Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Kosningahelgi að baki. Síðustu
dagar og vikur hafa einkennst af
þrasi, frösum og orðasamböndum
„Við segjum“ og „Ég segi“ hefur
mikið verið notað af frambjóðend-
um í byrjun setninga. Yfirleitt eft-
ir að hafa hakkað í sig allt hið
slæma sem pólitískir keppinautar
þeirra eiga að hafa gert – eða ekki
gert á kjörtímabilinu. Ég segi að
nú sé nóg komið af ég segi. Nú er
kominn tími til að slíðra sverð,
hlusta á skilaboð kjósenda og
vinna saman. Ég ætla að leyfa mér
að vera jákvæður á að það komi til
með að ganga bara nokkuð vel í
sveitarfélögum landsins.
Hollenski heimilislæknirinn
fyrrverandi Machtfeld Huber sem
var með mjög hugvekjandi innlegg
á afmælisráðstefnu VIRK fyrr í
vor er dæmi um hvað jákvæðni og
bjartsýni getur gert mikið fyrir
okkur. Hún ákvað fyrir nokkrum
árum að breyta heilbrigðiskerfinu
í Hollandi til hins betra og lagði af
stað, ein síns liðs, í þá vegferð.
Hún er langt frá því að vera ein í
þessu verkefni í dag og jákvæð
áhrif The Institute of Positive
Health stofnunarinnar, sem hún
leiðir, eru farin að greinast víða.
Skilgreining Huber á heilsu er
víðtækari en sú hefðbundna. Hún,
til dæmis, talar um að til þess að
einstaklingur upplifi sig heilbrigð-
an skipti hann máli að vera vel
tengdur félagslega. Finnast hann
skipta máli í sínu nánasta sam-
félagi og vera virkur þátttakandi í
því. Láta gott af sér leiða og fá
einhvers konar viðurkenningu fyr-
ir.
Ég er sammála þessu. Við vitum
öll hversu upplífgandi það er að fá
klapp á bakið fyrir það sem við
höfum gert vel. Og á sama hátt
hversu niðurdrepandi það er að
vera í samskiptum við fólk sem
lætur bara í sér heyra þegar eitt-
hvað hefur farið úrskeiðis.
Á sama hátt og ég segi að það sé
mikilvægt eftir kosningar að
kjörnir fulltrúar taki höndum sam-
an og vinni að því að efla samfélög
sín, segi ég líka (og svo lofa ég að
hætta að segja ég segi) að við hin
sem ekki erum kjörnir fulltrúar
leggjum okkur fram við það að
standa við bakið á kjörnu fulltrú-
unum. Fólkinu sem er tilbúið að
nota dýrmætan tíma sinn og orku í
að efla samfélagið okkar. Verum
dugleg að hrósa þeim fyrir það
sem vel er gert. Það kemur okkur
öllum til góða.
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
gudjon@njottuferdalagsins.is
Bjartsýni eftir kosningar
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi, sem heldur úti bloggsíð-
unni: njottuferdalagsins.is.
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
Ellen Elma Ástrós Eggerts-dóttir er 21 árs gömulNjarðvíkurmær. Húnólst upp á Suðurnesj-
unum þar sem hún stundaði nám við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ellen
tók tvö ár á náttúrufræðibraut og á
seinna árinu ákvað hún að taka valá-
fanga í textíl. Þar kviknaði áhugi
Ellenar á saumaskap.
„Ég fékk áhuga á saumaskap og
textíl í þessum áfanga og eftir það
varð ekki aftur snúið. Ég skráði mig
í nám hjá Tækniskólanum í Reykja-
vík því ég vissi strax að þetta væri
eitthvað sem ég vildi sérhæfa mig í.
Ég sé ekki eftir því, ég hef mjög
gaman af þessu námi.“
Ellen útskrifaðist sem fata-
tæknir frá Tækniskólanum í Reykja-
vík haustið 2016 og fór í nám í
klæðaskurði og kjólasaumi, nám
sem leiddi hana til Bretlands. Þar
hóf hún starfsnám hjá hinu þekkta
fatahönnunarfyrirtæki Todd Lynn,
sem heitir eftir stofnanda fyrirtæk-
isins, en honum er lýst sem best
geymda leyndarmáli rokksins, þar
sem fyrirtækið sérhæfir sig í að
hanna föt fyrir tónlistarfólk.
