Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 9
Umdæmisstjórn starfsárið 2002 - 2003 boðar til um- dæmisþings Kiwanishreyf- ingarinnar Ísland - Færeyjar sem haldið verður í Kiwanis- húsinu í Reykjavík dagana 29. til 31. ágúst 2003. Föstudagurinn 29. ágúst: Afhending gagna og sala að- göngumiða á lokahóf hefst kl. 9:00. Dagskrá dagsins hefst kl. 9:30. Þennan dag verður tekið fyrir: Ársfundur trygginga- sjóðs, fræðsla forseta, ritara og féhirða, umræðuhópar um málefni Kiwanishreyfing- arinnar, umdæmisstjórnar- fundur og fundur kjörum- dæmisstjóra með umdæmis- stjórn, forsetum, riturum og féhirðum næsta starfsárs 2003 - 2004. Setning þingsins fer fram í Laugarneskirkju kl. 20:30 og eftir setningu verður opið hús í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11. Laugardagurinn 30. ágúst: Afhending gagna og sala að- göngumiða á lokahóf hefst kl. 8:30. Þingfundur hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 16:00 en þá verður gert hlé fram að lokahófi sem haldið verður í Íþróttahúsi Fram við Safa- mýri. Borðhald hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Það er von umdæmis- stjórnar og þingnefndar að allir klúbbar umdæmisins sendi fulltrúa sína til þings- ins og einnig er vakin athygli á því að allir kiwanismenn eigaerindi á umdæmisþing til að sækja sér fróðleik og skemmtun. Munið kjörorð ársins er „Kiwanis er vinátta“. Reykjavík 12. mars 2003 F.h. þingnefndar 2003 Hafsteinn Sigmundsson, Jörfa 9 Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Til Kiwanisklúbba í umdæminu Ísland - Færeyjar Vinur okkar og Kiwanisbróð- ir til 24ra ára er látinn, langt um aldur fram á 61. ald- ursári. Hann hélt upp á 60 ára af- mæli sitt sl. sumar, sem við Kiwanisfélagar samglödd- umst með honum. Óli Kr. eins og hann var alltaf kallaður okkar á milli, hét fullu nafni Óli Kristinn Björnsson. Hann var lærður húsamálari en starfaði sem lögreglumaður í Reykjavík. Óli Kr. gekk í Kiwanisklúbb- inn Eldborgu, starfsárið 1978-1979, að áeggjan Andrésar Magnússonar Kiwanisfélaga okkar. Óli Kr. var mjög virkur félagi, hann gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir klúbbinn okkar. Hann var forseti hans 1995-1996. Formaður K- dagsins sem er fjáröflunar- dagur til styrktar geðfötluð- um á landsvísu. Óla var mjög annt um þennan dag og var ætíð ósérhlífinn að starfa fyrir þennan málstað. Hann var formaður ýmsa nefnda, síðast í húsnefnd klúbbsins. Honum fór ein- staklega vel úr hendi öll þau störf er hann tók sér fyrir hendur, enda verður sæti hans seint (fyllt) mannað, kona hans Lilja Daníelsdótt- ir var starfandi í Sinawik- klúbbnum á sama tíma. Undirritaður var einnig í stjórn í forsetatíð Óla, og á ég mjög ánægjulegar minn- ingar frá þeim tíma. Fannst mér gott að leita til Óla með ýmis mál og leita ráða, er ég fékk. Ekki stóð á hreinskiptu svari frá honum. Óli Kr. var einn sterkasti hlekkurinn í klúbbnum og eigum við félagarnir honum mikið að þakka. Við kveðjum Óla Kr. og drjúpum höfði honum og fjölskyldu hans, til virðingar. Elsku Lilja, synir og aðrir að- standendur, við klúbbfélag- arnir í Eldborgu vottum ykk- ur innilegustu sambúðar vegna fráfalls félaga okkar Óla Kr. Björnssonar. F. h. Kiwanisklúbbsins Eldborgar Magnús P. Sigurðsson ritari Minning

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.