Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 20

Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Segja má aðmeirihlut-inn í höf- uðborginni hafi verið fallinn áður en kosið var, þar sem Björt framtíð var ekki lengur í kjöri en sá flokkur hafði fært meirihlutanum 15,6% eftir kosningarnar 2014. Hinir flokkarnir þrír í vinstri meirihlutanum, Sam- fylking, Vinstri grænir og Pír- atar, voru fyrir fjórum árum með samtals með 46,1% fylgi. En meirihlutinn féll ekki að- eins vegna þess að Björt framtíð bauð ekki fram. Hann féll líka vegna þess að vinstri- flokkarnir þrír sem buðu fram misstu verulegt fylgi. Þeir eru nú samanlagt með 38,2% at- kvæðanna, sem er fylgistap upp á nær átta prósentustig og það þrátt fyrir að þessir flokkar hefðu við eðlilegar kringumstæður átt að geta náð til sín að minnsta kosti hluta af fylgi Bjartrar fram- tíðar frá kosningunum fyrir fjórum árum. Meirihlutinn er þess vegna ekki bara fallinn, hann er hruninn með brauki og bramli. Oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, orðaði þetta ágætlega á kosn- inganótt þegar hún sagði: „Vinstrið er að fá rassskell- ingu.“ Og það er ekki bara „vinstrið“ í heild sinni sem „er að fá rassskellingu“. Það er líka borgarstjórinn sjálfur sem verið er að hafna með óvenjulega afgerandi hætti. Dagur B. Eggertsson er eini frambjóðandi Samfylking- arinnar sem sýndur var vik- urnar fyrir kosningar. Sam- fylkingin birti andlitið á honum alls staðar sem hægt var, jafnvel víðar, eins og sýndi sig í Hlíðunum. Og sam- starfsflokkarnir tveir, Píratar og VG, sýndu honum óvenju- lega þolinmæði þegar áróð- ursdeild borgarinnar lagðist á sveifina með Samfylkingunni. Augljóst var að þeim flokkum var ekki á móti skapi að hann væri kynntur sem borgar- stjóraefni áframhaldandi vinstri meirihluta. En borg- arstjóraefninu var hafnað og fékk þrátt fyrir allt þetta mun minna fylgi en oddviti Sjálf- stæðisflokksins. Hvað er eðlilegt að gerist þegar meirihluta og borgar- stjóra er hafnað með svo af- gerandi hætti í kosningum? Hver eru eðlileg viðbrögð við slíkri niðurstöðu? Sá sem enn vermir stól borgarstjóra virð- ist telja sjálfsagt að einn til tveir af nýju flokkunum taki að sér hlutverk hækjunnar, tryggi framhald óvinsællar stefnu hins fallna meiri- hluta, leyfi honum að haltra áfram og komi þannig í veg fyrir þær breytingar sem borgarbúar hafa nú kallað eftir. Það væri sérkennilegt metnaðarleysi nýrra fram- boða að taka þátt í slíku og ekki síður furðuleg framkoma gagnvart kjósendum sem ber- sýnilega vilja breytingar. Annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu var niðurstaða kosninganna einnig athygl- isverð þegar horft er á stjórn- málin eftir hægri-vinstri ásn- um. Á Seltjarnarnesi bæta hægrimenn talsvert við fylgi sitt vegna nýs framboðs þó að Sjálfstæðisflokkurinn tapi nokkrum prósentustigum. Hann fær slæma kosningu miðað við það sem hann er vanur á Nesinu, en heldur þó meirihlutanum og Samfylk- ingin tapar fylgi. Í Hafnarfirði heldur Sjálf- stæðisflokkur óbreyttum full- trúafjölda þrátt fyrir að missa lítillega af fylgi, en Samfylk- ing tapar manni og Vinstri græn missa mikið fylgi og tapa sínum manni. Í Hafn- arfirði má því segja að eftir séu aðeins tveir fulltrúar vinstriflokkanna af ellefu bæj- arfulltrúum. Í Kópavogi heldur meiri- hlutinn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, sem heldur sínum fulltrúafjölda þrátt fyrir að tapa lítillega fylgi. Píratar vinna mann af VG, sem tapar sínum eina manni, og fylgi Samfylkingar er óbreytt. Í Mosfellsbæ tapar Sjálf- stæðisflokkur töluverðu fylgi en fær þó 39% og 4 menn af 9 manna bæjarstjórn. Tapið virðist færast yfir á Miðflokk- inn, þar sem fyrrverandi sjálf- stæðismaður er í fyrsta sæti og nær kjöri. Samfylking og Vinstri græn tapa hlutfalls- lega mun