Morgunblaðið - 28.05.2018, Page 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur sterka þörf fyrir að bæta
sjálfa/n þig á einhvern hátt. Þú slíðrar
sverðin og býður fram sáttahönd í ná-
grannadeilum.
20. apríl - 20. maí
Naut Næsti mánuður gæti reynst tími
nýrra kynna. Þú hefur makann í pilsvas-
anum en ekki fara yfir strikið í stjórnsem-
inni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú líður ekki nokkrum manni að
vera ókurteis við þig í dag, ekki einu sinni
yfirmanni þínum. Framtíðardraumar eru
reistir á sandi enn sem komið er.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rifrildi vegna fjármála eða sameig-
inlegar eignir, einkum erfðafé, truflar þig.
Jákvæðni þín og heillandi framkoma gera
það að verkum að fólk vill gjarnan hjálpa
þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu
muna að góðir vinir geta verið saman bæði
í sorg og gleði. Eplið fellur sjaldan langt frá
eikinni, þú sérð það í börnunum þínum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Forðastu að eiga viðskipti við þá
sem þú getur ekki treyst. Gerðu það upp
við þig hvað er mest áríðandi og taktu svo
einn hlut fyrir í einu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki láta eigingirnina ná tökum á þér.
Gættu þess að dreifa ekki kröftum þínum
um of því slíkt leiðir bara til örmögnunar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gerir bara illt verra með því
að stinga hausnum í sandinn og láta sem
þú sjáir ekki það sem gera þarf á heimilinu.
Taktu málin föstum tökum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Notaðu hluta úr deginum til
þess að taka til og bæta skipulagið á heim-
ilinu. Þú færð óskipta athygli frá hinu kyn-
inu þessar vikurnar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er miklu skemmtilegra að
vera með fólki sem líkist þér, en þeim sem
þig langar að líkjast. Orðið hindrun er ekki
til í þinni orðabók.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er smá hlé á spennunni á
milli þín og dásamlegrar mannveru, þótt þið
séuð enn föst inni í hrifningarbólunni. Hug-
myndaauðgi þín er mikil í dag og það skaltu
notfæra þér meðan er.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert staðráðinn í að leggja mikið á
þig til þess að auka tekjurnar núna. Einbeit-
ing þín er góð, notfærðu þér það í erfiðum
verkefnum.
Ólafur Stefánsson yrkir – ogþarfnast ekki skýringa:
Heimdraganum hleypti fljótt,
hélt sig út í löndum.
Samt hann dreymdi dag og nótt,
að damla heim að landi skjótt.
Nú er hann skráður í Norðurfirði á
Ströndum.
Sömu ættar er þetta erindi Ólafs:
Er á Dröngum aftur fátt,
ekki margt af gestum,
sem flykktust að úr fjarri átt,
með flugi, bíl og lestum.
Í Árneshreppi er aftur hljótt,
eins og var til forna,
– er sígur yfir sumarnótt
með sautján refi skorna .
Ármann Þorgrímsson birtir
glefsur „úr fréttabréfi að vestan“:
Flutningar fóru úr böndum
fámennir eftir við stöndum
eitt er þó víst
að af þessu hlýst
offjölgun refa á Ströndum.
Kosningarnar fara ekki framhjá
vísnasmiðum. Sigurlín Her-
mannsdóttir orti á miðvikudag –
með þeirri athugasemd þó að „ekki
þar fyrir, veðrið er ágætt þessa
stundina en langtímaspáin ekki“:
Frambjóðendur stíga á stokk
og styrkja vilja þjóðarhag.
Ég ætla að kjósa hvern þann flokk
sem kemur þessu veðri í lag.
Jón Daníelsson var með á nót-
unum:
Ökuþór í úlpu blárri
ugglaust kippir veðri í lag.
En annar kostur, öllu skárri,
er að veðja á sólardag.
Skírnir Garðarsson veit hvað
hann vill – og skýrir það svo: „Siggi
er spikfeitur, en afskaplega service
minded“:
Siggi stormur sérfróður
sigurviss í firði,
bústinn mjög og bóngóður
bæjarstjóri yrði.
