Morgunblaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2018
Hausaveiðarinn Boba Fett verður
næsta aðalpersóna hliðarkvik-
myndar Stjörnustríðs, þ.e. kvik-
myndar sem ekki telst til eigin-
legrar Stjörnustríðsmyndar heldur
er byggð á persónum úr sagna-
bálkinum. Frá þessu segir á vef
kvikmyndatímaritsins The Holly-
wood Reporter og að leikstjórinn
James Mangold, sem leikstýrði
síðast kvikmyndinni Logan, verði
við stjórnvölinn.
Aðdáendum Stjörnustríðs hefur
áður verið heitið kvikmynd um
Fett, að því er fram kemur í frétt-
inni, og þá í leikstjórn Josh
Trank. Og eins og vaninn er í
Hollywood má ekkert segja frekar
um hinn væntanlega afleggjara.
Boba Fett kom fyrst við sögu í
The Empire Strikes Back og svo
Return of the Jedi, en þó mjög
stuttlega.
Fleiri kvikmyndir eru í bígerð
með persónum Stjörnustríðs, m.a.
kvikmynd um Obi-Wan Kenobi,
lærimeistara Loga Geimgengils,
að því er fram kemur í fréttinni.
Spjall Svarthöfði og Boba Fett ræða málin í The Empire Strikes Back.
Boba Fett í næsta af-
leggjara StjörnustríðsLínuborun er skrefinu framar í lagningu strengja og röra með afkastamikilliSMC 500 Jarðlagnavél. Jarðlagnavélin sandar undir og á milli strengja með
stillanlegri skömmtun á sandi. Getur einnig tekið allt að 315 mm vatnslögn.
• Tímasparnaður fyrir verkkaupa
• Minna jarðrask á yfirborði
• Umhverfisvænn kostur
• Hagkvæmni í verki
• Ný lausn við lagningu strengja og röra
www.linuborun.is
linuborun@linuborun.is
með konu sinni og nýlega eign-
uðust þær sitt annað barn.
Viðhorf og skoðanir sem
fylgja börnunum alla ævi
Ásta segir skiljanlegt ef fólk
geri sér ekki grein fyrir hversu
brýnt það er að börn kynnist fjöl-
breytileika samfélagsins sem
fyrst. „Börn eru svo fordómalaus
á þessum aldri en eru að byrja að
mynda sér skoðanir og viðhorf
sem geta fylgt þeim alla ævi,“ út-
skýrir hún. „Barnabókahöfundar
og -útgefendur eru þegar farnir
að gæta þess að sýna fjölbreytt
kynjahlutverk í bókum sínum og
mikil breyting hefur orðið þar á
síðustu árin. Bækur sýna ekki
lengur kynin bundin við tiltekin
störf eða heimilisskyldur, en þeg-
ar kemur að því að sýna ólík fjöl-
skylduform þá er sjaldgæft að í
bókum fyrir yngstu kynslóðina
sjáist annað en hefðbundnar fjöl-
skyldur með einum pabba og
einni mömmu.“
Sakleysi barnanna, og gallinn
við einsleitnina, sést skýrt þegar
fyrsta barn Ástu las bækur með
mæðrum sínum. „Hann var alltaf
að reyna að finna hina mömmuna
í bókinni, og ef það sást einhver
önnur söguhetja var hann þess
fullviss að þar væri komin hin
mamman. Svo vandist hann því
smám saman að það væri einfald-
lega þannig í barnabókum að þar
væru aðeins ein mamma og einn
pabbi.“
Bækur sem erfitt er að finna
Þrátt fyrir að úrvalið hafi batn-
að segir Ásta að hillur bókabúð-
anna séu ennþá frekar tómlegar
þegar kemur að barnabókum sem
sýna mismunandi fjölskyldu-
mynstur eða tæpa á málum á
borð við samkynhneigð. „Af þeim
fáu bókum sem komið hafa út hér
á landi hefur upplagið oft verið
takmarkað og framboðið eftir því.
Ég hef heyrt að Námsagagna-
stofnun hafi gefið út að minnsta
kosti eina bók þar sem samkyn-
hneigðir foreldrar koma við sögu.
Það finnst mér frábært því þá
hafa mjög mörg börn aðgang að
bókinni. En aftur á móti eru þær
bækur ekki fáanlegar í almennri
sölu. Þá virðist vera til ágætt úr-
val svona bóka á ensku og hef ég
lagt það í vana minn á ferðalög-
um mínum erlendis að heimsækja
bókabúðir og spyrja hvort þær
eigi t.d. til barnabækur þar sem
samkynhneigðir foreldrar koma
fyrir. Hingað til hefur svarið allt-
af verið nei, og mögulegt að þess-
ar bækur rati ekki í almenna sölu
og fáist aðeins á netinu.“
Bækur sem gera börnin víð
Ekki er mikið til af barnabókum sem
sýna samkynhneigð og úti í heimi hafa
þannig verk oft valdið fjaðrafoki
Morgunblaðið/Arnþór
Fræðsla Opna úr bók Ástu og Láru Garðarsdóttur. Á fjölskyldudegi í leik-
skólanum kemur í ljós að börnin eiga öll mjög ólíkar fjölskyldur.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Mikilvægt er að sýna fjölbreytt
fjölskylduform í barnabókum, og
alveg sérstaklega í bókum fyrir
yngstu börnin. Þetta segir Ásta
Rún Valgerðardóttir, sálfræðingur
og barnabókahöfundur. „Börn á
leikskólaaldri hafa að öllu jöfnu
ekki mikla lífsreynslu og þekkja
fyrst og fremst það sem fer fram
á leikskólanum og það sem gerist
innan þeirra nánustu fjölskyldu.
Ég tel því mikilvægt að þau fái að
upplifa fjölbreytileika mannlífsins
í þeim bókum sem lesnar eru fyrir
þau því að þannig er þeim gefin
innsýn í stærri heim og ýtt undir
samkennd með öðrum.“
Á síðasta ári sendi Ásta frá sér
bókina Fjölskyldan mín, sem Lára
Garðarsdóttir myndskreytti. Bók-
in segir frá drengnum Friðjóni
sem á tvær mömmur, og fjallar
um það þegar haldinn er fjöl-
skyldudagur í leikskólanum. „Þar
kynna allir krakkarnir fjölskyld-
urnar sínar og teikna af þeim
myndir. Kemur í ljós að fjöl-
skyldur barnanna eru af öllum
mögulegum toga; sumir eiga ein-
stæðan pabba og aðrir foreldra
sem hafa skilið, einn á mömmu frá
öðru landi og þar fram eftir göt-
unum,“ segir Ásta. „Hugmyndin
kviknaði þegar ég var að sækja
son minn á leikskólann og einn
bekkurinn hafði fengið það verk-
efni að teikna mynd af pabba eða
öðrum manni í fjölskyldunni. Það
var því heill veggur þakinn mynd-
um af pöbbum, en við nánari skoð-
un sá ég eina og eina mynd þar
sem barnið hafði teiknað bróður,
frænda eða afa,“ segir Ásta Rún
en hún á dreng á leikskólaaldri
Áskorun Ásta segir bókum
sem sýna fjölbreytileikann
ekki alltaf vel tekið. „Nýj-
asta dæmið er líklega að í
nýlegri bók um Kaftein Of-
urbrók kom í ljós að önnur
aðalsöguhetjan er samkyn-
hneigð. Það olli miklu upp-
námi hjá sumum foreldrum
og var bókin bönnuð í ein-
hverjum skólum í Banda-
ríkjunum.“