Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is löndin að auka viðskipti og vöxt kín- verskra fyrirtækja á alþjóðamörkuð- um með því að reyna að skapa ný samstarfstækifæri við erlend fyrir- tæki.“ Andri telur að það sé eftir miklu að slægjast fyrir íslensk fyrirtæki á þinginu enda séu mörg kínversk tæknifyrirtæki leiðandi á sínu sviði og áhugasöm um ýmiss konar sam- starf við íslensku fyrirtækin. Að auki hafi þau áhuga á að skoða fjárfest- ingar í fyrirtækjum og verkefnum utan Kína. „Ef eitthvað er þá ætti ávinningurinn að vera meiri fyrir okkur en fyrir Kínverjana enda rannsóknar-, þróunar- og fram- leiðslugeta þeirra mikil – að ekki sé talað um hvað kínverski markaður- inn er margfalt stærri en sá ís- lenski.“ Kallar á þolinmæði og úthald Andri bendir á að Íslenskt at- vinnulíf sé þegar búið að ná fótfestu í Kína. „Í samstarfi við viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins höfum við boðið upp á öfluga viðskiptaþjón- ustu í sendiráði Íslands í Peking þar sem við höfum m.a. haft vel tengdan viðskiptafulltrúa á staðnum í hálfan annan áratug og eru núna ófá íslensk fyrirtæki með starfsstöðvar í Kína. Þrátt fyrir að fríverslunarsamningur sé í gildi á milli landanna hafa fyr- irtæki rekið sig á ýmsar viðskipta- legar hindranir, en nú virðast Kín- verjarnir vera að breiða út faðminn sem fyllir mann bjartsýni um fram- haldið.“ Íslenskir athafnamenn virðast líka hafa lært betur á Kína. „Þann tíma sem ég hef starfað hjá Íslandsstofu hef ég orðið talsvert var við að fyr- irtæki líti á útflutning sem sprett- hlaup og oft að þau vilja komast helst til hratt inn á erlenda markaði. Þró- unin hefur sem betur fer verið í þá átt að í dag held ég að fólk sé farið að skilja það betur að það að markaðs- setja inn á svæði eins og Kína er langhlaup. Kínverjar leggja mikla áherslu á persónuleg tengsl við þá sem þeir gera viðskipti við og að byggja upp traust á milli aðila. Tæki- færin eru til staðar en til að menn geti nýtt sér þau þarf bæði fjárhags- leg bolmagn, þolinmæði og úthald.“ Þarf alltaf að sýna aðgát En þurfa ekki íslensk fyrirtæki að gæta sín á kínverska tæknigeiranum sem hefur á sér það orðspor að brjóta ítrekað á hugverkarétti vest- rænna tæknifyrirtækja? „Ég held að það skipti ekki máli hvaða land á í hlut hverju sinni, íslensk fyrirtæki eiga alltaf að vera með allt sitt á hreinu og ekki fara með vörur sínar inn á nýja markaði nema hafa fyrst tryggt að hugverk þeirra séu nægi- lega vel varin,“ segir Andri og bætir við að skemmst sé að minnast þess að nýlega vann svefnrannsóknafyr- irtækið Nox Medical mál gegn bandarísku tæknifyrirtæki sem hafði með bíræfni brotið gegn hug- verkarétti íslenska fyrirtækisins. „Sem betur fer voru menn með sitt á hreinu og öll leyfi og réttindi til stað- ar því annars hefði getað farið illa. Við eigum að draga lærdóm af þessu og leita ráða áður en við festum okk- ur í einhverjum samningum sem geta verið okkur óhagstæðir þegar á heildina er litið.“ Drekinn breiðir út faðminn  Fjölmennur hópur er kominn hingað til lands til að greiða fyrir samstarfi íslenskra og kínverskra fyrirtækja  Gætu verið áhugasöm um að fjárfesta AFP Afköst Starfsmaður fylgist með sólarselluframleiðslu í kínverskri verk- smiðju. Framleiðslugeta Kínverja gæti nýst íslenskum fyrirtækjum vel. Í tilkynningu sem Eimskip sendi fjölmiðlum á laugardagskvöld seg- ir að embætti héraðssaksóknara hafi afhent félaginu rannsókn- argögn vegna meints samráðs og að með þeim hafi loks fengist upp- lýsingar um meginsakarefni kæru Samkeppniseftirlitsins til héraðs- saksóknara árið 2013 vegna gruns um brot á samkeppnislögum. „Allt frá því að Samkeppniseft- irlitið synjaði Eimskip um aðgang að gögnum málsins 13. september 2013, eða fyrir tæpum 5 árum, hef- ur félagið leitað eftir því að fá haldbærar upplýsingar um grund- völl þess,“ segir í tilkynningunni en í kærugögnunum kemur m.a. fram að Samkeppniseftirlitið telji Eimskip og Samskip hafa stundað samráð þar sem þau skiptu við- skiptavinum á milli sín og tak- mörkuðu flutningaframboð. Einnig hafi verið vísbendingar um beint verðsamráð og ólögmæta upplýs- ingagjöf á milli fyrirtækjanna, og til rannsóknar hvort tilteknir stjórnendur hafi framkvæmt eða hvatt til ætlaðs samráðs. „Félaginu hefur ekki borist andmælaskjal frá Samkeppniseft- irlitinu vegna málsins sem bendir til þess að málið sé enn ekki full- rannsakað hjá Samkeppniseftirlit- inu. Samkvæmt yfirlýsingum hér- aðssaksóknara er verið að vinna í málinu og síðan verði að koma í ljós hvað komi út úr því,“ segir í tilkynningunni. „Félagið fagnar því að sakborningar hafi fengið gögn og að loksins sé sakarefnið varðandi 10. gr. samkeppnislaga komið fram. Enginn starfsmaður félagsins hefur verið ákærður.