Morgunblaðið - 28.05.2018, Qupperneq 31
Gesti á Ísafirði, auk þess sem ég
sæki sauna á laugardögum í sund-
laug Bolungarvíkur, ásamt helstu
hugsuðum svæðisins af karlkyni.
Ég fer yfirleitt minna ferða á hjóli
innan Ísfjarðar, stunda badminton
yfir veturinn með góðum félögum
á besta aldri og fer stundum á
skíði þó að ég mætti gera meira af
því. Auk þess er ég lestrarhestur
og hef gaman af ferðalögum.“
Jónas segist ætla að láta lítið
fara fyrir sér á afmælisdaginn, en
stefnir að því að bjóða fjölskyld-
unni, sem dvelst mestöll fyrir
sunnan, út að borða í byrjun júní.
Fjölskylda
Eiginkona Jónasar er Sólrún
Geirsdóttir, f. 27.1. 1965, fram-
haldsskólakennari og leið-
sögumaður. Henni kynntist Jónas
fyrir vestan og er silfurbrúðkaup
framundan í ágúst. Foreldrar Sól-
rúnar: Geir Guðmundsson, f. 9.5.
1931, d. 15.1. 2018, verkstjóri og
seinna safnvörður, og Una Hall-
dóra Halldórsdóttir, f. 26.7. 1933,
húsfreyja og skrifstofumaður, í
Bolungarvík.
Dóttir Jónasar og Hildar H.
Jónsdóttur, f. 29.9. 1955, er Helga
Theodóra, f. 14.5. 1989, sálfræð-
ingur hjá Bugl, búsett í Reykjavík
en maður hennar er Daði Heiðar
Kristinsson lögfræðingur, fé-
lagsfræðingur og persónuvernd-
arfulltrúi hjá stjórnarráðinu og
sonur þeirra er Jónatan Leó Daða-
son, f. 2014.
Börn Jónasar og Sólrúnar eru
Halldóra, f. 12.6. 1994, kenn-
aranemi við HÍ; Þórhildur Berg-
ljót, f. 1.7. 1997, nemi í lyfjafræði
við HÍ, og
Einar Geir, f. 15.12. 2002, nemi.
Albróðir Jónasar er Guðmundur
Þór Guðmundsson, f. 13.3. 1962.
lögfræðingur og skrifstofustjóri á
Biskupsstofu, búsettur í Reykja-
vík.
Hálfsystur Jónasar, samfeðra,
eru Anna María Guðmundsdóttir,
f. 14.1. 1956, og Guðrún Pálína
Guðmundsdóttir, f. 24.1. 1957.
Foreldrar Jónasar voru hjónin
Bergljót Líndal, f. 18.9. 1934,
fyrrv. hjúkrunarforstjóri á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur, og Guð-
mundur Jónasson, f. 29.9. 1929, d.
16.6. 1962, kennari og fram-
kvæmdastjóri.
Stjúpfaðir Jónasar var Einar Þ.
Guðjohnsen, f. 14.4. 1922, d. 11.5.
1995. framkvæmdastjóri Ferða-
félags Íslands og síðar Útivistar.
Jónas
Guðmundsson
Sigríður Metúsalemsdóttir
húsfr. á Staðarbakka í Miðfirði
Theodór B. Líndal
lagaprófessor við HÍ, í Rvík
Bergljót Theodórsdóttir Líndal
hjúkrunarforstj. í Rvík
Björn Líndal Jóhannesson
yfirréttarm.fl.m., b., útgerðarm. og
alþm. á Svalbarði, Svalbarðsströnd
Arnþrúður Karlsdóttir
útvarpsstj. Útvarps Sögu.
Sverrir Bergmann
Bergsson heila- og
taugasérfræðingur
María Jónasdóttir
húsfr. í Flatey
Marja Helga Guðmundsdóttir
húsfr. í Flatey
Haraldur Jónasson
lögfr. og lögm. í
Rvík og víðar
Guðríður
Haraldsdóttir
fjölmiðlakona
á Akranesi
Jóhanna Rakel
ónsdóttir húsfr.
á Akureyri
J
Jóhanna
Benediktsdóttir
pákona á Akureyris
Margrét Kristín
Pétursdóttir húsfr.
í Vestmannaeyjum
Guttormur
Einarsson fyrrv.
skrifstofustj.
Pétur Einarsson
leikari og fyrrv.
skólastjóri
Leiklistarskólans
Hjalti Jónasson skólastj.
