Morgunblaðið - 28.05.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.05.2018, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja SigfúsTryggviBlumenstein rafvirki er fimm- tugur í dag. Hann hefur lengi haft áhuga á stríðs- árunum á Íslandi og heldur úti heimasíðunni www.fbi.is „Ég byrjaði að koma heim með dót tíu ára gamall. Ég átti heima vestur í bæ og þar voru gömlu öskuhaug- arnir sem við kölluðum peningafjöruna því þar var svo mikið af gamalli smámynt. Svo fór ég að finna skothylki og fór að tína þau frekar en peninga. Þannig byrjaði ég að safna þessu dóti. Svo var til gamall hjálmur heima og síðan hefur þetta undið upp á sig.“ Tryggvi á þann draum að stofna stríðsárasafn utan um hlutina sem hann hefur safnað, en hann hefur haldið sýningar á mun- unum. Tryggvi er í Skotfélagi Reykjavíkur og er varamaður í stjórn- inni. „Ég hef haft byssuáhuga síðan ég var krakki, það voru byssur til heima og ég lærði fljótt umgengni í kringum skotvopn. Var búinn að kaupa mína fyrstu byssu löngu áður en ég fékk byssuleyfi, en það var riffill frá árinu 1900. Síðan hefur byssunum fjölgað.“ Tryggvi er síðan að gera upp herjeppa, Ford GPW mód- el 42. „Svo tók ég upp á því að hlaupa á gamals aldri með kon- unni,“ segir Tryggvi um fleiri áhugamál. Tryggvi er rafvirki hjá Rafholti og er búinn að vera þar í níu ár. „Ég er mest í viðhaldi og sinni aðallega stórum fyrirtækjum og ríkinu. Ég ætla í vinnuna í dag og kem með köku í tilefni dagsins, en svo fórum við konan mín í siglingu um Karíbahafið með vini mínum og konunni hans en hann á líka stórafmæli á árinu. Ég mæli með þessu, þótt farþegarnir hafi verið í eldri kantinum. Þetta er allt öðruvísi ferðamáti; maður sefur á milli hafna, og ég hef ekki farið á milli svona margra landa á þetta stuttum tíma.“ Eiginkona Tryggva er Steinunn Kristjánsdóttir, lífeindafræð- ingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Synir þeirra eru Kristján Leif- ur 16 ára, Ólafur Karl 12 ára og Sigmar Hrafn sex ára. Fyrir átti Tryggvi soninn Hall Húma, 25 ára, og eignaðist nýlega sitt fyrsta barnabarn. Safnar munum frá stríðsárunum Tryggvi Blumenstein er fimmtugur í dag Í Havana á Kúbu Tryggvi og Steinunn ásamt vinahjónunum Jóhönnu Sveinsdóttur og Jóni Inga Jónssyni með Che Guevara í bakgrunni. J ónas Guðmundsson fædd- ist í Reykjavík 28.5. 1958. Hann var fjögurra ára er hann missti föður sinn og ólst upp eftir það hjá móður og yngri bróður á heimili afa síns og ömmu við Bergstaða- strætið, Theodór B. Líndal og Þór- hildi Pálsdóttur Briem, auk móð- urbróður, Sigurðar Líndal lagaprófessors. Jónas gekk í Ísaksskóla, Mið- bæjarskóla, Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla og Vörðuskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1979, emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1986 og lauk námi í stjórnsýslu og stjórnun við Endurmennt- unarstofnun HÍ 1998. Jónas var í sveit á Mánárbakka á Tjörnesi tvö sumur. Hann var sendill á Alþingi með námi síðustu ár grunnskóla, vann nokkur sumur í uppskipunar- og verkmanna- vinnu, m.a. hjá Ísal, sinnti næt- urvörslu öll námsárin í lok menntaskóla og með háskólanámi og vann tvö