Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 17

Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 17
Endurspeglar vilja og þarfir samfélagsins  Breytingar í Fjarðabyggð  Niðurstaða í endurtalningu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eskifjörður Mikil umsvif eru í Fjarðabyggð. atkvæði betur. Það varð til þess að umboðsmönnum allra framboðanna var í gær gefinn kostur á að skoða og telja kjörseðlana. Endurtalningin leiddi ekki til breytinga á bæj- arfulltrúum. Athugasemd var gerð við eitt atkvæði sem hafði verið greitt D-lista Sjálfstæðisflokksins og var það úrskurðað ógilt. helgi@mbl.is „Það er greinilegt að fólk vill breytingar. Við lögðum mikla vinnu í okkar stefnuskrá og höfðum samráð við íbúana. Hún endurspeglar vilja og þarfir samfélagsins,“ segir Eydís Ás- björnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, sem bætti við sig manni í kosningunum og er í lykilstöðu við myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Miðflokkurinn kom einnig manni að og féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fjarðalistinn getur myndað meirihluta með hverjum hinna flokkanna sem er. Viljum vanda okkur Fjarðalistinn er listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Hann var stofnaður fyrir tuttugu árum og er því eldri en bæði Samfylkingin og VG. Listinn var um tíma við stjórn sveitarfélagsins en hefur nú verið í minnihluta í átta ár. Eydís segir að forystumenn allra hinna flokkanna hafi haft samband í gær. Erfitt var að vinna í málum þar sem mjótt var á munum í kosningunum og þurfti að telja atkvæði að nýju. „Við gengum óbundin til kosninga og erum að fara yfir okkar mál í Fjarðalistanum. Við viljum vanda okkur. Það fer eftir stefnunni með hverjum við viljum vinna,“ segir Eydís. Féll á örfáum atkvæðum Meirihlutinn féll á örfáum atkvæðum. Þegar atkvæði á bak við fjórða mann Fjarðalistans og þriðja mann Sjálfstæð- isflokksins voru reiknuð kom í ljós að sá fyrrnefndi hafði einu 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Sólin skein á Akureyri á kjördag og fulltrúar tveggja framboða voru líka litríkir; klæddu sig í stíl við liti flokkanna; L-listamenn skrýddust appelsínugulu, sjálfstæðismenn bláu. L-listafólkið er, frá vinstri: Þorsteinn Hlynur Jónsson, Maron Pétursson, Sæbjörg S. Kristinsdóttir, Guðmundur Óli Hilmisson og Ró- bert Freyr Jónsson. Límdir á rúðurnar eru Þorgeir Rúnar Finnsson sem var í 4. sæti og Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipaði 5. sætið. Kristján Þór Júlíusson ráðherra heilsaði upp á Gunnar Gíslason, oddvita sjálfstæðismanna, og Þórhall Jónsson sem var í 3. sæti og er nýr bæjarfulltrúi. Lengst til hægri bíða þrjú efstu á lista Pírata eftir fyrstu tölum; frá vinstri: Halldór Arason, Hans Jónsson og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Litríkur kjördagur á Akureyri Oddvitar fjögurra flokka í bæjar- stjórn Árborgar, allra annarra en Sjálfstæðisflokksins, hafa ákveðið að hefja við- ræður um mynd- un nýs meiri- hluta. Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins féll í kosningunum en flokkurinn hefur haft hreinan meirihluta þar í tvö kjörtímabil. „Við erum bara búin að ákveða að ræða saman og ætlum að láta reyna á hvort við getum myndað fjögurra flokka meiri- hluta,“ segir Eggert Valur Guð- mundsson, oddviti Samfylking- arinnar. Auk Samfylkingarinnar, sem hefur tvo fulltrúa, taka þátt fulltrúar Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Áfram Árborg sem eiga einn fulltrúa hvert fram- boð. Eggert reiknaði í gærdag með því að oddvitarnir myndu funda með sínu baklandi í gærkvöldi og hefja viðræður í kvöld. Vonast hann til að niðurstaða fáist í þess- ari viku, hvort af þessu geti orðið. Einhver áherslumunur Hann segir að einhver áherslu- munur sé á milli framboðanna en forystumennirnir þekkist vel og reyni að vinna vel úr málum. Frá- veitumálin voru kosningamál í Ár- borg og skipulag nýs miðbæjar. Í báðum þessum málum eru áherslur mismunandi. Eggert Val- ur bendir á að á síðasta fundi frá- farandi bæjarstjórnar hafi verið ákveðið að efna til atkvæða- greiðslu meðal íbúa um miðbæinn. Því ætti ekki að brjóta á því máli í meirihlutaviðræðum heldur verði að vinna út frá niðurstöðum at- kvæðagreiðslunnar, þegar þær liggja fyrir. Öll framboðin vilja auglýsa eftir bæjarstjóra. helgi@mbl.is Fjórir flokkar í viðræður í Árborg  Auglýst eftir nýjum bæjarstjóra Eggert Valur Guðmundsson „Við komum inn með alveg nýjan hóp, unga og hæfi- leikaríka einstaklinga úr öllum áttum. Við smullum vel saman og það fór vel í fólk,“ segir Gestur Þór Krist- jánsson, húsasmíðameistari í Þorlákshöfn, oddviti Sjálfstæðisflokksins sem vann hreinan meirihluta í Sveitarfélaginu Ölfusi. Það gerðist þó að öll hin fram- boðin sameinuðust, meðal annars Listi framfarasinna sem hafði hreinan meirihluta. „Við lögðum upp með það að gera stjórnsýsluna gagnsærri. Setja innkaupareglur og bjóða öll verk út,“ segir Gestur og bætir við: „Svo höldum við áfram með gott sveitarfélag.“ Auglýst verður eftir bæjarstjóra. Höldum áfram með gott sveitarfélag Gestur Þór Kristjánsson „Okkur hefur ekki þótt það gott að hafa pólitískan bæj- arstjóra. Viljum auglýsa eftir ópólitískum bæjarstjóra,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Framsókn bætti við sig manni og felldi meirihluta Ísafjarðarlist- ans. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Ísafjarðarlistinn buðu fram bæjarstjóraefni, Ísafjarðarlistinn Gísla Hall- dór Halldórsson bæjarstjóra og Sjálfstæðisflokkurinn Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóra. Marzellíus sagði það ráðast af viðhorfi hinna flokkanna til kröfu framsóknarmanna um ópólitískan bæjarstjóra hvaða stefnu þeir taki í meirihlutaviðræðum. Krafa um ópólitískan bæjarstjóra Marzellíus Sveinbjörnsson Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG hófu í gær við- ræður um myndun nýs meirihluta í Borgarbyggð. „Viðræðurnar ganga vel. Við eigum eftir að hnýta nokkra hnúta og við höldum áfram á morgun [í dag],“ sagði Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, í gær. Framsóknarflokkur og VG unnu á í kosningunum, bættu við sig einum manni hvort fram- boð á kostnað Sjálfstæðisflokksins og Samfylking- arinnar. Framsóknarflokkurinn er nú stærsti flokk- urinn, með fjóra fulltrúa. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í meirihlutasamstarfi. helgi@mbl.is Þrír flokkar ræða saman í Borgarbyggð Lilja Björg Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.