Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.04.2003, Blaðsíða 20
20 Vitur maður sagði. „Fortíð- in er til að læra af henni en framtíðin til sóknar“. Hver er framtíð Kiwanis á Íslandi? Það vitum við að sjálfsögðu ekki en við getum stefnt að því að gera framtíð- ina ljósari og öruggari með því að leggja á okkur nokkra vinnu. Nú er ég ekki að full- yrða að aldrei hafi verið stað- ið að skipulagningu fyrir Kiwanis á Íslandi , síður en svo. Ef það hefði aldrei verið gert, þá væri ekki Kiwanis til í dag og við værum ekki með starfandi félagsskap um land- ið allt. Hinu er svo ekki hægt að neita að fækkun fólks frá hreyfingunni er grafalvarlegt mál sem ber að hugleiða og reyna og sporna eitthvað á móti. Tryggasta leiðin til að við- halda félagsstarfi eins og Kiwanis er að halda félaga- fjölda hæfilegum. Láta ekki félagafjöldann falla niður þ.e. að verjast því að missa félaga úr starfi ef möguleiki er. Munum að það á að vera auðveldara að halda félögum í hreyfingunni heldur en að ná nýjum inn. Félagar koma og fara, það vitum við. En við þurfum að halda starfi okkar áhuga- verðu svo fólk hafi eftir ein- hverju að sækja. Nú hafa nokkrir félagar gengið til liðs við Kiwanis á undanfarandi árum og horfið fljótlega aftur frá. Það þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við það, síður en svo. En vert er að spyrja. „Gæti það verið út af fundar- formi, framkomu félaga við þá nýju eða eitthvað í starfi klúbbana og hreyfingarinnar sem hrekur frá. Er uppbygging okkar fé- lagsstarfs fráhrindandi á ein- hvern hátt. Af hverju stenst ekki félagsskapur okkar væntingar þeirra sem hverfa frá svo skjótt? Þessum spurningum ætla ég ekki að svara. Varpa þeim aðeins fram mönnum til íhug- unar. Samskipti félaga í Kiwanis, manna á milli eru nokkuð góð að ég tel allmennt. En þegar kemur að samskiptum við Umdæmið virðist einhver snuðra hlaupa á spottann. Hvers vegna, veit ég ekki. Skýrslugerð til umdæmisins er verulega í ólestri hjá mörg- um eftir því sem skýrslur svæðisstjóra sýna. Og ég veit af reynslu að bréfum er jafn- vel ekki svarað sem send eru til klúbba. Sem betur fer er þetta ekki algild regla en því miður allt of algengt. Er þetta trassa háttur, gleymska eða er þetta beinn ásetningur? Ef svo er, er málið í alvarlegum farvegi. Eða standa kjörnir fulltrúar hreyfingarinnar ekki undir þeim væntingum sem þeir voru kjörnir til? Ekki var ætlun mín að fara að halda uppeldis prédikun hér í þessum pistli en ég kasta þessu fram til að undir- strika huga minn um Kiwanis. Mér finnst, (ekki endilega svo að ég hafi rétt fyrir mér), að starfsemi Kiwanis sé allt of mikið bundin niður í gömul gildi. þ.e. þau gildi sem voru fyllilega frambærileg á þeim tíma er þau voru sett. Í allri þeirri tækni byltingu sem orðið hefur og nokkuð snögg- lega hefur gengið í garð hjá okkur, hafa mörg gildi okkar fallið eða frekar að segja, færst úr stað eða breyst. Það er þetta sem ég held að við verðum að skoða á sérstakan hátt með framtíð hreyfingar- innar í huga. Ef skoðað er í sögulegu samhengi uppeldisumhverfi þeirra manna sem stofnuðu Kiwanis og þeirra sem við viljum fá inn í hreyfinguna í dag til að taka við af okkur á komandi dögum þá sjáum við hversu yfirþyrmandi munur er þarna á. Stofnendur