Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 10
PHILIPS 55’’ UHD SNJALLSJÓNVARP 55PUS6503 SAMSUNG KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR RB28HSR2DWW SAMSUNG ÞURRKARI DV90M50003W SAMSUNG ÞVOTTAVÉL WW90J5426FW G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – E L K O . I S 69.995 EÐA 6.427 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 77.125 KR. - ÁHK 20.26% 99.995 EÐA 9.015 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 108.174 KR. - ÁHK 16.08% 79.990 EÐA 7.289 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 87.470 KR. - ÁHK 18.51% 99.990 EÐA 9.014 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. VAXTAL. KORTALÁN - ALLS 108.170 KR. - ÁHK 16.09% að finna rétta tækið við hjálpum þér BRASILÍA Brasilíski forsetafram- bjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðn- ingsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknis- hendur eftir að maður, sem lög- regluyfirvöld lýsa sem andlega van- heilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðað- gerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bols onaro þarf að dvelja á spítalan- um í að minnsta kosti viku. Brasilíu- menn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bol- sonaro komi til með að hafa meiri- háttar áhrif á kosningabaráttuna og endan leg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rann- sóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undan- farið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaemb- ættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Val- ente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP. – khn Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. FRéttaBlaðið/aFP SVÍÞJÓÐ Þingkosningar í Svíþjóð fara fram á morgun. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir í aðdrag- anda þeirra mun landslagið í sænsk- um stjórnmálum breytast til muna. Óvissan er þó nokkur en nýjustu skoðanakannanir benda til þess að tæplega þrír af hverjum tíu hafi ekki gert upp hug sinn. Þrír flokkar eru líklegastir til að vera stærsti flokkurinn þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Flest bendir til þess að Sósíaldemó- krataflokkurinn, sem forsætisráð- herrann Stefan Löfven fer fyrir, muni verða stærstur. Sömu kannan- ir benda hins vegar til að flokkurinn muni tapa tæplega fjórðungi fylgis síns frá kosningunum fyrir fjórum árum. Verði það raunin verður það versta kosning flokksins frá árinu 1912. Jafnaðarmenn hafa setið í minnihlutastjórn undanfarið með Græningjum. Að óbreyttu verða hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar hástökkvarar kosninganna. Flokkurinn fékk tæp þrettán prósent síðast en hefur undanfarið mælst með á bilinu 17-20 prósent. Hægriflokkurinn, Moderaterna, mælist á svipuðu bili og Svíþjóðardemókratar. Á kjörtímabilinu sem brátt er á enda hafa átta flokkar skipt á milli sín þingsætunum 349 sem í boði eru. Til að fá þingsæti úthlutað þurfa flokkar annaðhvort að ná fjögurra prósenta kjörfylgi á landsvísu eða tólf prósentum í stöku kjördæmi. Möguleiki er á að tveir flokkar gætu farið niður fyrir þröskuldinn. Um miðjan síðasta mánuð mældust Kristilegir demókratar með rúm- lega þriggja prósenta fylgi en hafa í könnunum undanfarið stokkið upp. Útlit er fyrir að þeir sleppi fyrir horn með um sex prósent. Meiri óvissa er um afdrif Græningja. Í könnun You- Gov fyrir viku, sem þó er nokkuð á skjön við aðrar kannanir, mældist flokkurinn úti. Þá hefur það oft fylgt flokknum að fá eilítið færri atkvæði en kannanir segja til um. Það má fylgja sögunni að fyrir fjórum árum var könnun YouGov sú sem komst næst úrslitum kosninganna. Vinsældir Svíþjóðardemókrata hafa litað kosningabaráttuna mjög. Flokkurinn hefur verið hálfgert eyland í sænskum stjórnmálum og aðrir flokkar hafa forðast að starfa með honum. Flokkurinn er yfir- lýstur andstæðingur veru Svíþjóðar í Evrópusambandinu og þá er flokkurinn harður í andstöðu sinni við innflytjendastefnu stjórnvalda. Innflytjendur og málefni þeirra hafa því verið í forgrunni. Umhverfis- og orkumál hafa einnig verið í brenni- depli í kjölfar hitabylgju og þurrka í landinu í sumar. Staða uppistöðu- lóna í landinu er slæm og sá mögu- leiki fyrir hendi að flytja þurfi inn raforku í vetur. Helstu kandídatar í stól forsætis- ráðherra eru formenn stærstu flokk- anna þriggja. Stjórnarmyndunar- viðræður að kosningum loknum gætu reynst þrautaganga en lík- legasta útkoman, miðað við kann- anir undan farið, er að Löfven muni mynda minnihlutastjórn. joli@frettabladid.is Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar Kannanir undanfarið Rauða blokkin Kosningar 2014 Kannanir nú YouGov Jafnaðarmenn 31,0% (113 þingmenn) 22-26% 23,8% Vinstriflokkurinn 5,7% (21 þingmaður) 9-11% 9,4% Græningjar 6,9% (25 þingmenn) 4-6% 3,6% alliansen Hægriflokkurinn 23,3% (85 þingmenn) 17-19% 16,5% Miðflokkurinn 6,2% (21 þingmaður) 7-10% 6,0% Kristilegir demókratar 4,6% (16 þingmenn) 5-7% 4,8% Frjálslyndir 5,4% (19 þingmenn) 5-7% 5,7% Svíþjóðardemókratar 12,9% (49 þingmenn) 17-20% 24,8% Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjör- breytt eftir stökk Sví- þjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaup- ið um að verða stærsti flokkur landsins. Átta flokkar eiga sæti á sænska þinginu og hafa þeir tekist á um hylli kjósenda undanfarnar vikur. FRéttaBlaðið/ePa 8 . S e p t e m B e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -6 0 E 8 2 0 C 4 -5 F A C 2 0 C 4 -5 E 7 0 2 0 C 4 -5 D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.