Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 12
Vilborg Arna Gissurardóttir, Heimir F. Hallgrímsson, Hrafn Svavarsson og Sigurð-
ur Bjarni Sveinsson náðu á dögun-
um toppi Hvítafjalls, sem er hæsta
fjall Alpanna og er 4.810 metra hátt.
Ferðalag þeirra hófst í fjallaþorpinu
Chamonix í Frakklandi og tók í
heildina níu daga, þar af sex daga í
klifri. Gangan gekk vonum framar
þó að leiðin niður hafi valdið þeim
nokkrum áhyggjum, þegar mikið
grjóthrun varð og hnullungar á
stærð við bíla þeyttust niður fjallið.
Fjórmenningarnir héldu dagbók í
ferðalaginu.
✿ Dagur 1
n Lendum í hádeginu í Genf og
förum þaðan til Chamonix.
n Röltum um fallegan bæinn í
geggjuðu veðri, sól og hita.
n Fáum lykla að íbúðinni og erum
með frábært útsýni af svölunum
upp á topp Mont Blanc.
n Undirbúum næstu daga á svöl-
unum. Lesum fréttir um að tveir
klifrarar hafi látist í fjallinu þessa
sömu helgi. Alveg ljóst að það er
ekkert annað í boði en að nálgast
þetta fjall af mikilli varkárni og
virðingu.
✿ Dagur 2
n Vöknum klukkan 9. Ætluðum að
vakna klukkan 8 en Hrafni tókst
á undraverðan hátt að slökkva á
vekjaraklukkunni.
n Tökum kláf upp í Aiguille de Midi
(3.842 m) og hófum fyrsta dag í
hæðaraðlögun.
n Klifrum yfir hrygginn frá Aiguille
de Midi og yfir í Cosmiques-skál-
ann. Borðuðum og klifruðum til
baka, og þaðan aftur til Cham-
onix.
n Hittum Sigga og spjölluðum.
Siggi ákveður að sofa á dýnu úti
á svölum – alvöru náttúrubarn
þar á ferð. Enginn kvartar enda
íbúðin lítil og þá meira pláss fyrir
aðra.
✿ Dagur 3
n Vöknum um klukkan 8 og Siggi
hringir í Gouter-skálann til að
reyna að redda skálagistingu.
Það gengur illa, enda búið að tak-
marka aðgengi að fjallinu vegna
slysa.
n Tökum saman búnað fyrir tvo
daga og stefnum á að klifra upp í
Cosmiques-skálann, gista þar og
klifra síðan upp á topp Mt. Tacul í
4.248 metrum og niður.
n Förum í skálann og fylgjumst
með miklu íshruni úr jöklinum.
Magnað sjónarspil sem fær mann
til þess að hugsa meira út í þær
hættur sem leynast í fjallinu.
n Ákveðum að vakna klukkan 4.30
því spár gerðu ráð fyrir þrumum
og eldingum um klukkan 14
næsta dag.
✿ Dagur 4
n Stefnan sett á Mc. Tacul (4.248 m).
n Laumumst út úr fullu herbergi
af klifrurum frá öllum heims-
hornum klukkan 04.30. Ekki til
neitt sem heitir persónulegt
svæði í svona skálum og þú lærir
að kunna að meta eyrnatappa
alveg upp á nýtt.
n Gangan upp á hrygg Tacul gekk
vel. Gengum yfir þó nokkuð af
djúpum sprungum en vorum í
línum allan tímann.
n Reynum að eyða sem minnstum
tíma á þessu svæði því kvöldinu
áður sáum við stórt ísstykki
hrynja úr einni sprungunni, sem
var í um 150 metra fjarlægð frá
stiganum okkar. Hrafn fann að-
eins fyrir súrefnisleysinu og smá
flökurleiki gerði vart við sig.
n Hittum franska leiðsögumenn og
þeirra hóp á leiðinni niður. Einn
skar sig úr því hann var í léttum
skóm í gallabuxum, og toppaði
sig svo með sígarettu á toppnum.
Ekki beint það sem við erum vön.
n Komum til baka upp í Aigulle
du Midi stöðina um kl. 14.20.
Ákveðum þá að fresta klifri á
Mont Blanc um einn dag.
✿ Dagur 5
n Tökum því rólega, borðum vel og
röltum í búðir.
n Endum kvöldið á að hlusta á tón-
list og horfa á Friends-þætti.
✿ Dagur 6
n Byrjum klifur klukkan 12.55.
n Þegar við erum nánast komin
upp að Tete Rousse hittum við
Nepalbúa sem vinnur í skála á
fjallinu. Hann og Vilborg ná strax
vel saman og hann bauðst til
að kanna fyrir okkur gistingu í
Gouter-skálanum.
n Eftir stutt símtal erum við komin
með gistingu og því minna stress
á okkur að fara niður samdægurs
eftir toppadag.
n Komum upp í Tete Rousse um
klukkan 16. Förum að sofa um
klukkan 21 enda planið að vakna
snemma og ná toppnum.
