Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 94
Haustið ber með sér súld, slabb og kalda vinda en blessunar­lega líka splunku­nýtt leikár. Leik­húsin keppast nú við að auglýsa sýningar sínar og þá er tilvalið að rýna í úrvalið, taka púlsinn á íslenska sviðslistaheiminum og fara í startholunar fyrir komandi leikhús­ vetur. Þarf að styðja við leikskáld Áður en lengra er haldið er þó nauð­ synlegt að horfa um öxl og fjalla um Grímuna, uppskeruhátíð sviðslista á Íslandi, sem sjónvarpað var beint á RÚV í júní síðastliðnum. Það er synd að ekki virðist vera hægt að sýna hátíðina í heild sinni en mörg verð­ launanna eru afhent áður en bein útsending hefst. Uppröðunin í ár var þó sérstaklega slæm. Að íslensk leikritun og leikskáld fái ekki pláss í útsendingu Grímunnar er gjörsam­ lega óafsakanlegt. Sömuleiðis er líka ótækt að aðlaganir séu settar í sama flokk og frumsamin verk. Frá 2013 hafa fjórar leikgerðir unnið til verðlauna. Einnig hefur nafni verð­ launanna verið breytt, ekki er lengur talað um leikskáld ársins heldur leik­ rit ársins. Smáatriðin skipta máli og heildarniðurstaðan er sú að sífellt er dregið úr mikilvægi leikskáldsins. Samkvæmt nýlegri breskri könn­ un seljast fimm sinnum fleiri miðar þar í landi á leiksýningar byggðar á annaðhvort bókum eða kvikmynd­ um en á frumsamin leikrit. Forvitni­ legt væri að gera svipaða könnun hér þar sem aðlaganir taka oft mikið pláss. Aftur á móti bera íslenskir áhorfendur líka ábyrgð og verða að styðja betur við leikskáld sem skrifa fyrir samtímann. En ekki er öll nótt úti enn, ferskir vindar blása og vind­ áttin boðar gott. Einstök einleikjahátíð Einleikjahátíðin Act Alone á Suður­ eyri hefur löngum markað byrjun leikársins og var hún haldin hátíðleg í sextánda sinn í byrjun ágúst. Áhorf­ endur eru hvattir til að leggja land undir fót á næsta ári og skoða hvers megnug landsbyggðin getur verið enda er hátíðin, leidd af frumkvöðl­ inum Elvari Loga Hannessyni, algjör­ lega einstök. Leikfélag Akureyrar, þar sem Marta Nordal hefur tekið við sem listrænn stjórnandi, spilar fram áhugaverðu leikári. Nýklassíski söngleikurinn Kabarett hefur leikinn og leikárið endar með fjölbreyttu samspili af nýjum leikverkum, þar á meðal heimildarverkinu Skjaldmeyjar hafs­ ins sem fjallar um reynsluheim eigin­ kvenna sjómanna. Mikil grasrótar­ vinna er í gangi á landsbyggðinni og allar líkur á því að hún skili sér marg­ falt til baka á næstu misserum. Sárt saknað Leikárið á höfuðborgarsvæðinu byrj­ ar að jafnaði um miðjan september. Fyrsta frumsýning Borgarleikhússins er einleikurinn Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan, þriðja leik­ verkið eftir höfundinn sem húsið sýnir á tæpu ári, en hópurinn sem fer fyrir sýningunni er fyrsta flokks. Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins átti að vera gamanleikurinn Fly Me to the Moon eftir Marie Jones, sem leik­ stýrir sjálf, en hún er kannski þekkt­ ust fyrir að semja hið vinsæla Með fulla vasa af grjóti. Upphaflega áttu Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir að fara með aðalhlutverkin en sú síðarnefnda dró sig út úr sýningunni og Anna Svava Knútsdóttir tekur við. Ástæða þess að Steinunn Ólína forfallaðist voru þær hryggilegu fréttir að eigin­ maður hennar, leikarinn Stefán Karl Stefánsson, lést undir lok ágústmán­ aðar eftir langvinna og erfiða baráttu við krabbamein. Hann var einungis 43 ára að aldri og verður sárt saknað. Ný íslensk leikritun Á þessu leikári kennir ýmissa grasa hvað varðar nýja íslenska leikritun, sem er skref í rétta átt. Í Þjóðleik­ húsinu má finna fjögur ný íslensk verk að þessu sinni; Insomnia eftir Amalie Olesen og leikhópinn Sterta­ bendu, Velkomin heim! eftir Maríu Thelmu Smáradóttur í samvinnu við Trigger Warning og grínverkið Súper eftir Jón Gnarr. Í Borgarleikhúsinu má sjá Tví­ skinnung eftir ljóðaslammskáldið Jón Magnús Arnarsson, Ég dey eftir Charlotte Bøving og Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson í samvinnu við leikhópinn Kriðpleir. Að auki teflir leikhúsið fram nýskáldunum Hildi Selmu Sigbertsdóttur, Matthí­ asi Tryggva Haraldssyni og Þórdísi Helgadóttur í Núna 2019 sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir. Þetta er frá­ bært framtak og einstaklega snjallt að tefla kynslóðunum saman á þennan máta. Ný leikrit í Tjarnarbíói Ný leikrit eru hornsteinn leikársins í Tjarnarbíói sem sannar hversu mikil­ vægt