Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 12
Vilborg Arna Gissurardóttir, Heimir F. Hallgrímsson, Hrafn Svavarsson og Sigurð- ur Bjarni Sveinsson náðu á dögun- um toppi Hvítafjalls, sem er hæsta fjall Alpanna og er 4.810 metra hátt. Ferðalag þeirra hófst í fjallaþorpinu Chamonix í Frakklandi og tók í heildina níu daga, þar af sex daga í klifri. Gangan gekk vonum framar þó að leiðin niður hafi valdið þeim nokkrum áhyggjum, þegar mikið grjóthrun varð og hnullungar á stærð við bíla þeyttust niður fjallið. Fjórmenningarnir héldu dagbók í ferðalaginu. ✿ Dagur 1 n Lendum í hádeginu í Genf og förum þaðan til Chamonix. n Röltum um fallegan bæinn í geggjuðu veðri, sól og hita. n Fáum lykla að íbúðinni og erum með frábært útsýni af svölunum upp á topp Mont Blanc. n Undirbúum næstu daga á svöl- unum. Lesum fréttir um að tveir klifrarar hafi látist í fjallinu þessa sömu helgi. Alveg ljóst að það er ekkert annað í boði en að nálgast þetta fjall af mikilli varkárni og virðingu. ✿ Dagur 2 n Vöknum klukkan 9. Ætluðum að vakna klukkan 8 en Hrafni tókst á undraverðan hátt að slökkva á vekjaraklukkunni. n Tökum kláf upp í Aiguille de Midi (3.842 m) og hófum fyrsta dag í hæðaraðlögun. n Klifrum yfir hrygginn frá Aiguille de Midi og yfir í Cosmiques-skál- ann. Borðuðum og klifruðum til baka, og þaðan aftur til Cham- onix. n Hittum Sigga og spjölluðum. Siggi ákveður að sofa á dýnu úti á svölum – alvöru náttúrubarn þar á ferð. Enginn kvartar enda íbúðin lítil og þá meira pláss fyrir aðra. ✿ Dagur 3 n Vöknum um klukkan 8 og Siggi hringir í Gouter-skálann til að reyna að redda skálagistingu. Það gengur illa, enda búið að tak- marka aðgengi að fjallinu vegna slysa. n Tökum saman búnað fyrir tvo daga og stefnum á að klifra upp í Cosmiques-skálann, gista þar og klifra síðan upp á topp Mt. Tacul í 4.248 metrum og niður. n Förum í skálann og fylgjumst með miklu íshruni úr jöklinum. Magnað sjónarspil sem fær mann til þess að hugsa meira út í þær hættur sem leynast í fjallinu. n Ákveðum að vakna klukkan 4.30 því spár gerðu ráð fyrir þrumum og eldingum um klukkan 14 næsta dag. ✿ Dagur 4 n Stefnan sett á Mc. Tacul (4.248 m). n Laumumst út úr fullu herbergi af klifrurum frá öllum heims- hornum klukkan 04.30. Ekki til neitt sem heitir persónulegt svæði í svona skálum og þú lærir að kunna að meta eyrnatappa alveg upp á nýtt. n Gangan upp á hrygg Tacul gekk vel. Gengum yfir þó nokkuð af djúpum sprungum en vorum í línum allan tímann. n Reynum að eyða sem minnstum tíma á þessu svæði því kvöldinu áður sáum við stórt ísstykki hrynja úr einni sprungunni, sem var í um 150 metra fjarlægð frá stiganum okkar. Hrafn fann að- eins fyrir súrefnisleysinu og smá flökurleiki gerði vart við sig. n Hittum franska leiðsögumenn og þeirra hóp á leiðinni niður. Einn skar sig úr því hann var í léttum skóm í gallabuxum, og toppaði sig svo með sígarettu á toppnum. Ekki beint það sem við erum vön. n Komum til baka upp í Aigulle du Midi stöðina um kl. 14.20. Ákveðum þá að fresta klifri á Mont Blanc um einn dag. ✿ Dagur 5 n Tökum því rólega, borðum vel og röltum í búðir. n Endum kvöldið á að hlusta á tón- list og horfa á Friends-þætti. ✿ Dagur 6 n Byrjum klifur klukkan 12.55. n Þegar við erum nánast komin upp að Tete Rousse hittum við Nepalbúa sem vinnur í skála á fjallinu. Hann og Vilborg ná strax vel saman og hann bauðst til að kanna fyrir okkur gistingu í Gouter-skálanum. n Eftir stutt símtal erum við komin með gistingu og því minna stress á okkur að fara niður samdægurs eftir