meira fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn og missa mann, fara samtals úr 3 í 2. Í Garðabæ bætir Sjálfstæð- isflokkurinn við fylgi sitt og fær 62% og 8 menn af 11 manna bæjarstjórn. Úti um landið er myndin ekki eins skýr vegna fjöl- breyttari framboða. Engu að síður er ljóst að það er mikið til í því, líka á landsvísu, að flokkar vinstra megin við miðju hafi fengið skell. Það er svo annað mál hvernig þeim og öðrum tekst að vinna úr stöðunni. Það mun skýrast á næstu dögum. Greining oddvita VG á stöðu vinstriflokk- anna er hárrétt} Vinstri skellur T akk fyrir lýðræðið. Takk fyrir fram- boðin. Takk fyrir umræðuna. Takk fyrir hugrekkið. Takk öll fyrir að taka þátt. Frambjóðendur, sjálf- boðaliðar, starfsfólk, fjölmiðlar og kjósendur. Lýðræðið er nefnilega ekkert sjálf- sagt. Það er mjög stutt síðan kosningaréttur var miklu takmarkaðri eða jafnvel ekki einu sinni til. Konur gátu ekki kosið. Verkafólk gat ekki kosið. Eignalausir gátu ekki kosið. Það er í raun rosalega stutt síðan almenna viðhorfið var að flestir skiptu ekki máli þegar átti að taka ákvarðanir um þróun og uppbyggingu sam- félagsins. Fáir fengu að ráða öllu og beittu því valdi óspart í eigin þágu. Sú ósanngirni varð til þess að fleiri kröfðust þess að fá kosningarétt, til þess að geta líka fengið að taka ákvarðanir í eigin þágu. Hugsjónin var að lítill minnihluti eignamanna eða annarra forréttindahópa gæti ekki ráðið öllu, sér í hag, þegar allir væru með rétt til þess að kjósa. Hinn stóri meirihluti verkafólks, kvenna og annarra gæti loksins velt af sér ofríki valdastéttanna. Tókst það? Í grein árið 2016 rifjar Bryndís Schram upp gamalt útvarpsviðtal um fólk sem hafði verið svipt kosn- ingaréttinum vegna þess að það þáði styrk frá bænum. Al- þýðuflokkurinn náði í gegn lagabreytingu á Alþingi sem íhaldið barðist hart gegn, að þetta fólk fengi kosningarétt á ný. Kosningarétt sem það nýtti sér til þess að kjósa íhaldið. Mannlegt eðli er nefnilega mjög merkilegt fyrirbæri. Það er miklu styttra í grunnhvatir okkar en við gerum okkur grein fyrir. Svöng manneskja hagar sér allt öðruvísi en södd. Prófaðu bara að fara svangur í matvörubúð að versla, þú ferð út með allt aðrar vörur en þegar þú ert ekki svangur. Það er mjög auðvelt að höfða til hins djúpa mannlega eðlis, til dæmis með því að höfða til tilfinninga fólks, fegurðarskyns, hræðslu og svipaðra grunnhvata. Í rökræðum er stundum nóg að einn sé djúpraddaður og öruggur á meðan annar er óöruggur og hik- andi. Það skiptir engu máli þótt sá óöruggi hafi rétt fyrir sér ef hinn spúir vitleysu sinni út úr sér umkringdur staðfestu og öryggi með sinni styrku röddu. Þeir sem vita ekki betur, eðli- lega örugglega af því að við erum sjaldnast sérfræðingar í öllu, túlka slíkt öryggi sjálf- krafa sem sannleika. Það getur meira að segja verið að báðir hafi rangt fyrir sér. Lýðræðið er samt frábært. Möguleikinn til þess að taka þátt er miklu merkilegri en möguleikinn til að spilla því með því að spila á grunnhvatir mannsins. Við Píratar berj- umst gegn því sjónarspili sem ýmsir aðrir nota. Við krefj- umst gagnsæis og bendum á lygarnar. Íhaldinu svíður gagnsæisljósið og reynir að láta sem flesta fá sólgleraugu til þess að skýla sér fyrir sannleikanum en dropinn holar steininn og Píratar eru nú sterkari en nokkru sinni fyrr. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Takk fyrir lýðræðið Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Brýnt að útrýma einbreiðum brúm BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Alls eru 1.182 brýr á þjóð-vegakerfinu í dag. Þar aferu 894 brýr á stofn- ogtengivegum, sem skiptast í 400 einbreiðar og 494 tvíbreiðar. Alls eru einbreiðar brýr á stofnveg- um 182 talsins og 218 einbreiðar brýr eru á tengivegum. Á hringveginum, nr. 1, eru enn 39 einbreiðar brýr, en þær voru 132 árið 1991. