Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Laugardalshöll Talning atkvæða í kosningunum í Reykjavík á laugardag fór fram í Höllinni, þar sem mörg úrslit hafa litið dagsins ljós, en andrúmsloftið var öðruvísi en á kappleikjum. Árni Sæberg Nú grænkar óðum og margir taka sér tíma til útivistar og endurnýjaðra kynna við landið okkar. Það leiðir hugann að ástandi þess, gróðurs og jarðvegs sem og auðna hálendisins. Í Ís- lendingabók sinni frá um 1120 rifjar Ari fróði upp gömul minni um ásýnd þess við landnám með orð- unum „Í þann tíð var Ísland viði vax- ið á milli fjalls og fjöru.“ Þessi knappa en sannferðuga lýsing varð mörgum umhugsunarefni og brýn- ing á 19. öld og leiddi m.a. til fyrstu lagasetningar um skógrækt og varn- ir gegn uppblæstri upp úr aldamót- unum 1900. Með henni var brugðist við neyðarástandi á stórum svæðum vegna uppblásturs og til að bjarga örfáum skógarleifum, fyrst af öllu á Hallormsstað og á Vöglum. Við bú- um nú að aldarlangri reynslu á sviði landgræðslu og skógræktar þar sem margt jákvætt hefur verið unnið og aflað hefur verið margháttaðrar þekkingar á sviði gróðurs og jarð- vegs, síðast með lúkningu vistgerð- arkorta á vegum Náttúrufræðistofn- unar. Samt vantar enn mikið upp á að í löggjöf og fram- kvæmd birtist okkur heildstæð sýn um landsauðlindirnar og æskilega meðferð þeirra. Ýmist í ökkla eða eyra Ekki tjóar að fárast yfir áníðslu kynslóða fyrri alda í tíð sjálfs- þurftarbúskapar. Seinni hluti síðustu ald- ar endurspeglar hins vegar öfgakenndar sveiflur í um- gengni við landið. Þá meira en tvö- faldaðist sauðfjár- og hrossafjöldi á fáeinum áratugum og votlendi var rist sundur með skurðum. Þar við bættust virkjunaráform með miðl- unarlónum á helstu gróðurvinjum hálendisins. Þótt þessi skelfilega umgengni við landið hafi að nokkru gengið til baka vantar mikið á að sjálfbær landnotkun sé orðin leið- arljós. Ofbeit sauðfjár á sér áfram stað víða og hrossaeign með um 70 þúsund hesta er langt yfir skyn- samlegum mörkum. Þótt skurð- gröftur á nýjum votlendissvæðum hafi að mestu stöðvast er langt í að teljandi endurheimt votlendis gangi eftir. Landgræðsla er enn stunduð með ágengri tegund eins og lúpínu og engin trúverðug áform eru uppi um að stöðva útbreiðslu hennar. Plöntun barrtrjáa í birkiskóglendi heyrir víðast sögunni til en und- irbúningur og eftirlit með svonefndri bændaskógrækt er allsendis ófull- nægjandi og markmiðin óskýr. Þótt loks sé að rofa til um lagaramma fyr- ir skipulagsákvarðanir sem snúa að landnotkun þarf stórátak að koma til í samstarfi sveitarfélaga og Skipu- lagsstofnunar til að viðunandi grunnur sé lagður fyrir ákvarðanir um ráðstöfun lands og nýtingu þess. Við þetta bætist nú hömlulaus fjölg- un ferðamanna til landsins með til- heyrandi átroðningi sem ógnar um- hverfi eftirsóttra náttúrusvæða. Löggjafi og stjórnsýsla þurfa að vakna Þekking á náttúru landsins hefur vaxið hröðum skrefum fyrir til- stuðlan vísindamanna og sérfræð- inga á mörgum stofnunum og mögu- leikar á yfirsýn hafa vaxið hröðum skrefum, m.a. með fjarkönnun. Hins vegar skortir mjög á úrvinnslu á nið- urstöðum, samræmingu í löggjöf og eftirfylgni um aðhald og skipulags- ákvarðanir. Á þetta hefur verið bent í áliti margra nefnda og starfshópa sem falið hefur verið að greina stöð- una í þessum