Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 6
MenntaMál „Ég hef gert athuga­ semdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófess­ or emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunn­ skólum. Nemendur lentu í tækni­ legum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstak­ lega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nem­ endur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“ Að sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumál­ inu og málnotendum. „Það er viður­ kennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðar­ horfur tungumálsins. Ef þeir eru nei­ kvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nem­ endur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur mál­ tilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“ sighvatur@frettabladid.is Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dæmi um spurningar í könnunarprófinu Hvað telst gott mál? o Mig syfjar alltaf yfir sjón- varpinu. o Honum syfjar alltaf yfir sjón- varpinu. o Mér syfjar alltaf yfir sjón- varpinu. o Henni syfjar alltaf yfir sjón- varpinu. Hvað telst gott mál? o Kristín og Guðrún litu hvor til aðrar. o Kristín og Guðrún litu til hvorrar annarrar. o Kristín og Guðrún litu hvor til annars. o Kristín og Guðrún litu hvor til annarrar. Hvað telst ekki gott mál? o Fargið ekki öllu fiðurfénu strax. o Við skulum fergja heyið því brátt rignir. o Fergið ætlaði mig lifandi að drepa. o Það var þungu fargi af mér létt. Það er verið að athuga hvað nem- endur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagn- rýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist ekki um kunnáttu og þekkingu heldur mál- tilfinningu. Hvað telst gott mál? o Ég saknaði engans. o Það var beðið mig að vaska upp. o Mér var sagt upp vinnunni í gær. o Ég vill heimsækja afa. www.provision.is Ánægðari augu Náttúruleg vörn gegn augnþurrki Þrjár sameindir sem veita ánægðari augu allan daginn. Thealoz®, Thealoz Duo® og Thealoz Duo Gel® eru allt einstakar vörur í meðhöndlun á augnþurrki. Þær viðhalda raka og verja augun gegn þurrki á náttúrulegan hátt. Tárafilma verður fyrir ofþornun. Hornhimnan bætir fyrir skortinn á rakanum sem veldur því að frumur skemmast og deyja. Tárafilman endar í ójafnvægi. Trehalósi kemur jafnvægi á frumur hornhimnunnar og verndar þær gegn þurrki. Hýalúnsýran bætir rakann og smyr yfirborð hornhimnunnar. Karbómer gerir gelinu kleift að endast lengur. Saman veitir þetta langvarandi létti og tárafilman fær hjálp við að komast aftur í jafnvægi. FYRIR EFTIR TREHALÓSI – er náttúruleg sameind sem finnst í mörgum plöntun og hjálpar þeim að lifa í þurru umhverfi. Trehalósi verndar frumur horn- himnunnar fyrir þurrki. HÝALÚRONSÝRA – er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hún hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. KARBÓMER – gerir það að verkum að gelið helst lengur og veitir langvarandi léttir fyrir og vellíðan í augunum. Þurr fruma Hyaluronsýra gefur raka Karbomer veitir langvarandi létti Tárafilma Threhalósi verndar frumurnar Frumur hornhimnu með trehalósi Frumur hornfimnu allan daginn Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna er notað náttúrulega efnið trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar. Einnig er notuð hýalúnsýra sem smyr yfirborðið og gefur raka. Nýtt! Gel fyrir nót tina og ef tir þörfum á daginn SJÓ 0917-8 Thealoz bæklingur 2017.indd 1 20/09/17 09:35 www.provision.is Ánægðari augu Náttúruleg vörn gegn ugnþurrki Þrjár sameindir sem veita ánægðari augu allan daginn. Thealoz®, Thealoz Duo® og Thealoz Duo Gel® eru allt einstakar vörur í meðhöndlun á augnþurrki. Þær viðhalda raka og verja augun gegn þurrki á náttúrulegan hátt. Tárafilma verður fyrir ofþornun. Hornhimnan bætir