Síra Snorri á Húsafelli orti um
Jón sóta og Árna prest:
Hressir í sessi húsgangs fressar þessir
lugu og sugu djarft með dug,
dóna og flóna báru hug.
Kristján Björnsson bjó á Hrafn-
hólum á Kjalarnesi, d. 1868. Sumir
eigna honum þessa stöku en aðrir
Stefáni Thorsteinsen:
Kristján hóli Krumma frá
á kjaftastóli hraður
er á róli ýtum hjá
illa póleraður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hrafninn flýgur
og refirnir skornir
Í klípu
„SÝKLALYFIN ERU EKKI AÐ VIRKA, SVO
ÉG HLÓÐ UPP SJÚKRASÖGU ÞINNI.
VONANDI BREIÐIST HÚN ÚT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN FINNUR POTTÞÉTT EKKI VINDLANA,
ER ÞAÐ PABBI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að óska þess að þú
gætir spólað til baka.
GETTU HVAÐ VAR
AÐ GERAST?!
ÉG ÁKVAÐ AÐ YFIR-
GEFA HERBERGIÐ?!
ÉG ER
KÓNGURINN...
EN EINS OG ÞIÐ HEF
ÉG LENT Í MIKLUM
ÓÞÆGINDUM!
HVENÆR?
BARA NÚ Í MORGUN TÝNDI ÉG INNISKÓNUM
OG VARÐ AÐ GANGA LANGAN VEG EFTIR KÖLDU
MARMARAGÓLFI!
Eitt af því skynsamlegasta semVíkverji hefur gert á seinni árum
er að hafa lagst í ferðalög og notað
afgangsaurana til að skoða heiminn
og breytt sinni eigin veröld. Útkom-
an er sú að sjóndeildarhringurinn
stækkar, viðmiðin verða önnur og
lífsviðhorfin þroskaðri. Með aukinni
samkeppni meðal flugfélaga hafa far-
gjöld lækkað mikið í verði svo nú eru
tækifæri til að ferðast meira og víðar
og þau tækifæri á fólk auðvitað að
nýta sér. Því er ánægjuefni að WOW
sé nú að hefja flug til Nýju-Delí á
Indlandi, hvar Víkverji flæktist um
fyrir nokkrum árum og langar að
fara aftur.
x x x
Indland er þverstæða. Stærsta lýð-ræðisríki heims og í landinu býr
meira en milljarður manna. Mann-
lífið, ringlulreiðin og undarleg deigla
stefna og strauma er það sem fast
situr í minni Víkverja eftir Indlands-
för. Þar í landi er hver sjálfum sér
næstur. Hindúatrúin mótar mann-
lífið og þjóðin skiptist í fernt með til-
liti til efnahags. Hinir ósnertanlegu,
eins og það er kallað, eru í neðsta lag-
inu, það er fólk sem hefur úr litlu að
spila og hefur takmarkaða möguleika
til að komast til betri efna. Betlarar
standa á hverju götuhorni og gráta
sáran, svo sem við hliðið að Taj Ma-
hal, skrauthýsi sem keisari lét reisa
um miðja 17. öld til minningar um
konu sína. Aðli og yfirstétt er tamt að
vilja láta hossa sér og reisa minn-
ismerki um sig og sína.
x x x
Ærandi umferðarniður, pípandibílflautur, hvæsandi apakettir,
bænakall, brúðkaupsgleði, grátkór,
hlátrasköll og prútt og prang. Velt-
ingurinn á fílsbaki, samviskubit yfir
eigin allsnægtum, bit moskítóflug-
unnar, grátandi karlar í líkfylgd.
Myndirnar sem koma upp í hugann
frá Indlandi eru endalausar. Því er
sérstakt ánægjuefni að þangað megi
senn komst með beinu flugi frá Ís-
landi. Það er líka sennilegt að ís-
lensku félögin hefji flug til fleiri
áfangastaða í Austurlöndum í náinni
framtíð svo ferðaglaðir geta með
miklum sanni sagt að virkilega
spennandi tímar séu framundan.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, kný-
ið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
(Lúk: 11.9)
Skál fyrır hollustu