efnum hin síðustu ár. Dæmi um slíkt er ágætt álit starfs- hóps ráðuneyta um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu sem skilaði af sér í janúar 2013 og benti á marga veikleika í stjórnkerfi og fram- kvæmd og leiðir til úrbóta. Meðal þess sem þar var lagt til er að byggt verði upp símatskerfi til vöktunar á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda til stjórnar á nýtingu, að unnið verði svæðisbundið að beitarstjórnun og skipulagi landnotkunar og að hafin verði vinna að leiðbeinandi ramma- áætlun um slíkt skipulag. Bent er á að ástand og afköst vistkerfa lands- ins séu almennt miklu lakari en þau gætu verið. – Ísland hefur frá árinu 1994 verið aðili að Ríó-samningnum um líffræðilega fjölbreytni sem hef- ur að geyma fjölmörg leiðbeinandi ákvæði. Þeim hefur hins vegar lítið verið sinnt hérlendis, þar á meðal um nýtingu og dreifingu innfluttra tegunda, að ekki sé talað um vöktun og viðbrögð gagnvart ágengum teg- undum eins og lúpínu. Heildstæða löggjöf þarf um gróður og jarðveg Það segir sína sögu um tregðu og hindranir í íslensku stjórnkerfi að engin heildstæð og samræmd lög- gjöf er til staðar um gróður- og jarð- vegsauðlindina. Lögin um skógrækt hafa að mestu staðið óbreytt frá árinu 1955 og lögin um landgræðslu eru að stofni til frá 1965. Miklu skiptir að sett verði ný löggjöf varð- andi meðferð og umgengni við landið og að hún sé heildstæð og innbyrðis í rökrænu samhengi. Yfirskrift henn- ar gæti verið lög um gróður- og jarð- vegsvernd og hún þarf að endur- spegla í senn alþjóðlega þekkingu og sáttmála sem og skýr ákvæði um einstök efnissvið. Miklu skiptir að einnig séu ljós fyrirmæli um farvegi einstakra efnisþátta innan stjórn- sýslunnar, jafnt hjá ríki og sveitar- stjórnum og stofnunum á þeirra vegum. Taka þarf jafnframt mið af alþjóðlegum skuldbindingum og lík- legum umhverfisbreytingum, ekki síst á sviði loftslagsmála. Veruleg hækkun meðalhita sem spáð er á norðlægum slóðum mun væntanlega bæta vaxtarskilyrði innlends gróð- urs, þar á meðal birkisins, þ.e. þess „viðar“ sem klæddi Ísland í önd- verðu. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það segir sína sögu um tregðu og hindr- anir í íslensku stjórn- kerfi að engin heildstæð og samræmd löggjöf er til staðar um gróður- og jarðvegsauðlindina. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Heildstæða stefnu og löggjöf vantar um gróður- og jarðvegsauðlindina Þann 14. maí síðast- liðinn voru 70 ár liðin frá stofnun Ísraelsríkis hins nýja. Af því tilefni hef ég tekið saman greinar um sögu og þró- un mála í Ísrael og Pal- estínu frá 1948, til að varpa ljósi á atburði líð- andi stundar. Munu þessar greinar birtast hér í Morgunblaðinu á næstunni. Stofnun Það fór ekki mikið fyrir hátíðahöld- um þennan dag fyrir 70 árum þegar Ísraelsríki varð til. Athöfnin þegar sjálfstæðisyfirlýsingin var lesin fór fram í miklum flýti og henni hafði verið haldið kirfilega leyndri enda ástandið óöruggt þá sem endranær. Þeir sem að henni stóðu töldu að Tel Aviv-safnið á Rothschild-götu í Tel Aviv, væri nokkuð öruggur staður, en það var þá mollulegur staður í mið- borginni. Boð um að taka þátt í at- höfninni voru send samdægurs og stólar voru fengnir að láni frá nálægum kaffi- húsum. Fátæklegu ræðupúlti var komið fyrir framan stólana og