hreyfingarinn- ar eru fæddir á byrjun síðustu aldar. Ólust upp jafnvel í torf- bæ, engin upphitun, ekkert rafmagn og eini ylurinn sem fólkið hafði til að lifa af harða vetrartíð var ylurinn af skepnunum sem voru jafnvel í fjósi undir húsinu og þótti stórsniðug hugmynd þess er byggði. Á þessum tímum hafði fólk mikið fyrir því að hitta annað fólk frá öðrum bæjum. Lagði á sig jafnvel nokkra tíma göngu í þokkalegu veðri til að hitta nágranna. Það var ekki hoppað upp í gljáandi sjálfrennireið og ekið eftir sléttum vegi, heldur farið yfir keldur og móa og ár þurfti að vaða til að komast á leiðar- enda. En þetta var gert! Hvers vegna? Hvað rak fólk til að leggja þetta á sig? Þörf mannsins til að vera í nálægð annarra er svona sterk. Ég þarf ekki frekar að tí- unda hversu breytingar eru miklar frá þessum tíma. En fast setja skulum við það í okkar umhugsun, að þær væntingar sem fólk gerir í dag til samveru við hvert annað er heldur betur annað, þó sam- veru þörfin sé vafalítið ekki mynni. Mörg gildi hafa fallið eða frekar færst úr stað eða breyst. Eða hvað heldur þú les- andi góður. Á tímum afþreyingar sprengingar þar sem allir keppast við að selja og kynna sem víðtækasta og margvís- legasta afþreyingu er róður- inn þyngri til að halda uppi fé- lagsstarfsemi eins og Kiwan- is. Hraði þjóðfélagsins og mötun mannfólksins á öllum hlutum er það sem veldur okkur búsifjum í starfsemi eins og við viljum standa að. Kiwanis á Íslandi er stofn- að þegar fjölmiðlar voru færi en í dag. Dagblöð voru bara málgagn stjórnmálaflokka. Útvarp Reykjavík var útvarp allra landsmanna og ekkert annað heyrðist. Sjónvarp ekki til, bjórmenningin var engin og pöbba rölt ekki til í Reykjavík, fáir skemmtistaðir og taldir á fingrum annarrar handa. Og út á landsbyggð- inni var alls ekki neitt, nema ef vera mátti eitt félagsheim- ili. „Þá var maður manns gam- an“ Og eitt er víst þetta gamla gildi er enn til staðar. „Það þarf bara að ná þeim saman, finna hinn nýja far- veg.“ Ég veit sem tónmennta kennari til margra ára að „Það er auðveldara að gefa öðrum tóninn en að halda lagi sjálfur“. En samt leyfi ég mér að setja þessar vanga- veltur fram öðrum félögum til umhugsunar. Einn er sá þáttur sem ég hef staðið að um nokkra ára bil og finnst hægt farið en það er vefurinn okkar http//www.kiwanis.is. Fann ég það strax í upphafi að menn tóku þessum nýja miðli með slíkri varúð en þó með bros á vör og í þvílíkri óvissu að nánast engan vegin var hægt að komast að með þetta málefni. Þó var svo, að þó nokkrir sýndu þessu áhuga og vildu vera með og því er hann það sem hann er í dag. Kiwanisvefurinn okkar er nú að mínu mati búinn að sanna sig og tilveru rétt sinn. Inn á hann hafa nú komið Rú- lega 10.000 innkomur á þrem- ur árum en fyrstu árin voru þeir aðeins taldir í fáeinum hundruðum. Hann er enn vistaður hjá Islandia og tekur þar tæplega 85 Mb. En ætti að mínu mati að vera orðin fimm sinnum stærri. Vefhönnun þá sem nú er inni fyrir umdæmið þ.e.a.s. www.kiwanis.is hefur Gestur Halldórsson í Höfða séð um og hefur hann alfarið haldið honum við þetta árið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. „Fortíðin er til að læra af henni en framtíðin til sóknar“

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.