Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 18
Valur - FH 4-0 1-0 Elín Metta Jensen (5.), 2-0 Hlín Eiríks- dóttir (36.), 3-0 Hlín (84.), 4-0 Hlín (89.). FH er fallið úr Pepsi-deildinni. Stjarnan - KR 3-0 1-0 Megan Lea Dunnigan (76.), 2-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (82.), 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (85.). Nýjast Pepsi-deild kvenna Þór - Selfoss 2-1 1-0 Ignacio Gil Echevarria (37.), 1-1 Hrvoje Tokic (41.), 2-1 Jóhann H. Hannesson (82.). Haukar - ÍR 1-1 0-1 Axel Sigurðarson (6.), 1-1 Gunnar Gunn- arsson, víti (85.). Fram - HK 1-4 0-1 Bjarni Gunnarsson (12.), 0-2 Máni Aust- mann Hilmarsson (49.), 0-3 Brynjar Jónas- son (52.), 0-4 Brynjar (70.), 1-4 Frederico Bello Saraiva (90.). Inkasso-deild karla Afture./Fram - Keflavík 0-1 0-1 Natasha Moraa Anasi (58.). Inkasso-deild kvenna Þjóðadeildin A-deild Riðill 3 Ítalía - Pólland 1-1 0-1 Piotr Zielenski (40.), 1-1 Jorginho, víti (78.). B-deild Riðill 2 Tyrkland - Rússland 1-2 0-1 Denis Cheryshev (13.), 1-1 Serdar Aziz (41.), 1-2 Artem Dzyuba (49.). C-deild Riðill 1 Albanía - Ísrael 1-0 1-0 Taulant Xhaka (55.). Riðill 4 Litháen - Serbía 0-1 0-1 Dusan Tadic, víti (38.). Rúmenía - Svartfjallal. 0-0 D-deild Riðill 3 Aserbaídsjan - Kósovó 0-0 Færeyjar - Malta 3-1 1-0 Jóan Edmundsson (31.), 2-0 René Joensen (38.), 2-1 Michael Mifsud (42.), 3-1 Hallur Hansson (52.). Fótbolti Breiðablik og Þór/KA mætast í toppslag Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogs- velli klukkan 14.00 í dag. Breiðablik getur þar stigið ansi stórt skref í átt að því að hrifsa Íslandsmeistara- titilinn frá Þór/KA sem er ríkjandi meistari. Breiðablik situr fyrir leik- inn makindalega í toppsæti deildar- innar með 40 stig á meðan Þór/KA er sæti neðar með 38 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Fréttablaðið fékk Hólmfríði Magnúsdóttur, margreynda lands- liðskonu, til þess að spá um þennan stórleik. „Þetta verður mjög jafn leikur og það er bara spurning um hvort liðið á betri dag. Bæði lið hafa haft betur í síðustu leikjum á sann- færandi hátt. Breiðablik er sigur- stranglegra að mínu mati þar sem þær eru á heimavelli og í hefndar- hug eftir tapið í leik liðanna fyrir norðan í fyrri umferð deildarinn- ar,“ segir Hólmfríður. „Breiðablik hefur heillað mig mest af öllum liðum í sumar. Þær hafa sýnt stöðugleika á yfirstandandi leiktíð þrátt fyrir að hafa misst Fanndísi [Friðriksdóttur], Rakel [Hönnu- dóttur], Ingibjörgu [Sigurðardóttur] og Svövu Rós [Guðmundsdóttur] sem eru allt landsliðsmenn og voru lykilleikmenn hjá þeim í fyrra,“ segir Hólmfríður þegar hún var beðin um að nefna það lið sem hefur heillað hana hvað mest í sumar. „Þær fengu í staðinn unga og efni- lega leikmenn auk þess sem uppaldir leikmenn sem voru hjá félaginu fyrir hafa axlað aukna ábyrgð með sóma. Þær fengu stærra hlutverk hjá þjálf- arateyminu og mig langar að hrósa Þorsteini [Halldórssyni], þjálfara Blika, sérstaklega fyrir það hversu vel honum hefur tekist að þróa og þroska þessa leikmenn. Hann veitir þeim trú og færir þeim traust á að þær geti spilað vel þrátt fyrir ungan aldur,“ sagði Hólmfríður enn fremur um Blikaliðið. „Ég tel að Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, verði lykill- inn að sigri liðsins. Nái hún að halda hreinu hef ég engar áhyggjur af því að Blikaliðið skori ekki. Hinum megin verður Sandra María Jessen að eiga góðan leik ætli Þór/KA að fara með sigur af hólmi. Þá er það mikilvægt að Donni nái að halda leikmönnum einbeittum á eitt verkefni í einu. Ég hef engar áhyggjur af því þar sem hann er afar fær þjálfari,“ sagði þessi fyrrverandi framherji um það sem lagt gæti grunn að sigri liðanna. – hó Breiðablik getur sett níu fingur á bikarinn Blikar hafa unnið alla sjö heimaleiki sína í Pepsi-deildinni. FRéTTABLAðIð/AnDRI 1 Hannes Þór Halldórsson 2 Birkir Már Sævarsson 5 Sverrir Ingi Inga- son 6 Ragnar Sigurðsson 23 Ari Freyr Skúlason 19 Rúrik Gíslason 4 Guðlaugur Victor Pálsson 10 Gylfi Þór Sigurðsson 8 Birkir Bjarnason 22 Jón Daði Böðvarsson 17 Björn Bergmann Sigurðarson. 