan verður árlega til ársins 2020 og er stærsta lýðheilsu- herferð í Evrópu með yfir milljón þátttakendum. Upplýsingar um viðburði í hreyfivikunni er að finna á ice- land.moveweek.eu/events/. Hreyfivika UMFÍ hófst með gúrkuhlaupi Hreyfivika Öllum er hollt að hreyfa sig. Sund er holl, góð og skemmtileg hreyfing. Persónuverndarmál og fjármála- áætlun eru þau mál sem munu að öll- um líkindum taka mest pláss á Al- þingi nú eftir hlé. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. Þingið tók stutt hlé vegna sveitarstjórnarkosninga en kemur saman á ný í dag. Helgi segir daginn vera dæmigerðan mánudag og að dagskráin verði í styttra lagi. ,,Bæði undirbúnar og óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dag- skránni, ásamt fundum formanna þingflokka og fundum forsætis- nefndar,“ segir Helgi. Nokkur mál eru á lokastigi og bíða þess að vera kláruð. Þrátt fyrir að Helgi segi dag- skrána vera í styttri kantinum þá er samt sem áður ýmislegt sem verður tekið fyrir á Alþingi þennan fyrsta dag eftir hlé. Þar má nefna tillögu að breytingum á siðareglum fyrir al- þingismenn. Tillagan er sprottin af umræðum kvenna og karla á þingi um kynferðisofbeldi og -áreitni. Verði hún samþykkt þá bætast við siðareglurnar ákvæði sem snúa að því að hafna einelti og kynferðislegri áreitni á milli þingmanna. Sömuleið- is verður frumvarp til laga um breytingar á lögum um almanna- tryggingar rætt í velferðarnefnd. Inga Sæland er flutningsmaður þess ásamt öðrum. Í frumvarpinu er lagt til að greiðslur til ellilífeyrisþega verði ekki skertar vegna atvinnu- tekna. ragnhildur@mbl.is Persónuvernd í brennidepli  Alþingi kemur saman í dag  Nokkur mál á lokastigi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.