“ ai@mbl.is Eimskip fær gögn vegna rannsóknar Christine Lagarde, stjórnandi AGS, sagði á fundi um helgina að „dekkstu skýin“ út við sjóndeild- arhring efnahagslífsins væru „sá staðfasti ásetn- ingur sumra aðila að skekja það kerfi sem hefur tekist að skapa í kringum viðskipti, og sem við höf- um öll tekið þátt í og notið góðs af í marga ára- tugi“. Hún varaði við hættunni af viðskiptastríði og sagði verndarstefnu vera úrræði sem skemmir fyrir þeim þjóðum sem til þess grípa. Fundurinn fór fram í Sankti Pétursborg í Rúss- landi á föstudag og lét Lagarde ummælin falla í pallborðsumræðum með þjóðarleiðtogum á borð við Vladimír Pútín, Shinzo Abe og Emmanuel Macron. „Góðu fréttirnar eru þær að í dag skín sólin skært á alþjóðahagkerfið. Við fórum í gegnum erf- iðan áratug en búum núna við hagkerfi sem vegn- ar vel,“ sagði hún jafnframt. Að sögn Bloomberg tilgreindi Lagarde einnig mikla skuldsetningu ríkja og atvinnulífs sem áhyggjuefni, og að herðing peningastefnu – sér í lagi í Bandaríkjunum – væri farin að þrengja að fjármálaumhverfi nýmarkaðslanda. ai@mbl.is Lagarde varar við verndarstefnu AFP Áhrif Vel fór á með þeim Vladimír Pútín og Christine Lagarde á fundinum í Rússlandi. Recep Tayyp Erdogan Tyrklands- forseti hvatti samlanda sína á laug- ardag til að skipta því sparifé sem þeir eiga í dölum og evrum yfir í tyrkneskar lírur til að styrkja gjald- miðilinn. Erdogan ávarpaði stuðningsmenn sína á fundi í borginni Erzurum í austurhluta Anatolíu þar sem hann sagði: „Bræður mínir, sem eigið dali og evrur undir koddanum; farið og skiptið þeim fyrir lírur. Saman mun- um við vinna þessa rimmu.“ Boðað hefur verið til þing- og for- setakosninga í Tyrklandi þann 24. júní næstkomandi. Líran lækkaði skarplega í síðustu viku og hefur, að sögn Reuters, veikst um hér um bil 20% gagnvart bandaríkjadal það sem af er þessu ári. Líran hefur verið á niðurleið jafnt og þétt undanfarinn áratug og er í dag rösklega 70% verðminni gagnvart körfu helstu gjaldmiðla en hún var fyrir áratug. Veiking lírunnar síðustu misseri hefur einkum verið rakin til þeirrar stefnu Erdogans að halda stýrivöxt- um lágum til að örva hagkerfið, og sér í lagi til að fjármagna umfangs- miklar byggingarframkvæmdir af ýmsum toga. ai@mbl.is Erdogan biður Tyrki um að kaupa lírur AFP Vandi Erdogan undirbýr kosningar. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Risastór sendinefnd kínverskra tæknifyrirtækja er komin til Íslands og efnir í dag til kínversk-íslensks hátækni- og nýsköpunarþings á Hil- ton Reykjavik Nordica. „Á við- burðinn koma fulltrúar frá um það bil sjötíu kín- verskum fyrir- tækjum og er þetta stærsti við- burðurinn af þessu tagi sem við höfum átt þátt í að skipu- leggja,“ segir Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Að sögn Andra er Ísland fyrsti viðkomustaður Kínverjanna á ferð þeirra um Norðurlöndin og tilgang- urinn með viðburðinum að efla og styrkja viðskiptaleg tengsl á milli ís- lenskra og kínverskra fyrirtækja. Ráðstefnan, sem hefst kl. 9.30, er öllum opin og segir Andri von á átta- tíu fulltrúum frá íslenskum fyrir- tækjum og stofnunum á viðburðinn. „Sendinefndin kemur hingað undir merkjum China Hi-Tech Fair sem er mjög stór og öflugur hátæknivið- burður sem haldinn er í nóvember og hefur stuðning tíu kínverskra ráðuneyta, sem sýnir hversu mik- ilvægur viðburðurinn er í augum Kínverjanna. Þeir líta á Norður- löndin sem eitt markaðssvæði og er markmið ferða þeirra um Norður- Andri Marteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.