er að sjálfstæða sviðslistasenan eigi fast heimili, sem Reykjavíkurborg verður að styðja betur við fjárhags­ lega. Þar má finna fimm ný leikrit; Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfs­ son, Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson, Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur, Það sem við gerum í einrúmi úr smiðju Smartílab og kóm­ íska einleikinn Istan eftir Pálma Frey Hauksson. Einnig hýsir Tjarnarbíó tilraunakenndar tónlistarsýningar, dans og sviðslistahátíðina Spect­ acular, samvinnuverkefni Lókal og Reykjavík Dance Festival. Hin óviðjafnanlega Ronja Framboð af nýjum barnaleikritum er ekki ýkja mikið í stóru leikhúsunum en þess í stað stóla þau á kanónur af stærri gerðinni. Þjóðleikhúsið frumsýnir hina óviðjafnanlegu Ronju ræningja­ dóttur í byrjun september með Sölku Sól fremsta í flokki á Stóra sviðinu og Ævar Þór Benediktsson, betur þekkt­ ur sem Ævar vísindamaður, færir fjöl­ þætta sagnabálkinn sinn upp á svið undir nafninu Þitt eigið leikrit á nýja árinu. Litlu leikhúsgestir Borgarleikhúss­ ins þurfa að bíða fram á næsta ár til að finna eitthvað nýtt þar í húsi. Þá mætir Matthildur eftir Roald Dahl á svið í öllu sínu veldi í uppfærslu eftir leikskáldið Dennis Kelly og uppi­ standarann Tim Minchin. Leikhópur­ inn Lotta hefur fundið sér fast heimili í Tjarnarbíói og sýnir Rauðhettu þar á nýju ári, einnig verða bæði dans­ og jólasýningar fyrir smæstu gestina þar í húsi. Einræðisherrar mætast Leikhúsið keppist við að endurspegla samtímann og sálarlíf mannfólksins og miðað við hvernig heimurinn er í dag getur ekki verið tilviljun að valdaþyrstir einræðisherrar ráði lögum og lofum í jólasýningum ársins. Þar mætast Ríkharður III í Borgarleikhúsinu og kómísk útgáfa af Adolf Hitler í Þjóðleikhúsinu, en sú sýning er dönsk uppfærsla á kvik­ myndinni Einræðisherranum sem Charlie Chaplin gerði ódauðlega. Bæði stóru leikhúsin leita til klassíkurinnar til að loka leikárum sínum. Áhugavert verður að sjá hversu vel Kæra Jelena eftir Ljúd­ mílu Razumovskaju eldist og hvernig Loddarinn eftir Moliére verður fram­ reiddur af Stefan Metz. Ný andlit Mikið er um ný andlit á þessu ári sem er ánægjulegt og forvitnilegt verður að sjá þetta unga fólk feta sín fyrstu spor í leikhúsinu. Aftur á móti verður að undirstrika hversu mikilvægt er að hlúa að þessu nýja sviðslistafólki sem alltof oft hverfur af sviðinu áður en það hefur fengið tækifæri til að sanna sig almennilega. Þetta fólk er framtíðin og ekki er einungis hægt að stóla á þá einstaklinga sem slá í gegn samstundis heldur verður að rækta hæfileika með alúð og stuðningi. Ekki má gleyma frábæru leikhús­ bíósýningunum í Bíói Paradís, sem gefa íslenskum leikhúsunnendum tækifæri til að sjá hvað er á fjölunum í London. Í haust verður hægt að horfa á Ian McKellen glíma við Lé konung eftir William Shakespeare og nýja útgáfu af Ungfrú Júlíu eftir August Strindberg. Líklegar til gæða Leikhúsáhorfendur landsins hafa úr nægu að velja á þessu leikári en nokkrar sýningar verður að nefna sérstaklega sem líklegar til gæða. Báðar Shakespeare­sýningarnar, Ríkharður III og Jónsmessunætur­ draumur, lofa góðu. Sömuleiðis nýju erlendu verkin Samþykki í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur og Dúkku­ heimili, annar hluti, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Og miðað við útkomu síðustu ára eru allar líkur á því að Matthildur í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar eigi eftir að slá í gegn. Einnig skal nefna enn og aftur hversu mikilvægt er að styðja við öll þau nýju íslensku leikrit sem eru í boði. Nú er lag að leikhúsáhorfendur kaupi sem flesta miða í leikhús, styðji þétt við bakið á íslenskri leikritun, fari út fyrir þægindarammann og hvetji ungt leikhúsfólk til dáða. Góðar leikhússtundir! Sigríður Jónsdóttir Ekki Er Einungis hægt að stóla á þá Einstaklinga sEm slá í gEgn samstundis hEldur vErður að rækta hæfilEika mEð alúð og stuðningi. sigríður Jónsdóttir, leiklistargagn- rýnandi frétta- blaðsins, fjallar í sviðsannál um leik- árið 2018-2019. á nýju leikári kennir ýmissa grasa hvað varðar íslenska leikritun og all- nokkuð er um ný andlit. Fjölbreytt leikár fram undan 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r50 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -4 3 4 8 2 0 C 4 -4 2 0 C 2 0 C 4 -4 0 D 0 2 0 C 4 -3 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.