Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 12
12 Hvernig gerum við Kiwanishreyfinguna öfl- ugri, sýnilegri, áhugaverð- ari, skemmtilegri? • Draga fram sérstöðu Kiwanishreyfingarinnar og kynna hana í ræðu og riti • Styrkja ímynd hreyfingar- innar og tengsl við hvers- konar fjölmiðla • Alltof sjaldan farið með kjörorð hreyfingarinnar • Verum jákvæð í allri um- fjöllun um hreyfinguna • Breikka val manna í emb- ætti innan umdæmisins Stefna og kynning: • Stefnumótun í hvern klúbb, sem fylgt er eftir af stjórnum - skipulag virkar • Fara í naflaskoðun • Fá kálf í Morgunblaðinu - hætta útgáfu Kiwanis- frétta • Klúbbar kynni sig betur í heimabyggð með sýnileg, áhugaverð og skemmtileg verkefni • Klúbbar séu með árviss verkefni og fjáraflanir sem beðið sé eftir og vekja at- hygli=fjölmiðlavæn verk- efni K lykill/K dagurinn sýnilegri e.t.v. einu sinni á ári, jafnvel sameiginlega fjáröflun í umdæminu, skipa sérstakan talsmann stórra verkefna • Stór verkefni eða sameig- inleg verkefni í samstarfi við fjölmiðla og sjónvarp og brydda upp á nýjum fjáröflunarleiðum t.d. með hugmyndapotti • Hafa einn sérstakan Kiwanisdag á ári á öllu landinu • Koma á framfæri öllum verkefnum í fjölmiðla, sér- staklega þeirra sem höfða til barna, fylgja málum betur eftir • Vera á mannmörgum stöð- um með kynningu t.d. í verslunarmiðstöðvum • Límmiða á hurðir bíla til að kynna hreyfinguna í samfélaginu • Meira samstarf við önnur félagasamtök, bæjarfélög, tengjast út í atvinnulíf- ið/þjóðfélagið með heim- sóknum í fyrirtæki/stofn- anir • Auka samstarf milli klúb- ba og umdæmis • Ræðunámskeið séu í boði t.d á nokkurra ára fresti til að þjálfa félaga til að fara í pontu og tjá sig (2ja ára fresti) • Auka fræðslu • Gera það ódýrara að vera í Kiwanis t.d. bjóða út mat og aðstöðu Fundaformið: • Halda í formfestu og hafa í heiðri fundarsköp, en gera fundina skemmtilegri/létt- ari- ekki festast í viðjum vanans • Hnitmiðaða, fræðandi, skemmtilega fundi og já- kvæða umræðu, brjóta upp starfið á fundum með góðum ræðumönnum • Aðstaða sé góð til funda og annarra starfa klúbbfé- laga • Auka standard • Ræða ekki fjármál ef gest- ir eru á fundum og ekki meiri fjármálaumræðu en nauðsynlegt er, forðast leiðinlega umræðu sem drepur niður klúbbstarfið • Setja ekki of mikla vinnu- skyldu á nýja félaga til að þeir hætti ekki strax, ekki of mikla vinnuskyldu á fé- laga yfirleitt, jafna störf- um í klúbbnum á milli fé- laga, allir eru og vilja vera þátttakendur • Vera með aðra starfsemi fyrir klúbbfélaga, koma saman undir öðrum for- sendum, t.d. ganga, úti- vist, íþróttir o.fl. • Fjölskylduvænt starf, hafa fjölskyldufundi með efni fyrir alla fjölskyldumeð- limi; makakvöld, fjöl- skyldudag, óvissuferð, sumarhátíð Hvernig fjölgum við fé- lögum? • Fjölgunarnefndir í klúbb- um, reyna að fá 3-5 aðila í einu, vinna stöðugt og markvisst að fjölgun • Ungt fólk stofni sína eigin klúbba - ungliðahreyfing • Nýliðanefndir, sérstaklega vegna yngri félaga • Yngri félagar hafi verkefni • Skapa viðskiptasambönd innan Kiwanis t.d. með út- gáfu starfsgreinaskrár • Kynningarblað klúbba af- hent nýjum félögum, frían aðgangseyri á fyrstu 3 fundina • Skemmtilegir kynningar- fundir • Maður á mann/maður á konu aðferðin í félaga- fjölgun, vanda val á félög- um • Byggja eingöngu á per- sónulegum ábendingum annarra félaga • Dreifibréf virkaði í Höfða / útsend boðskort hafa ekki virkað • Margir klúbbar eru að fjöl- ga og sumir vilja ekki fjöl- ga • Láta nýja félaga ekki ein- angrast • Reyna að fá félaga frá Junior Chamber, sem eru að hætta og kynna þeim kiwanisstarfið Hvernig höldum við fé- lögum inn í klúbbunum? • Forðast blokkamyndanir í klúbbum • Hafa samband við alla fé- laga sem ekki mæta á fundi, senda þeim stutt ágrip af fundum, þeir detta þá síður úr tengslum við starfið. • Gleyma ekki að styðja við bakið á félögum innan klúbbsins, sem þurfa á að- stoð að halda eða eiga í erfiðleikum. • Fylgja eftir félögum sem flytja milli byggðarlaga og bjóða þeim inn á nýjum stað • Félagsmálanefnd ræði við félaga sem eru að hætta t.d. ef hægt er að greiða úr málum og grípi strax inn í ef mæting fer að slakna • Styrkja samkenndina með vináttu, umhyggju, virkni og þátttöku. Hvað virkar ekki? AÐ- GERÐALEYSI Niðurstöður ráðstefnu á vegum Kiwanishreyfingarinnar „Stefnum til framtíðar“ haldin 8. mars 2003

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.