sumur við verk- smiðjustörf í Sviss. Jónas var fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, í Stykkishólmi 1986-90, var bæj- arfógeti í Bolungarvík frá 1990, sýslumaður þar frá 1992 og hefur verið sýslumaður á Vestfjörðum, með aðsetur á Ísafirði frá 2015: „Ég átti ekki von á að verða lengi hér fyrir vestan en örlögin hafa hagað því svo til að hér uni ég mér vel og er ekki á förum. Jónas sat í stjórn Sýslumanna- félags Íslands 2006-2014. Hann hefur sinnt félagsmálum fyrir vest- an, einkum því er lýtur að sögu og samgöngum: „Móðurbræður mínir voru áhugamenn um sögu og eins og flestir vita koma Vestfirðingar yfirleitt ekki saman nema ein- hverjar hliðar samgöngumála beri á góma. Ég kom að stofnun félags- ins Leið ehf., árið 2001, til að þrýsta á samgöngubætur hér um slóðir. Félagið hóf m.a. undirbún- ing að lagningu vegar um Arn- kötludal (Þröskulda) og flýtti því líklega þar með fyrir loka- framkvæmdum um nokkur ár, rétt fyrir hrun. Nýlega stóð það svo fyrir uppsetningu búnaðar til út- sendinga útvarps í Bolungarvík- urgöngum. Þá er ég í forsvari fyrir lítið áhugamannafélag, Samgöngu- félagið, sem hefur afskipti af ýmsu þáttum samgangna, einkum á sviði stjórnsýslu, með fyrirspurnum, rit- un umsagna til Alþingis og ann- arra stjórnvalda. Á vegum félags- ins er rekinn vefurinn www.samgongur.is. Ég var félagi og í nokkur ár for- maður Lionsklúbbs Bolungarvíkur og nú er ég í Oddfellowstúkunni Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum – 60 ára Ferming Einars Geirs F.v.: Þórhildur, Halldóra, Sólrún, Einar Geir, Jónas, Helga og Jónatan Leó og Daði Heiðar. Er nú meiri Vestfirð- ingur en Reykvíkingur Börnin í 2.S í Grunnskóla Hornafjarðar voru í haust í samfélagsverkefni þar sem m.a. var fjallað um mismunandi aðbúnað barna í hinum ýmsu löndum, sjálfbærni og endurvinnslu og það hvernig við almennt umgöngumst jörðina okkar. Í fram- haldi af þessum umræðum ákváðu börnin að safna peningum og gefa í Rauða krossinn og ein stúlka í bekknum bjó til söfnunarbauk úr notuðum djúsbrúsa og skreytti með endurunnum pappír. Krakkarnir í 2.S óskuðu eftir því að peningarnir færu í hjálparstarf þar sem þörfin væri mest og renna þeir því til verkefna Rauða krossins í Malaví og verða meðal annars nýttir til þess að kaupa skólagögn. Krakkarnir söfnuðu samtals 6.807 kr. og voru peningarnir afhentir Karli Lúðvíks- syni skyndihjálparleiðbeinenda sem er með þeim á myndinni. Í 2.S. eru þau Alex Leví Gunnarsson, Ari Reynisson, Arnar Ingi Arens Sigfússon, Bergur Ingi Torfason, Björg Kristjánsdóttir, Björg Sveinsdóttir, Bryndís Jóna Valdimarsdóttir, Elías Bjarmi Eyþórsson, Emilía Ósk Jóhannsdóttir, Eydís Arna Guðnadóttir, Freyja Dís Tjörvadóttir, Gísli Ólafur Ægisson, Guðrún Vala Ingólfs- dóttir, Hlynur Ingi Finnsson, Ívar Goði Bragason, Jón Birkir Stefánsson, Lejla Mujkic, Oliver Ævar Björgvinsson, Ólafur Steinar Helgason, Reynir Þór Páls- son, Rijad Zahirovic, Sóley Eir Eymundsdóttir, Sunna Dís Birgisdóttir og Þor- gerður Jónsdóttir. Kennarar: Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir og Jónína Aðalbjörg Baldvinsdóttir. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.