Austurbæjarskóla og Seljaskóla
Þórhildur Líndal
lögfr. í Rvík
Sigurður Líndal
fyrrv. lagaprófessor
Þórhildur Líndal
forstöðum. í Rvík
Björn Líndal lögm.
og fyrrv. bankastjóri
Páll Líndal, lögfr.,
ráðuneytisstjóri
og Reykjavíkur-
sagnfræðingur
Kristján Sigurðsson
b. á Skeiði í Svarfaðardal
Emilía Guðmundsdóttir
húsfr. í Flatey
Guðríður Kristjánsdóttir
húsfr. á Akureyri og í Flatey
Jónas Jónasson
ritstj. á Akureyri og kennari og
hreppstj. í Flatey á Skjálfanda
Jónas Jónsson
verslunarstj. í Flatey
Úr frændgarði Jónasar Guðmundssonar
Guðmundur Jónasson
kennari í Rvík
Dóróthea Stefánsdóttir
húsfr. á Skeiði
Kristín Eggertsdóttir Claessen
húsfr. á Sauðárkróki og í Rvík
María Kristín
Valgardsdóttir
Thoroddsen húsfr. í Rvík
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra
Ólafur Briem alþm. á Álfgeirsvöllum
Sigurður Briem póstmálastjóri
Eggert Briem hæstaréttardómari
Þórhildur Pálsdóttir Líndal
húsfr. í Rvík
Álfheiður Helga Helgadóttir Briem
húsfr. á Akureyri
Tómas Helgason héraðslæknir
Jón Helgason biskup
Páll J. Eggertsson Briem
amtm. og alþm. á Akureyri
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Sigurlaug Gísladóttir fæddist28. maí 1918 á Hofsstöðum íGarðahreppi. Foreldrar
hennar voru hjónin Gísli Jakobsson,
sjómaður og bóndi á Hofsstöðum, f.
1882 í Skáldabúðum, Gnjúpverja-
hreppi, Árn., d. 1962 í Hoftúni,
Garðahreppi, og Sigrún Sigurð-
ardóttir húsfreyja, f. 1887 á Vífils-
stöðum, d. 1977 í Hafnarfirði.
Sigurlaug ólst upp í Garðahreppi,
nú Garðabæ, og bjó þar alla ævi.
Hún útskrifaðist sem fóstra árið
1952 og lauk námi í uppeldisfræði
við Háskóla Íslands 1983.
Sigurlaug var frumkvöðull á sviði
leikskóla í Garðabæ, hún stofnaði
sinn eigin skóla á heimili sínu Hof-
túni í Garðabæ árið 1959, Föndur-
skólann, og rak hann til ársins 1969.
Um 1970 var komin af stað um-
ræða um leikskóla Garðabæjar og
hafði Sigurlaug mikinn áhuga á að
taka þátt í að móta þar framtíðar-
stefnu. Hún skipulagði ferð til
Kaupmannahafnar til að skoða þar
leikskóla og afþreyingarsvæði.
Stofnuð var leikskóladeild í Silfur-
túni árið 1972 og hét hún Faxaból
og var Sigurlaug ráðin forstöðu-
kona þar. Síðan var byggður fyrsti
leikskólinn í Garðabæ, Bæjarból, og
tók hann til starfa 1976. Sigurlaug
var ráðin forstöðukona, kom þar
allri starfsemi af stað og mótaði til
framtíðar.
Sigurlaug var félagslega sinnuð,
var stofnfélagi Kvenfélags Garða-
hrepps og síðar formaður. Henni
var annt um uppræktun landsins
bæði heima og víðar og var í stjórn
Skógræktarfélags Garðabæjar.
Sigurlaug var gift Kristmanni
Jónssyni, sjómanni frá Stöðvarfirði,
f. 19.9. 1915, d. 29.11. 2008. Barns-
faðir Sigurlaugar var Ólafur Ólafs-
son, járnsmiður í Hafnarfirði. Sonur
Sigurlaugar og Ólafs: Gísli þing-
vörður, f. 1947, og börn Sigurlaugar
og Kristmanns: Stefán Sólmundur
haffræðingur, f. 1953, Sigurjón sjó-
maður, f. 1955, d. 2017, og Sigrún
Hrönn lögfræðingur, f. 1959.
Sigurlaug lést 28. janúar 2010.
Merkir Íslendingar
Sigurlaug
Gísladóttir
90 ára
Hörður Þorleifsson
85 ára
Ingibjörg Jónsdóttir
Nanna Hálfdánardóttir
Sigurveig Rögnvaldsdóttir
80 ára
Áki Ragnarsson
Brynhildur Kristinsdóttir
Hildigunnur Sigurbjörnsd.