✿ Dagur 7
n Leggjum af stað klukkan 06.00
upp Grand Couloir. Planið er að
vera snemma á ferðinni til að
forðast grjóthrun.
n Þegar á síðasta hrygginn, fyrir
uppgöngu á toppinn, var komið
var mikilvægt að vanda hvert
skref. Hryggurinn ekki nema tvær
skrefastærðir á breidd og brattar
snjóhlíðar beggja vegna. Auðvelt
að reka broddana í ef ekki er
haldið í einbeitingu.
n Þreytan virtist hverfa úr líkam-
anum þegar síðustu metrarnir
á toppinn voru teknir. Spennan
og eftirvæntingin svo mikil enda
búin að vinna hart að þessu
markmiði.
n Stöndum á toppnum um klukkan
14.00 með afar fallegt útsýni yfir
Alpana. Frekar mögnuð tilfinning
að standa í 4.810 metra hæð og
horfa niður á öll þessu stóru fjöll
í kring.
n Gleðivíma í hópnum og nutum
útsýnisins af hæsta tindi Vestur-
Evrópu.
n Eftir um 20 mínútur var kominn
tími til að fara aftur niður því
þrumum og eldingum hafði verið
spáð. Röskleg ganga niður. Fylgd-
umst með skýjunum þéttast og
sáum þrumuveðrið nálgast.
n Við áttum um 200 metra
eftir þegar þrumurnar byrjuðu.
Þegar við stóðum loks fyrir utan
Gouter- skálann byrjaði þung og
mikil rigning, tímasetningin gat
varla verið betri.
n Förum í háttinn um klukkan 21.
✿ Dagur 8
n Leggjum af stað niður um
klukkan 06.00.
n Þegar við erum hálfnuð niður
heyrum við mikil læti fyrir ofan
okkur. Sjáum gríðarstóra skriðu
fara af stað. Teljum okkur á
nokkuð öruggum stað en sú ör-
yggistilfinning hvarf fljótt þegar
risahnullungar komu í áttina að
okkur. Náum að henda okkur
bakvið klettasyllur og grúfðum
okkur niður á meðan við
fylgdumst með hundraða kílóa
hnullungum skjótast yfir okkur.
n Á þessum tímapunkti var málið
að gera sig sem allra minnstan.
Það var óþægileg tilfinning að
hafa ekki yfirsýn á alla í hópnum
en náðum að kallast á milli.
n Það er erfitt að lýsa kraftinum í
fjallinu. Stærstu grjóthnullungar
voru á stærð við meðalstóra bíla
og adrenalínið er þarna í efstu
mörkum. Sekúndur urðu eins
og mínútur. Hjartað pumpar á
ógnarhraða.
n Við tók nokkur bið á meðan
fjallið var að hreinsa sig. Það var
enginn áhugi á að hanga lengur
en þörf var á og byrjuðu menn að
koma sér yfir.
n Þegar við komum niður í skálann
var okkur sagt að þetta hafi verið
með stærri skriðum í einhvern
tíma. Við horfðum upp í fjallið
og sáum hvar stórt stykki hafði
rifnað úr fjallinu. Nú skil ég hvers
vegna Grand Couloir er oft kallað
Death Couloir.
n Stoppum stutt í skálanum og
höldum áfram að ganga niður.
n Förum í íbúðina, borðum góðan
mat og rifjum upp vikuna og
vel heppnaða ferð á topp Mont
Blanc.
✿ Dagur 9
n Vöknum klukkan 8 og tékkum
okkur út.
n Keyrum frá Chamonix til Genf og
tökum flug heim til Íslands.
n Frábær ferð og mikið ævintýri á
enda. Við höfðum látið drauminn
rætast. Vorum ekki lent á Íslandi
Hnullungarnir margir á stærð við bíl
Hópur fjallgöngufólks kleif Mont Blanc, eða Hvítafjall, á dögunum. Ferðin upp þetta hæsta fjall Vestur-Evrópu gekk vonum framar, þó
að þau hafi orðið nokkuð áhyggjufull á leið niður þegar mikið grjóthrun varð. Þau héldu dagbók í ferðinni sem Fréttablaðið birtir hér.
Hópmynd tekin á tindi Mont Blanc du Tacul. Ferðin niður reyndist erfið.
Heimir, Hrafn og Vilborg með Cosmiques-skálann, Midi-stöðina (kláfinn) og tignarlegan fjallgarð Alpanna í bakgrunni.
8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
0
8
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
9
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
4
-4
D
2
8
2
0
C
4
-4
B
E
C
2
0
C
4
-4
A
B
0
2
0
C
4
-4
9
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
7
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K