toppadag. n Komum upp í Tete Rousse um klukkan 16. Förum að sofa um klukkan 21 enda planið að vakna snemma og ná toppnum. ✿ Dagur 7 n Leggjum af stað klukkan 06.00 upp Grand Couloir. Planið er að vera snemma á ferðinni til að forðast grjóthrun. n Þegar á síðasta hrygginn, fyrir uppgöngu á toppinn, var komið var mikilvægt að vanda hvert skref. Hryggurinn ekki nema tvær skrefastærðir á breidd og brattar snjóhlíðar beggja vegna. Auðvelt að reka broddana í ef ekki er haldið í einbeitingu. n Þreytan virtist hverfa úr líkam- anum þegar síðustu metrarnir á toppinn voru teknir. Spennan og eftirvæntingin svo mikil enda búin að vinna hart að þessu markmiði. n Stöndum á toppnum um klukkan 14.00 með afar fallegt útsýni yfir Alpana. Frekar mögnuð tilfinning að standa í 4.810 metra hæð og horfa niður á öll þessu stóru fjöll í kring. n Gleðivíma í hópnum og nutum útsýnisins af hæsta tindi Vestur- Evrópu. n Eftir um 20 mínútur var kominn tími til að fara aftur niður því þrumum og eldingum hafði verið spáð. Röskleg ganga niður. Fylgd- umst með skýjunum þéttast og sáum þrumuveðrið nálgast. n Við áttum um 200 metra eftir þegar þrumurnar byrjuðu. Þegar við stóðum loks fyrir utan Gouter- skálann byrjaði þung og mikil rigning, tímasetningin gat varla verið betri. n Förum í háttinn um klukkan 21. ✿ Dagur 8 n Leggjum af stað niður um klukkan 06.00. n Þegar við erum hálfnuð niður heyrum við mikil læti fyrir ofan okkur. Sjáum gríðarstóra skriðu fara af stað. Teljum okkur á nokkuð öruggum stað en sú ör- yggistilfinning hvarf fljótt þegar risahnullungar komu í áttina að okkur. Náum að henda okkur bakvið klettasyllur og grúfðum okkur niður á meðan við fylgdumst með hundraða kílóa hnullungum skjótast yfir okkur. n Á þessum tímapunkti var málið að gera sig sem allra minnstan. Það var óþægileg tilfinning að hafa ekki yfirsýn á alla í hópnum en náðum að kallast á milli. n Það er erfitt að lýsa kraftinum í fjallinu. Stærstu grjóthnullungar voru á stærð við meðalstóra bíla og adrenalínið er þarna í efstu mörkum. Sekúndur urðu eins og mínútur. Hjartað pumpar á ógnarhraða. n Við tók nokkur bið á meðan fjallið var að hreinsa sig. Það var enginn áhugi á að hanga lengur en þörf var á og byrjuðu menn að koma sér yfir. n Þegar við komum niður í skálann var okkur sagt að þetta hafi verið með stærri skriðum í einhvern tíma. Við horfðum upp í fjallið og sáum hvar stórt stykki hafði rifnað úr fjallinu. Nú skil ég hvers vegna Grand Couloir er oft kallað Death Couloir. n Stoppum stutt í skálanum og höldum áfram að ganga niður. n Förum í íbúðina, borðum góðan mat og rifjum upp vikuna og vel heppnaða ferð á topp Mont Blanc. ✿ Dagur 9 n Vöknum klukkan 8 og tékkum okkur út. n Keyrum frá Chamonix til Genf og tökum flug heim til Íslands. n Frábær ferð og mikið ævintýri á enda. Við höfðum látið drauminn rætast. Vorum ekki lent á Íslandi Hnullungarnir margir á stærð við bíl Hópur fjallgöngufólks kleif Mont Blanc, eða Hvítafjall, á dögunum. Ferðin upp þetta hæsta fjall Vestur-Evrópu gekk vonum framar, þó að þau hafi orðið nokkuð áhyggjufull á leið niður þegar mikið grjóthrun varð. Þau héldu dagbók í ferðinni sem Fréttablaðið birtir hér. Hópmynd tekin á tindi Mont Blanc du Tacul. Ferðin niður reyndist erfið. Heimir, Hrafn og Vilborg með Cosmiques-skálann, Midi-stöðina (kláfinn) og tignarlegan fjallgarð Alpanna í bakgrunni. 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -4 D 2 8 2 0 C 4 -4 B E C 2 0 C 4 -4 A B 0 2 0 C 4 -4 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.