1 2 19 5 4 10 6 17 23 8 22 líklegt byrjunarlið Íslands Fótbolti Tíð hins sænska Eriks Hamrén með íslenska karlalands- liðið hefst klukkan 18.00 að staðar- tíma í St. Gallen í Sviss þegar heima- menn taka á móti Strákunum okkar. Hann flutti jákvæð tíðindi á blaða- mannafundi liðsins í gær eftir að hafa þurft að horfa upp á lykilleik- menn meiðast í aðdraganda leiksins – fyrir utan Emil Hallfreðsson eru allir leikmennirnir klárir í slaginn. „Staðan á leikmannahópnum er góð, þetta var erfitt í byrjun vikunnar þegar margir voru með smávægileg meiðsli en starfsfólkið hefur gert vel og það gátu allir æft á fullu síðustu tvo daga. Emil er sá eini sem getur ekki byrjað en aðrir eru tilbúnir,“ sagði Hamrén sem virtist afar hrifinn af starfsfólki KSÍ og leik- mönnum við fyrstu kynni. „Ég er orðinn mjög spenntur fyrir leiknum en við vitum að þeir eru með frábært lið sem tapar ekki mörgum leikjum þó að þeir hafi tapað, mér til mikillar gleði, fyrir Svíþjóð á HM,“ sagði Hamrén léttur. Hann talaði strax á fyrsta blaða- mannafundi um það að hann myndi ekki vilja breyta of miklu undir eins. „Ég hef sagt það áður, ég mun reyna að breyta einhverju hjá liðinu en byggja á því góða starfi sem Heimir og Lars unnu.“ Leikmennirnir virtust fegnir því er þeir ræddu við fjölmiðla í vikunni og tók Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði liðsins í leiknum í dag, undir það. „Vikan hefur verið mjög fín, svip- uð og við höfum vanist undanfarin ár. Erik kom með nokkra nýja hluti inn en engar stórvægilegar breyt- ingar sem var gott fyrir okkur leik- mennina. Það verður gaman að sjá hvort strákunum sem hafa verið inn og út úr liðinu undanfarin ár tekst að grípa tækifærið,“ sagði Gylfi og hélt áfram: „Það var erfiðara að koma niður á jörðina eftir EM en núna. Í Frakk- landi gekk betur og það var strax gerð krafa um að komast á næsta stórmót. Við þekkjum það betur að byrja í nýrri keppni svona strax. Við ætlum okkur á næsta stórmót og Þjóðadeildin er leið inn á EM.“ Gylfi talaði um mikilvægi þess að stöðva Xherdan Shaqiri, leikmann Liverpool og eitt þekktasta nafn andstæðinganna. „Þeir eru með frábært lið, erfitt að spila gegn þeim og liðsheildin sterk. Þeir eru snöggir fram á við og með öflugan sóknarleik þar sem Shaqiri er hættulegur, við þurfum að hafa góðar gætur á honum.“ Talið er nokkuð víst að Guðlaugur Victor Pálsson muni byrja leikinn á miðjunni við hlið Gylfa og fylli í það gríðarstóra skarð sem Aron Einar Gunnarsson skilur eftir sig. Það hefur verið vandamál hjá lið- inu að finna staðgengil Arons þegar þess hefur þurft en Guðlaugur virð- ist vera tilbúinn að axla þá ábyrgð. Hann hefur þurft að bíða eftir tækifæri sínu í langan tíma og er undir honum komið að grípa það með báðum höndum. Þá er líklegt að Ari Freyr taki sér stöðu á ný í vinstri bakvarðarstöð- unni sem Hörður Björgvin hefur leikið í undanfarin ár en Hörður kvaðst sjálfur vera tilbúinn ef kallið kæmi. Allir klárir í slaginn Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í dag gegn sterku liði Svisslendinga. FRéTTABLAðIð/SIgTRygguR ARI gylfi Þór Sigurðsson verður fyrirliði í St. gallen í dag. FRéTTABLAðIð/STEFán Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Sviss í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni og fyrsta leik liðsins undir stjórn Eriks Hamrén. Eftir að hafa misst marga leik- menn í meiðsli í aðdrag- anda leiksins eru allir klárir í slaginn og segir Gylfi að leikmenn séu komnir niður á jörðina eftir HM í Rússlandi. Kristinn Páll Teitsson skrifar frá St. Gallen kristinnpall@frettabladid.is Ólafía sautjánda golF Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 17. sæti eftir fyrstu tvo hringina á Lacoste Ladies Open de France mót- inu sem er hluti af LET-mótaröðinni í golfi. Ólafía er á þremur höggum undir pari. Hún var á pari eftir fyrsta hringinn en lék á þremur höggum undir pari í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir lék einnig á þremur höggum undir pari í gær. Það dugði henni þó ekki til að kom- ast í gegnum niðurskurðinn. Valdís lék fyrsta hringinn á sjö höggum yfir pari, endaði á fjórum höggum yfir pari og lauk leik í 75. sæti. Niðurskurðurinn miðaðist við tvö högg yfir pari. – iþs 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 l A U g A r D A g U r18 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -3 4 7 8 2 0 C 4 -3 3 3 C 2 0 C 4 -3 2 0 0 2 0 C 4 -3 0 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.