75 ára
Bára Jórunn Todd
Inga Guðrún Sum-
arliðadóttir
Lilja Njálsdóttir
Magnús Þ. Jónsson
Oddný Njálsdóttir
Ólafur Halldórsson
Ólöf Effa Jónsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Þorsteinn Erlingsson
70 ára
Bjarkey Magnúsdóttir
Erika Steinmann
Gréta Alfreðsdóttir
Ingibjörg Hekla F. Ottesen
Kolbrún Emilía Sigfússon
Stefanía R. Snævarr
Þórdís H. Ólafsdóttir
60 ára
Aðalsteinn A. Halldórsson
Andrzej S. Stryjewski
Auður Þórhallsdóttir
Árni Svanur Guðbjörnsson
Ásdís Stefánsdóttir
Bryndís Sæunn Ingadóttir
Edda Arnbjörnsdóttir
Elín Vigfúsdóttir
Gísli Pálsson
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Hilmar Snorrason
Logi Hörgdal Guðmundss.
Michael Edward Degnan
Sesselja Þorbjörnsdóttir
50 ára
Davíð Rúrik Ólafsson
Guðrún Katla Henrysdóttir
Guðrún Rós Jónsdóttir
Hannes Hrafn Haraldsson
Inga Dóra Hrólfsdóttir
Margaret Roberta Martin
Sigríður M. Halldórsdóttir
Vilhelm Þórir Finnsson
Þorsteinn Stephensen
40 ára
Aðalsteinn Árdal Björnsson
Björg Kristjánsdóttir
Brynja Dögg Friðriksdóttir
Esther Ír Steinarsdóttir
Hallgerður Jóna Elvarsd.
Jelena Ragnarsson
Karólína Ólafsdóttir
Petrína Guðrún Hjálmarsd.
Rósa Björk Ágústsdóttir
Ýr Frisbæk
Þórhildur Þrándardóttir
30 ára
Arnar Geir Magnússon
Árni Þór Bóasson
Bjarki Þór Svavarsson
Björgvin Hermannsson
Davíð Arnarsson
Ellert Scheving Pálsson
Gunnar Gunnarsson
Jón Ingiberg Bergsveinsson
Kári Björn Jóhannsson
Kristín Ágústa Kjartansd.
Linda Ársælsdóttir
Pablo D. Gonzalez Galardi
Rúnar Ari Traustason
Tinna Björk Kristinsdóttir
Tinna Rut Pétursdóttir
Þórður Rafn Guðjónsson
Til hamingju með daginn
40 ára Bergþór er frá
Sauðanesi í Húnavatns-
hreppi en býr í Reykjavík.
Hann er kjötiðnaðar-
meistari hjá Kjöthúsinu.
Maki: Guðný Ragnars-
dóttir, f. 1981, hjúkrunar-
fræðingur.
Börn: Guðlaugur Her-
mann, f. 2007, og Jónas
Ragnar, f. 2011.
Foreldrar: Páll Þórðarson,
f. 1949, og Ingibjörg Guð-
laug Guðmundsdóttir, f.
1948, bændur á Sauða-
nesi.
Bergþór
Pálsson
40 ára Magnús er Seltirn-
ingur, viðskiptafræðingur
að mennt og er for-
stöðumaður hjá Stefni hf.
og bæjarfulltrúi á Seltjarn-
arnesi.
Maki: Elín Jónsdóttir, f.
1979, flugfreyja hjá Ice-
landair og fjallaleið-
sögumaður.
Börn: Elín Eir, f. 2004,
Jón Agnar, f. 2014, og
Jökull Örn, f. 2017.
Foreldrar. Guðmundur
Hannesson, f. 1948, og
Ása Jónsdóttir, f. 1948.
Magnús Örn
Guðmundsson
30 ára Katrín er Garðbæ-
ingur og er læknir á Land-
spítalanum.
Maki: Sævar Ingi Sveins-
son, f. 1985, rafvirki hjá LE
verktökum.
Systur: Hafdís, f. 1990,
og Laufey, f. 1992.
Foreldrar: Hjalti Sig-
mundsson, f. 1960, húsa-
smíðameistari og bygg-
ingartæknifræðingur með
eigin rekstur, og Steinunn
Thorarensen, f. 1962,
þroskaþjálfi, bús. í Garða-
bæ.
Katrín
Hjaltadóttir
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.