Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 10
10 Félagar í Kiwanisklúbbn- um Heklu hafa verið með ýmis verkefni fyrir Hrafnistu í 38. ár. Allt byrjaði þetta með því að árið 1966 að við buð- um vistmönnum á Hrafnistu í sumarferð. Var farið með þá á eigin bílum síðustu helgina í júní á Seloss, skoðað Mjólk- urbú Flóamanna og farið í Ölfusborgir. Í all mörg ár var farið á eigin bílum voru þetta um 20 til 30 bílar í hverri ferð, en eftir því sem vistmönnum fjölgaði var byrjað að fara með rútum. En geta má þess að fyrstu árin var aðeins Hrafnista í Reykjavík, en þeg- ar Hrafnista í Hafnarfirði kom hafa vistmönnum þar alltaf verið boðið með í sum- arferðina. Mjög fljótlega tókum við upp á þeim sið að koma á þrettándanum á Hrafnistu og skjóta upp flugeldum, sem var afgangur frá flugeldasölu, sem við vorum að selja á þessum árum. Um svipað leiti byrjuðum við að halda kvöldvöku á Hrafnistu, sem er skemmtun og dans og er alltaf haldin í febrúar. Síðan þetta hófst hefur ekki eitt einasta ár fallið úr. Á þessum árum hafa flestir af okkar bestu óperu og ljóða- söngvurum og skemmti- kröftum komið fram. Við höf- um verið með eigin hljóm- sveit öll árin, sem félagar úr Heklu hafa spilað í og hefur nafnið Heklutríó, en hin kunna söngkona Hjördís Geirs hefur komið og sungið með hljómsveitinni öll árin. Allt þetta hefur verið með hefðbundnum hætti nema núna kaupum við flugelda- sýningu frá slysavarnardeild- inni Ársæli. Ef við aðeins segjum frá síðustu sumarferð, sem var farin að Flúðum og í Hruna. En síðustu ár höfum við reynt að virkja Kiwanis- klúbbanna á þeim stöðum ,sem við heimsækjum til þátttöku í móttöku á staðn- um. Hafa þeir gert þetta með glæsibrag að aðstoðað okkur með húsnæði fyrir kaffi og sett menn í rúturnar og veitt leiðsögn um sín heimasvæði. Viljum við sérstaklega þakka Gullfossmönnum á Flúðum og Kiwanisfélögum Akranesi og Þorlákshöfn, en slík samvinna setur góðan svip á allt Kiwanisstarfið. Til að menn átti sig á um- fanginu í svona ferð þá voru 165 vistmenn í ferðinni á Flúðir. Við komum með allar veitingar og sendum vaska sveit manna á undan rútun- um til að undirbúa veiting- arnar. Afgangs meðlæti er venjulega gefið til dvalar og elliheimila á staðnum, en þó hefur komið fyrir að erlendu farandverkafólki var gefið af- gangurinn. Aðalvandamálið í þessum stóru ferðum er að fá nógu stóra sali fyrir kaffi- veitingarnar á hinum ýmsu stöðum, sem við heimsækj- um. Ef sagt er frá kvöldvök- unni á Hrafnistu 27. febrúar síðast liðinn, sem með þess- ari grein fylgja myndir frá kvöldvökunni. Þá söng stór- söngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari með undirleik Kára Þormar, Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur fór með gamanmál af sinni kunnu snilld. Dregið var í happ- drætti með 22. vinningum og að lokum dans. Á þessari kvöldvöku voru 160-170 vist- menn. Eins og lesa má af þessari frásögn þá höfum við félag- arnir í Kiwanisklúbbnum Heklu lagt okkur fram við að hlúa að vistmönnum Hrafn- istu, með því að bjóða bæði upp á skemmtanir og ferðir. En þar fyrir utan eru ófá lækningatæki, sjúkrarúm, baðstólalyftur, sem við höf- um fært Hrafnistu. Viljum við Heklufélagar nota tækifærið og þakka öll- um, sem hafa komið að þess- um verkefnum með stuðn- ingi, styrkjum eða vinnu gegnum árin. Sérstaklega viljum við þakka listafólkinu og skemmtikröftunum, sem aðeins hafa fengið greitt með þakklæti gamla fólksins, sem þeir komu og glöddu. Við óskum þeim öllum blessunar. Kiwaniskveðjur frá Heklufélögum. Formaður Hrafnistunefndar Björn Pálsson ljósm. Kiwanisklúbburinn Hekla Styrktarverkefni við Hrafnistu í 38 ár

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.