á bak við það hengdu menn upp mynd af upp- hafsmanni síonismans, Austurríkismanninum Theodor Herzl. En það var hann sem fyrstur hafði sett fram hug- myndina um ríki fyrir gyðinga. Fyrir framan safnið safnaðist saman hópur fólks. Það hafði frést að eitt- hvað stæði til. Einhver tengdi hátal- arakerfi við púltið. Og svo kom virðu- leg limúsína akandi upp að hótelinu. Út úr henni steig leiðtogi síonista, David Ben- Gurion, og gekk hröðum skrefum upp að púltinu. Á slaginu kl. 16 sló Ben-Gurion fundarhamri í borð við hliðina á púlt- inu og stakk upp á því að sunginn yrði sálmurinn Hatikvah, sem áður hafði verið einkennissöngur síonista en varð nú þjóðsöngur Ísraels. „Ég mun nú flytja sjálfstæðisyfirlýsingu rík- isins fyrir ykkur,“ sagði hann í hljóð- nemana sem sendu orð hans gegnum útvarpið um alla Palestínu. „Við lýs- um því hér með yfir að ríki gyðinga, Ísraelsríki, hefur verið stofnað“. Aft- ur sungu menn Hatikvah og Ben- Gu- rion hrópaði: „Ísraelsríki hefur verið stofnað. Þessum fundi er slitið“. Aðdragandi Eftir að hafa verið á flótta um heiminn í ein 1900 ár, oft ofsóttir og hraktir, höfðu gyðingar aftur eignast föðurland. Vandinn var aftur á móti sá, að á því landi sem gyðingar gerðu tilkall til, höfðu í hundruð ára búið arabar, sem ekki ætluðu sér að láta frá sér landið sitt, borgir og þorp, af fúsum og frjálsum vilja. Og til að gera málið enn flóknara höfðu evrópsku stórveldin stýrt öllu þessu svæði og löndunum í kring síðan í lok fyrri heimsstyrjaldar, skipt því á milli sín í áhrifasvæði og búið til ný ríki þar, al- gerlega eftir eigin geðþótta. Fyrr höfðu Tyrkir ráðið landinu um aldir. Arabar tóku Palestínu af Aust- Rómverska ríkinu árið 648 en gyð- ingar höfðu verið reknir frá Palestínu af Rómverjum árið 75 eftir Krist. Áð- ur höfðu þeir ráðið landinu í 1200 ár. En eftir fyrri heimsstyrjöldina stýrðu Frakkar Sýrlandi og Bretar Palestínu í umboðið Þjóðaráðsins svokallaða. Þjóðaráðið var einskonar fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna. Það var sömuleiðis eftir fyrri heimsstyrjöldina sem Þjóðaráðið, ákvað að skapa ætti „þjóðarheimili í Palestinu fyrir gyðingaþjóðina“. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu síð- an árið 1947 að skipta Palestínu í tvö ríki, eitt fyrir araba og eitt fyrir gyð- inga. Afleiðingin var styrjöld milli araba og gyðinga. Gyðingar sam- þykktu skilmála Sameinuðu þjóðanna en arabar höfnuðu þeim. Og það voru ekki aðeins Palest- ínuarabar sem höfnuðu þeim, heldur réðust fimm nágrannaþjóðir á Ísrael árið 1948, um leið og ríkið hafði verið stofnað. Ísraelsmenn sigruðu í því stríði og lifðu af. En um 700.000 Pal- estínuarabar flúðu eða voru hraktir frá heimilum sínum til Vesturbakka Jórdan, Gaza-strandarinnar, Jórd- aníu, Sýrlands og Líbanon. Stríðið varð aðeins hið fyrsta í röð styrjalda, átaka og hryðjuverka sem hafa sett mark sitt á sögu þessa landsvæðis síðan. Enn virðist enginn friður í vændum. Nánar verður fjallað um að- draganda þessara atburða í næstu grein. Ísrael 70 ára Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson »Eftir að hafa verið á flótta um heiminn í ein 1900 ár, oft ofsóttir og hraktir, höfðu gyðingar aftur eignast föðurland. Höfundur er prestur. Jerúsalem séð frá Olíufjallinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.