Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 22
22 Starf Kiwanisklúbbsins Vífils hefur í vetur gengið með hefðbundnum hætti með tveim fundum í mánuði. Þetta er 23. starfsár klúbbs- ins og eru félagar nú 13 og hefur fækkað um einn frá upphafi starfsársins. Það er ljóst að það fámenni sem við búum nú við setur óneitan- lega sinn svip á starfið en það er öllum kiwanisfélögum áhyggjuefni hversu illa geng- ur að fjölga í hreyfingunni. Laugardaginn 8. nóvember s.l. hélt klúbburinn ásamt eiginkonum sinn 365. fund sem er ígildi þess að hafa fundað hvern dag heils ár hvort sem er helgan eða rúm- helgan. Til að gera þennan áfanga eftirminnilegan héld- um við fundinn í Alþingishús- inu í boði fjármálaráðherra Geirs H. Haarde. Á fundinum hélt Sveinn Hallgrímsson Víf- ilsfélagi og svæðisstjóri Eddusvæðis erindi og fór yfir nokkur atriði úr sögu klúbbs- ins. Á fundinum var Ingvari Þorvaldssyni fyrrverandi Víf- ilsfélaga veitt silfurstjarna Kiwanishreyfingarinnar. Var það gert í viðurkenningar- skyni fyrir framúrskarandi störf í þágu styrktarsjóðs klúbbsins um árabil. Að fundi loknum fylgdi Geir Haarde fjármálaráðherra okkur um húsið og sagði okkur frá því sem fyrir augu bar og fræddi okkur um það starf sem þarna fer fram og kemur ekki nema að litlu leyti fyrir almenningssjónir. Að lokinni verunni í Alþingis- húsið þáðu Vífilsfélagar eig- inkonur og gestir veitingar í boði ráðherrans. Á jólafundi klúbbsins var veittur styrkur til þurfandi í Breiðholti og tók séra Hreinn Hjartarson við honum fyrir hönd kirkj- unnar, en hann og eiginkona hans Sigrún Halldórsdóttir voru gestir fundarins. Eins og fram kemur hér að framan eru félagar ekki margir eins og stendur en þrátt fyrir það er reynt að halda uppi eins öflugu félagsstarfi og kostur er við þessar aðstæður. Að lokum vil ég biðja Kiwanis- fréttir fyrir baráttukveðjur til Kiwanismanna nær og fjær. Þakklæti vil ég einnig færa Þyrí Baldursdóttur fyrir dugnaðinn við að toga út úr mönnum fréttir af starfinu, fréttir sem eiga fullt erindi við fleiri en viðkomandi klúbb og sýna að við stönd- um ekki ein í vandamálun- um. Með Kiwaniskveðju Snorri Bjarnason forseti Vífils 365. fundur Vífils haldinn í Alþingishúsinu Gestir hlýða á fjármálaráðherra og máta sæti þingmanna. Hluti fundarmanna á 365. fundi. Stjórnarskiptafundur var haldinn 4. okt. Síðastliðin, þar sem svæðisstjóri Jón Svavarsson leysti Emil Hauksson og félaga frá störf- um og setti nýja stjórn undir forsæti Ragnars Guðmunds- sonar í embætti. Á þennan fund mættu nokkrir félagar frá Skildi, en það er fastur siður í starfi klúbbanna í svæðinu að heimsækja hvern annan á stjórnarskiptum. Þann 18.10 var haldinn svo- nefndur „Lappafundur“ en á honum er uppistaða í mat- reiðslu að sjóða sviðar lambsfætur, ásamt sviðum, rófustöppu og kartöflumús. Villibráðarkvöld var haldið í nóvember, var það liður í fjáröflun klúbbsins, þar var veislustjóri Hjálmar Hjálm- arsson leikari með meiru, hagnaður var því miður í minna lagi, þá var haldinn skötuveisla á Þorláksmessu og gaf hún ögn meiri hagnað. Jólatrésskemmtun var hald- inn milli jóla og nýárs þar mættu um 100 mans á öllum aldri. Ræðumenn hafa verið á 4 fundum, þeir eru Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Haukur Pálsson bóndi, Bjarni Maronsson bóndi og landgræðslufrömuður og Jón Ormar Ormsson starfsmaður Rúvak með meiru. Þann 14. maí n.k. verður k.kl. Drangey 25 ára, er ákveðið að minnast þeirra tímamóta með veisluhöldum þann 17. maí í félagsheimil- inu Árgarði við Steinsstaða- skóla, ekki er að efa að þar verður glatt á hjalla og gam- all kunningsskapur endurnýj- aður og væntanlega stofnað til nýrra kynna. Í boði verður meðal annars, fjölrétta mat- seðill skemmtiatriði og dans- leikur, fyrr um daginn er hugmyndin að fara út í Drangey ef verður leyfir og afhjúpa mynnisvarða um Grettir Ásmundarson. Gisti- aðstaða hefur verið fengin á Bakkaflöt ferðaþjónustu, þar er í boði eins og tveggja- manna herbergi, sumarhús fyrir 4 og 6, tjaldstæði og að- staða fyrir húsbíla. Nánar kynnt í bréfi til klúbbanna. Að sjálfsögðu eru allir Kiwanisfélagar og makar þeirra velkomnir til okkar að gleðjast með okkur á þessum tímamótum, ef einhvern langar í frekari upplýsingar þá lætur afmælisnefnd þær fúslega í té, en formaður hennar er Steinn Ástvaldsson sími heima 453-5513 og í vinnu 895-2239. Með Kiwaniskveðju Steinn Ástvaldsson og Svavar Sigurðsson. Pistill frá Drangey

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.