Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 23
23 Um þessar mundir fagnar Kiwanisklúbburinn Hof í Garði 30 ára starfsafmæli sínu. Í tilefni þessara merku tímamóta var efnt til sérstaks hátíðarfundar sunnudaginn 10.nóvember s.l. í húsnæði klúbbsins að Heiðartúni 4. Margt góðra gesta mætti og má þar til nefna. Umdæmis- stjóra, umdæmisritara, svæð- isstjóra og forseta klúbba í svæðinu. Einnig mættu for- svarsmenn annarra félaga- samtaka í Garði ásamt full- trúum frá hreppsnefnd. Eftir að hátíðarfundi lauk var opið hús og komu margir gestir til að samfagna með okkur Hofsfélögum. Margar góðar gjafir bárust til klúbbsins. Aðdragandi að stofnun Það mun hafa verið fyrir rúmum 30 árum að sú hug- mynd kom upp að stofna kiwanisklúbb í Garði. Það voru Kiwanismenn í Keili í Keflavík, sem voru að æsa menn upp í þetta, sagði Jón Hjálmarsson einn af stofnendunum í ræðu, sem hann hélt í afmælishófinu. Gat hann þess að það hefði verið Karl Taylor, sem hafi verið fremstur í flokki góðra Keilismanna, sem mest að- stoðuðu við stofnunina. Klúbburinn var svo stofn- aður 26.júní 1972 með 21 fé- laga innanborðs. Baldvin heitinn Njálsson var fyrsti forseti Hofs. Skráðir félagar eru núna 16. Nafnið Hof Miklar vangaveltur voru varðandi nafn á klúbbinn. Einhverjum datt þá það snjallræði í hug að leita til þeirrar merku konu Unu Guðmundsdóttur hér í Garði. Hún var þekkt fyrir það að menn leituðu til hennar með öll heimsins vandamál og treystu henni fullkomlega til að finna gott nafn. Hof, skal hann heita, nefndur eftir fornu hofi, sem mun hafa staðið utarlega á Garðskaga fyrr á öldum. Húnæðið að Heiðartúni 4 Fyrir nokkru var ráðist í það að festa kaup á húsnæði að Heiðartúni 4 hér í Garði. Fremstur í flokki í þeirri ákvörðun var Baldvin heitinn Njálsson. Á síðustu vikum hefur verið unnið að því að gera ýmsar lagfæringar á húsnæðinu, þannig að það er nú orðið hið vistlegasta. Ágætlega fór um 60 manns í afmælinu. Það er mikið atriði fyrir okkur Hofsfélaga að eiga þetta húsnæði og á ör- ugglega eftir að stuðla að því að starfið verði blómlegt í framtíðinni. Húnæðið er einnig fyrir starfsemi skáta hér í Garði. Við styrkjum starf skáta með því að leyfa þeim að hafa af- not af húsnæðinu. Skátastarf er hér mjög blómlegt og er það okkur mikið ánægjuefni að geta stuðlað að þessu. Styrktarverkefni Fyrir utan stuðning við skátastarfið hafa Hofsfélagar stutt við bakið á ýmsum góð- um málum í gegnum tíðina. Má þar til nefna að aðstoða við að koma á fót lækna- stofu. Gefið hefur verið til dvalarheimilis aldraðra Garðvangs, til Gerðaskóla, Þroskahjálpar, Björgunar- sveitarinnar, æskulýðsstarf- semi í Garði og margt fleira mætti upp telja. Helsta fjáröflunarleið okk- ar er sala flugelda fyrir hver áramót. Tveir heiðraðir. Á afmælishátíðarfundinum hlutu 2 félagar 30 ára heið- ursmerki Kiwanis. Ingimund- ur Þ. Guðnason og Jón Hjálmarsson eru þeir einu af upphaflegu stofnendum, sem enn eru starfandi félagar. Nú- verandi forseti Hofs Guð- mundur Th. Ólafsson sæmdi þá merkinu. Við Hofsfélagar viljum nota tækifærið og þakka öll- um sem hafa fært okkur gjaf- ir og árnaðaróskir á þessum tímamótum okkar bestu þakkir. Einnig viljum við þakka fyrir góða þátttöku á sumarhátíðinni s.l. sumar sem haldin var á Garðskaga. Með Kiwaniskveðju Sigurður Jónsson, fráfar- andi forseti Hofs. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði 30 ára

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.