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hönnunardeildar Vegagerðarinar, í nýlegum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Þar segir Guð- mundur ennfremur að það sé eitt af skilgreindum markmiðum sam- gönguáætlunar að útrýma ein- breiðum brúm á þjóðvegum sem hafi meiri umferð en 200 ökutæki á sólar- hring. Bendir Guðmundur á að mið- að við þann mælikvarða hafi ein- breiðum brúm fjölgað vegna mikillar umferðaraukningar frá árinu 2012. 19 eftir frá Klaustri að Höfn Sem kunnugt er hefur fjölgun ferðamanna valdið aukinni umferð og auknu álagi á vegakerfið. Þar með hefur slysahætta aukist en nokkur alvarleg umferðarslys hafa orðið við einbreiðar brýr á undanförnum ár- um. Flestar einbreiðar brýr á hring- veginum eru frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn, eða 19 talsins, og frá Höfn til Reyðarfjarðar eru 17 slíkar brýr. Á árunum 2000-2017 urðu 18 al- varleg slys og 8 banaslys við einbreiðar brýr hér á landi. Af þess- um 26 slysastöðum hafa sjö brýr ver- ið breikkaðar, endurbyggðar eða settar í ræsi, að því er fram kemur í grein Guðmundar. Meðal banaslysa á þessu tíma- bili má nefna við Hólá í Öræfum, árið 2015. Þar rákust saman tveir bílar á brúnni og annar ökumannanna lést. Í kjölfar slyssins beindi Rannsóknar- nefnd samgönguslysa þeirri tillögu til innanríkisráðherra að hann beitti sér sérstaklega fyrir því að nægu fé yrði varið til þess að ná markmiðum samgönguáætlunar. „Einbreiðar brýr skapa ávallt hættu, sérstaklega á vegum þar sem hraði er mikill. Einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins hefur fækkað verulega á undanförnum áratugum en því miður eru nú alls 698 ein- breiðar brýr lengri en 4 metrar á þjóðvegum landsins. Þar af eru nokkrir tugir á hringveginum og er meðalaldur þeirra um 50 ár. Í sam- gönguáætlun 2011-2022 er sett það markmið að útrýma einbreiðum brúm á vegum með meðaltalsumferð á dag yfir 200,“ sagði m.a. í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Stjórnvöld brugðust við og sam- þykkti Alþingi að veita 1,6 milljarða króna árin 2017 og 2018 í að breikka brýr. Núna eru í byggingu þrjár brýr sem opnaðar verða fyrir umferð á þessu ári, þ.e. á Hólá og Stígá í Öræf- um og brú í Berufjarðarbotni sem mun leysa af núverandi brú. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist við nýja brú á Kvíá í Öræfum í haust. Nokkrar aðrar brýr eru á hönnunarstigi og reiknar Vegagerð- in með að í árslok 2019 hafi ein- breiðum brúm fækkað um sex, fari úr 39 niður í 33 á hringveginum. Aukið fjármagn Guðmundur segir við Morgun- blaðið að umferðin hafi vissulega tek- ið stökk síðustu árin en ekki megi gleyma því að verulega hafi áunnist á sl. 20 árum að fækka einbreiðum brúm. „Það er aukið fjármagn nú fyrir 2018 frá fyrri árum og væntingar eru um að það haldi áfram næstu ár. Við höfum hins vegar ekki verið að fá mörg tilboð frá verktökum í þær brýr sem hafa verið boðnar út síð- ustu misserin. Þetta er tiltölulega sérhæfður flokkur verkefna sem krefst sérhæfðs mannskapar og oft eru brýrnar langt frá byggð. Það getur fælt frá,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Brýr Áformað er að reisa nýja brú yfir Hornafjarðarfljót og mun hún leysa þá gömlu af hólmi. Flestar eru þær einbreiðu frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn. 1.182 brýr eru í þjóðvegakerfinu, þar af 182 einbreiðar á stofnvegum og 218 á tengivegum landsins. 39 einbreiðar brýr af 226 brúm á hringveginum 132 einbreiðar brýr voru á hringveginum árið 1991. 26 alvarleg slys og banaslys urðu við einbreiðar brýr árin 2000-2017. 19 einbreiðar brýr eru frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn í Hornafirði. ‹ EINBREIÐAR BRÝR › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.