fyrir skortinn á rakanum sem veldur því að frumur skemmast og deyja. Tárafilman endar í ójafnvægi. Trehalósi kemur jafnvægi á frumur hornhimnunnar og verndar þær gegn þurrki. Hýalúnsýran bætir rakann og smyr yfirborð hornhimnunnar. Karbómer gerir gelinu kleift að endast lengur. Saman veitir þetta langvarandi létti og tárafilman fær hjálp við að komast aftur í jafnvægi. FYRIR EFTIR TREHALÓSI – er náttúruleg sameind sem finnst í mörgum plöntun og hjálpar þeim að lifa í þurru umhverfi. Trehalósi verndar frumur horn- himnunnar fyrir þurrki. HÝALÚRONSÝRA – er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hún hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. KARBÓMER – gerir það að verkum að gelið helst lengur og veitir langvarandi léttir fyrir og vellíðan í augunum. Þurr fruma Hyaluronsýra gefur raka Karbomer veitir langvarandi létti Tárafilma Threhalósi verndar frumurnar Frumur hornhimnu með trehalósi Frumur hornfimnu allan daginn Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafil una er notað náttúrulega efnið trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar. Einnig er notuð hýalúnsýra sem smyr yfirborðið og gefur raka. Nýtt! Gel fyrir nót tina og ef tir þörfum á daginn SJÓ 0917-8 Thealoz bæklingur 2017.indd 1 20/09/17 09:35 Thealoz eru einstakir augndropar sem viðhalda raka og verja augun fyrir þurrki á náttúrulegan hátt. Náttúruleg vörn gegn augnþ rrki • Trehalósi kemur á jafnvægi og verndar frumur hornhimnu • Hýaluronsýra smyr og gefur langvarandi raka • Karbómer fær gelið til að halda virkni enn lengur • Sérstaklega milt fyrir augun • Mælt með fyrir augnlinsur • Án rotvarnarefna KJaRaMál Stjórn Eflingar hefur sam­ þykkt ályktun þar sem formanni og forystu félagsins er falið að kanna grundvöll þess að efna til samflots í komandi kjaraviðræðum. Er þar horft til tveggja stærstu hópa launafólks á landinu, almenns verkafólks innan Starfsgreinasam­ bandsins og verslunarfólks innan VR og Landssambands verslunar­ manna. Í ályktuninni segir að það sé mat stjórnar Eflingar að samflot þessara aðila myndi færa verkalýðshreyf­ ingunni mikinn styrk og slagkraft í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jóns­ dóttur, formanni Eflingar, að mjög gott samband hafi myndast með nýrri forystu VR og í því felist miklir möguleikar. Með samfloti þessara aðila yrði mögulega til öflugasta bandalag sem sést hefur í kjara­ samningum. – sar Efling vill kanna samflot með VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMhveRfisMál Rekstraraðilar eldis­ stöðvarinnar N­lax að Auðbrekku í Húsavík eru til skoðunar hjá Fiski­ stofu eftir að hafa ekki tilkynnt um slysasleppingu á regnbogasilungi í síðasta mánuði. Lögum samkvæmt er skylda að tilkynna slík slys. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að við slátrun úr einu keri fyrir­ tækisins hafi rist losnað af niður­ fallsröri í kerinu og fiskar komist í frárennsli stöðvarinnar sem rennur í fráveitukerfi Húsavíkur. „Fyrir liggur að eldisfiskar bárust í fráveitu bæjarins.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er umfang slyss­ ins óljóst en talið óverulegt. N­lax áætlar að 300 regnbogasilungar hafi verið í kerfinu þegar atvikið átti sér stað og uppgefnar sláturtölur gefi til kynna að hátt hlutfall þeirra hafi skilað sér í slátrun. „Engin hreinsun er í fráveitukerf­ inu og því ekki hægt að útiloka að lifandi fiskur hafi borist til sjávar. Eldisfiskurinn er ófrjór og getur ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru.“ – smj Silungur endaði í fráveitukerfinu 8 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 l a U G a R D a G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -5 2 1 8 2 0 C 4 -5 0 D C 2 0 C 4 -4 F A 0 2 0 C 4 -4 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.