„Ég sótti um starf hjá Todd
Lynn sem hluta af mínu starfsnámi.
Ég fékk inn nánast um leið og ég
sótti um,“ segir Ellen.
En hvers vegna Todd Lynn?
„Mér leist í raun best á hann.
Hann hannar sínar eigin línur, auk
þess sem hann saumar bæði á þekkt
tónlistarfólk og hljómsveitir. Einnig
langaði mig að auka þekkingu mína í
þessu fagi og ég hef fengið alveg
ómetanlega starfsreynslu hjá Todd
Lynn, sem mun án efa nýtast mér
vel,“ svarar Ellen og ljóst er að hún
nýtur sín vel innan fyrirtækisins.
„Ég vinn mestmegnis við að búa
til snið fyrir fyrirtæki til þess að
fjöldaframleiða. Það er mikil vinna
sem felst í því, það getur tekið allt
upp í fimm skipti að ná sniðinu alveg
réttu. Allt sem við gerum er saumað
í léreft og síðan mátað á módelum
sem fyrirtækin hafa á sínum snær-
um. Við gerum svo allar þær breyt-
ingar sem þarf til þess að kúnninn sé
ánægður,“ segir Ellen.
Gæti ekki verið ánægðari
Auk þess að sníða réttu sniðin
fæst Ellen við ýmsa aðra hluti, svo
sem að stílisera og sauma á hljóm-
sveitir, og sérsauma á kúnna. En
hvernig skyldi henni líka lífið í Bret-
landi?
„Mér líður mjög vel í Bretlandi
og gæti í raun ekki verið ánægðari.
Hér er mikið af fatasöfnum, búðum
og fleira sem tengist minni iðngrein
sem ekki er til á Íslandi. Að vinna
hjá Todd Lynn hefur aflað mér
ómetanlegra sambanda og tengsl,
auk þess sem ég hef styrkt tengsl-
anetið á ýmsum sýningum og við-
burðum sem ég hef farið á sem
tengjast minni vinnu. Ég fór til
dæmis á sýningu í París í febrúar
þar sem sýndar voru allar tegundir
af efnum og fylgihlutum. Þar komu
líka saman allar helstu verksmiðjur
sem tengjast þessari iðngrein til að
sýna hvað þau hafa upp á að bjóða.“
Að sögn Ellenar sækja helstu
fatafyrirtæki heims þessa sýningu.
„Það er mikið verslað með efni og
fylgihluti og þarna kemst maður í
samband við eigendur fata- og efna-
verksmiðja. Sú reynsla og þau sam-
bönd sem maður stofnar til á þessari
sýningu geta reynst ómetanleg.“
Hvað skyldi svo vera á döfinni
hjá þessari metnaðarfullu konu?
„Starfsnáminu mínu lýkur í júní, þá
kem ég til Íslands aftur og klára
tvær lokaannir, auk tveggja sveins-
prófa í kjólasaumi og klæðskurði í
Tækniskólanum í Reykjavík.
Draumurinn er svo að geta stofnað
mitt eigið fyrirtæki,“ segir Ellen að
lokum.
Ljósmynd/Katrín Lilja
Saumaskapur Ellen líkar vel að vinna hjá Todd Lynn og hefur stofnað til mikilvægra tengsla í hönnunarheiminum.
Saumar föt á breskar rokkstjörnur
Ung íslensk kona stundar starfsnám hjá breska fata-
hönnunarfyrirtækinu Todd Lynn sem sérhæfir sig í
að hanna föt fyrir tónlistarfólk. Hana dreymir um að
stofna eigið fyrirtæki.
Mátun Ellen mátar kjól á gínu á saumastofu Todd Lynn í Bretlandi. Fatatæknir Ellen Elma Ástrós.
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi