Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Undirritaður um-
gengst rafmagn að
mestu á þann hátt að
ganga að vegg, ýta á
takka og kveikja ljós.
Þetta er orðið svo
inngróinn vani, að aug-
að er farið að aðlagast
birtunni áður en hönd-
in snertir takkann á
veggnum og líf án raf-
magns er bara ekki til.
Í sambandi við raf-
magn eru bara þrjár kröfur. Að það
sé þarna, að maður þurfi ekki að
hugsa um það og að verðið sé viðráð-
anlegt. Undirritaður hrökk upp úr
þessu ástandi þegar honum var sagt
frá ACER og þeim átökum sem
stæðu um málið í Noreg og farið var
í að kynna sér málið.
Fljótlega kom í ljós að málið snýst
um meira en bara rafmagn. Það
snýst um lífsafkomu Íslendinga, því
raforka er sú auðlind sem einna
helst mun halda uppi lífskjörum
þjóðarinnar. Málið snýst um ásælni
fyrrverandi nýlenduþjóða í auðlindir
á sama hátt og „vanþróuð ríki“
þurftu að búa við áður og búa jafnvel
við enn í dag. Rökstuðningurinn hjá
sumum er meira að segja hinn sami
„við höfum hvorki vit né þekkingu til
að gera þetta sjálf“. Ásælnin er síð-
an falin í fallegum búningi sam-
vinnu. Þekking, sem byggð hefur
verið upp innan íslenskrar stjórn-
sýslu, færi úr landi og fljótlega yrðu
Íslendingar algerlega háðir þessu
erlenda valdi þegar kæmi að upp-
byggingu raforkukerfisins á Íslandi.
Þekking er forsenda auðlindanýting-
arinnar. Þekking, bæði á orku-
vinnslu og dreifingu. Fullt forræði á
auðlindinni glatast með tilheyrandi
áhrif á lífskjör þjóðarinnar.
En hvað er ACER? ACER er ein-
hvers konar samband reglugerð-
arsmiða fyrir rafmagn í löndum Evr-
ópusambandsins (ESB). Viðamikið
embætti sem heldur utan um þetta
samband. Einhvers konar Orku-
stofnun Evrópu. Sá aðili sem fær
það hlutverk að vera reglugerð-
arsmiðurinn hér og halda sambandi
við ACER er Orkustofnun á Íslandi.
Þetta ágæta vel metna fyrirtæki
sem áratugum saman hefur haldið
uppi rannsóknum í
orkumálum á Íslandi
og veitti ríkisstjórnum
góð ráð skal nú fá nýtt
hlutverk. Það fyrsta
að yfirtaka vald ráð-
herra til að samþykkja
eða hafna reglum
Landsnets um flutn-
ingsnetið.
Samkvæmt þeirri
tilskipun Evrópusam-
bandsins (ESB), sem
setur allt þetta mál í
gang (þriðja orku-
málapakkann ásamt
ACER) skal Orkustofnun vera al-
gerlega sjálfstæð og óháð öllum
öðrum stofnunum á Íslandi, hvort
sem er opinberum stofnunum eða
einkastofnunum. Orkustofnun skal
vera svo sjálfstæð, að starfsfólk
hennar má ekki spyrja eða hlusta á
einn eða neinn þegar kemur að því
hvernig hún gegnir reglugerð-
arskyldum sínum eða fer með vald
sitt. Hvert er svo þetta vald? Nefna
má dæmi:
Orkustofnun skal laga eða sam-
þykkja gjaldskrár fyrir flutnings-
net landsmanna, tryggja að þeir
sem reka dreifikerfi eða rafmagns-
fyrirtæki fari að viðeigandi lögum
ESB, hafa samstarf við ACER og
hlíta bindandi ákvörðunum þess og
stjórnarnefndar ESB, virða samn-
ingsfrelsi svo lengi sem það sam-
rýmist lögum og reglum ESB og
svo má áfram telja.
Og hvað með þá vernd sem
tveggja stoða kerfið hefur veitt
gegn lögum og reglugerðum frá
ESB? Ber ESA (eftirlitsstofnun
EFTA) að fara eftir úrskurði
ACER og hefur ACER aðfararhæfi
gagnvart íslenskum stjórnvöldum?
Svarið við báðum þessum spurn-
ingum er sennilega já og hvað er þá
orðið um þetta kerfi, sem er byggt á
þeirri grunnhugsun að um tvo jafn-
réttháa aðila er að ræða, Evrópu-
sambandið (ESB) annars vegar og
EFTA-ríkin hins vegar? Það er í
raun einskis virði.
Hvers á þessi gamla góða stofn-
un, Orkustofnun, að gjalda. Stofnun
sem hefur sinnt ótal orkuverkum og
fóstrað í röðum vísindamenn sem
selja þekkingu okkar víða um heim.
Hvað verður um þessa þekkingu ef
áform um ACER á Íslandi ná fram
að ganga? Þessi stofnun á að verða
eins og einhver Trójuhestur ESB í
íslenska stjórnkerfinu og reka erindi
þess hvað sem okkar fólk segir. Ef
þessi pakki er samþykktur, er það
ekki þá staðreynd að næstu orku-
pakka þarf einnig að samþykkja, en
þegar er verið að vinna að pakka
númer 4?
Margar fleiri spurningar vakna
þegar málið er reifað og flestar ef
ekki allar óþægilegar, eins og t.d.
spurningin um raforkuverð á íslandi.
Mun það hækka og þá hversu mikið?
Þegar haft er í huga að einn til-
gangur með þessum orkumálapakka
er að jafna raforkuverð í Evrópu og
að raforkuverð er lægst hér á landi,
er nokkuð ljóst hvert svarið verður.
Önnur spurning ekki síður mikilvæg
en lýtur að orkustreng sem hug-
myndir eru um að leggja til Evrópu.
Verður fullt forræði yfir honum í
höndum íslenskra stjórnvalda?
Svarið er nei, enda hlutverk ACER
að tryggja tengingar á milli landa og
fær stofnunin til þess ýmsar vald-
heimildir.
Enginn hefur enn getað bent á
hagsmuni Íslands af því að sam-
þykkja þennan orkumálapakka og
áróður fyrir honum hefur einkum
falist í hræðsluáróðri um afleiðingar
fyrir EES-samstarfið ef honum yrði
hafnað. Margir hafa þó bent á að
samningurinn gerir einmitt ráð fyrir
að þingið á Íslandi þurfi að sam-
þykkja lög frá ESB sem tekin eru
upp í EES-samninginn áður en þau
öðlast gildi hér. Í ljósi þess hversu
miklir hagsmunir eru undir fyrir
framtíðarvelmegun þjóðarinnar
verða þingmenn okkar að átta sig á
hvar skylda þeirra liggur og stöðva
innleiðingu þriðja orkumálapakka
ESB í EES-samninginn.
Trójuhestur í stjórnkerfinu
Eftir Birgi Örn
Steingrímsson » Innleiðing á þriðja
orkumálapakka
Evrópusambandsins
getur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir lífskjör
þjóðarinnar í náinni
framtíð.
Birgir Örn
Steingrímsson
Höfundur er fjármálafræðingur.
born@islandia.is
Fjórða iðnbyltingin
Á þeim tíma sem liðinn er, 40 ára
sögu, hefur margt breyst. Hefð-
bundin fagstéttarfélög sem voru
ráðandi við upphaf þessarar göngu
eru vissulega enn fyrir hendi, en
þau félög sem starfa á breiðari
grunni eru nú fjölmennari. Svoköll-
uð fjórða iðnbylting er hafin (4IR),
en hún felur í sér fjölda nýrra af-
urða tækniþróunar sem leiðir til
samruna efnislegra, stafrænna og
líffræðilegra heima, en það leiðir
síðan til breytinga á öllum fag-
stéttum, hagkerfum og í raun allri
sýn okkar á samspil vinnu og sam-
félaga.
Það blasir við að háskólamennt-
aðir starfsmenn, sem eru okkar fé-
lagsmenn, munu í vaxandi mæli
taka þátt í „gig economy“ (sem er
skilgreint sem vinnumarkaður sem
einkennist af skammtíma- eða verk-
efnatengdum samningum frekar en
varanlegum, föstum störfum). Við
horfum fram á breytingar í starf-
semi stéttarfélaga í ljósi þessa, þar
sem starfsmenn munu í vaxandi
mæli semja um sín kjör sjálfir, en
fá viðmið, upplýsingar og þjálfun til
slíkra verka frá stéttarfélögum, auk
þess sem þáttur stéttarfélaga í dag-
legri hagsmunagæslu getur farið
mjög vaxandi.
Nýtt íslenskt launamynd-
unarkerfi
Í umræðu um nýtt íslenskt
launamyndunarkerfi er nauðsynlegt
að gleyma ekki þeim grunni vel-
ferðarkerfis sem hefur verið mót-
aður hér á landi að norrænni fyr-
irmynd. Því má heldur ekki
gleyma, að háskólamenntaðir
starfsmenn og raunar allir mennt-
aðir starfsmenn sem þurfa að taka
tíma í að afla sér menntunar eiga
að njóta umbunar vegna þess og
það á að blasa við þegar ævitekjur
eru teknar saman. Umfram allt
þarf að ná um þetta breiðri sátt,
þar sem kjörnir fulltrúar lýðveld-
isins fylgi sama ramma og aðrir
launþegar.
Höfundur er formaður Fræðagarðs,
stéttarfélags háskólamenntaðra.
Þegar röksemdir
þrýtur freistast sum-
ir til að „fara í mann-
inn en ekki boltann“.
Sú er raunin með
Kristin H. Gunn-
arsson, ritstjóra frí-
blaðsins Vestfjarða, í
grein sem hann birti
í blaði sínu og Morg-
unblaðinu í byrjun
maí. Þar lemur hann
á Skipulagsstofnun af
miklum móð fyrir að vilja fara
varlega gagnvart áformum um
Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði og Ey-
vindarfirði, og vegagerð um Teigs-
skóg.
Kristinn ræðst á Skipulags-
stofnun fyrir að setja fram „alls
konar athugasemdir og mótbárur“
við þessi áform. Þar sem Kristinn
starfaði á árum áður við að setja
lög á Alþingi, þá ætti hann að vita
að engin stofnun ríkisins hefur
það hlutverk að gera „alls konar
athugasemdir“. Skipulagsstofnun
hefur mjög skýrt markað hlutverk
í lögum og reglugerðum.
Varfærni ber að fagna,
ekki fordæma
Í grein sinni kvartar Kristinn
undan því að Skipulagsstofnun
hafi ekki greitt fyrir framgangi
Hvalárvirkjunar. Það er ekki hlut-
verk stofnunarinnar að flýta fyrir
framkvæmdum á ósnortnum víð-
ernum. Þvert á móti er það skylda
Skipulagsstofnunar að skoða alla
slíka þætti vel og vandlega, ekki
síst ef framkvæmdir leiða til veru-
legra og óafturkræfra umhverfis-
áhrifa. Varfærnislegri meðferð
Skipulagsstofnunar ber því að
fagna.
Lygarnar um ávinning
Vestfjarða
Rökþrot Kristins eru engu að
síður skiljanleg. Til að mynda
stendur ekki steinn yfir steini
varðandi virkjanaáform í Ófeigs-
firði og Eyvindarfirði. Allar full-
yrðingar um ávinning Vestfjarða
hafa reynst lygar. Þess vegna fer
Kristinn í manninn en ekki bolt-
ann. Hann kvartar undan því að
auðmenn vogi sér að vilja vernda
umhverfið, en lætur þess ekki get-
ið að erlendir auðmenn standa að
baki áformum um að raska ósnort-
inni náttúru á Ströndum. Ítalskur
auðmaður á svo að fá hundruð
milljóna króna fyrir nýtingu vatns-
réttinda í Eyvindarfirði. Virkjunin
er ekki saklaus heimilisiðnaður
sem Skipulagsstofnun er að trufla
heldur ósvífið gróðabrall auð-
manna á kostnað okk-
ar allra.
Aðeins þarf að
minna á nokkur atriði
til að sýna hversu
vondan málstað Krist-
inn hefur að verja.
HS Orka, sem er að
meirihluta í eigu fjár-
festa í Kanada, stend-
ur að áformaðri Hval-
árvirkjun í Ófeigsfirði
og Eyvindarfirði í
gegnum dótturfyr-
irtæki sitt Vesturverk.
Virkjunin stuðlar á engan hátt að
bættu afhendingaröryggi raforku
á Vestfjörðum. Það vantar ekki
rafmagn, heldur tryggari flutn-
ingslínur á Vestfjörðum. Milljarða
króna myndi kosta að leggja há-
spennulínur yfir Ófeigsfjarðarheiði
inn á nýjan tengipunkt á Nauteyri
við Djúp. Til að skapa hringteng-
ingu um Vestfirði þyrfti sæstreng
þaðan til Ísafjarðar. Hinir útlendu
eigendur Hvalárvirkjunar myndu
ekki greiða þá milljarða, heldur ís-
lenskir skattgreiðendur. En HS
Orka leggur ekki áherslu á hring-
tengingu, heldur pressar á að raf-
magnið fari með háspennulínum
yfir í Geiradal eða áfram frá Naut-
eyri í Kollafjörð – að sjálfsögðu á
kostnað skattgreiðenda. Þar verð-
ur hægt að selja rafmagnið hvert
á land sem er. Enda þurfa Vest-
firðir aðeins brot af þeirri orku
sem til stendur að framleiða með
virkjun í Ófeigsfirði og Eyvind-
arfirði.
Engin störf skapast á svæðinu
við virkjunina. HS Orka mun ekki
stuðla að vegabótum eða auknum
snjóruðningi norður í Árneshrepp.
En að vísu ætlar HS Orka að beita
sér fyrir því að þriggja fasa raf-
magn og ljósleiðari verði lagt í
hreppinn – ef virkjanaleyfið fæst.
Einhverjum þætti það lítið endur-
gjald fyrir að fá að leggja 300 fer-
kílómetra Ófeigsfjarðarheiðar
undir áhrifasvæði Hvalárvirkjunar
með stórfelldum náttúruspjöllum.
Barist um
í lygavefnum
Eftir Pétur Húna
Björnsson
Pétur Húni
Björnsson
» Virkjunin er ekki
saklaus heimilisiðn-
aður sem Skipulags-
stofnun er að trufla
heldur ósvífið gróða-
brall auðmanna á kostn-
að okkar allra
Höfundur er stjórnarmaður í
Rjúkanda, samtökum um verndun
umhverfis, náttúru og menning-
arminja í Árneshreppi