Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 8
Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið l að kynna þína vöru. FERÐAÞJÓNUSTA Bandaríska eigna­ stýringar­ og ráðgjafarfyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í ferðasölufyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir dala sem er jafnvirði 2,2 milljarða króna. Í fréttatilkynningu segir að fjár­ festing State Street Global Advisors verði notuð til að styrkja starfsemi íslenska félagsins og fjármagna sókn þess á erlenda markaði. Er þetta í fyrsta sinn sem Guide to Iceland sækir sér fjármagn erlendis. Guide to Iceland var stofnað árið 2012 og rekur vefsíðuna guidetoice­ land.is sem er eins konar markaðs­ torg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma yfir 500 íslensk ferða­ þjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun. Davíð Ólafur Ingimarsson, aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í tilkynningunni að fjárfest­ ingin marki ákveðin tímamót. „Þessi fjárfesting gerir okkur kleift að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Á sama tíma er mjög spennandi að geta sann­ reynt viðskiptalíkan og hugbúnað okkar á erlendum mörkuðum í sam­ vinnu við alþjóðlegan fjárfesti. – khn Fjárfesta í Guide to Iceland fyrir 2,2 milljarða Hópur ferðamanna á Þingvöllum. Fréttablaðið/Ernir SKÓLAMÁL Persónuvernd hefur að gefnu tilefni beint tilmælum til leik­ skóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á sam­ félagsmiðlum. Er því beint til þessara aðila að nota ekki Facebook eða sam­ bærilega miðla fyrir miðlun per­ sónuupplýsinga um ólögráða börn. Gildir það bæði um viðkvæmar og almennar persónuupplýsingar. Sé þörf talin á að miðla upp­ lýsingum um ólögráða börn með rafrænum hætti er æskilegt að nota hugbúnað sem tryggir ábyrgðar­ aðilum fulla stjórn yfir þeim upplýs­ ingum sem miðlað er. Tryggja þurfi að upplýsingum verði ekki miðlað til óviðkomandi aðila, þær verði ekki unnar í öðrum tilgangi en lagt var upp með og að öryggis þeirra sé gætt með fullnægjandi hætti. – sar Varar við notkun samfélagsmiðla FISKELDI Tveir landeigendur í Arnar­ firði hafa ítrekað krafist aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota á starfsleyfi Arnar­ lax á svæðinu. Þeir hafa nú kvartað til umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar málsmeðferðar sem brot Arnarlax á starfsleyfi hafa fengið hjá stofnuninni. Arnarlax tæmdi sjókvíar við Hringsdal í Arnarfirði 7. mars síðast­ liðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný þremur mánuðum síðar, 6. júní. Þetta fer í bága við starfsleyfi fyrir­ tækisins en í því segir að eldissvæði skuli hvíla milli eldislota að lág­ marki í sex til átta mánuði. Hvorki virðist deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Í svörum Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stofnunin hafi sent fyrir­ tækinu áform um áminningu vegna þessa atviks þann 16. júlí síðast­ liðinn. Rekstraraðili hafi sent inn úrbótaáætlun í kjölfarið sem miðaði að því að sótt yrði um undanþágu til umhverfis­ og auðlindaráðuneytis­ ins um hvíldartíma svæðisins og var hún send inn þann 30. júlí. Ari Wendel, annar landeigend­ anna, hefur staðið í stappi við Umhverfisstofnun vegna málsins frá því seiðin voru sett út í vor. Þeir hafa krafist þess að starfsemin verði stöðvuð og seiðin verði flutt burt úr kvíum tafarlaust til að svæðið fái fullan hvíldartíma samkvæmt starfsleyfinu. Ari segir að eitt stærsta æðarvarp á Vestfjörðum sé nokkur hundruð metra frá kvíastæðinu og aukin botnmengun og brot á hvíldartíma geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir æðarfuglinn, fæðu hans og annað lífríki á svæðinu. „Það sem okkur finnst svo sér­ kennilegt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við heldur sýna þeim meðvirkni sem stofnunin á að hafa eftirlit með og vera í rauninni að hjálpa þeim við að finna svig­ rúm til að brjóta reglurnar og starfs­ leyfið,“ segir Ari en þeir hafa kvartað undan málsmeðferð stofnunarinnar til Umhverfisráðuneytisins en ekki enn fengið viðbrögð. Í úrbótaáætlun Arnarlax kemur fram að auk beiðni um undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins hafi fyrirtækið sent Skipulagsstofn­ un matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á starfsleyfi þess efnis að hvíldartími verði að lágmarki 90 dagar. Matsskyldufyrirspurnin sé í vinnslu og reikna megi með að sú vinna taki 3­6 vikur og fyrirtækið muni láta Umhverfisstofnun vita þegar fyrirspurnin verði send. Samkvæmt svari Umhverfisstofn­ unar hefur Arnarlax ekki sent mats­ fyrirspurn til Skipulagsstofnunar og beiðni um undanþágu ekki verið afgreidd í ráðuneytinu. Á meðan aðhefst Umhverfisstofnun ekkert í málinu og seiðin eru enn í kvíum við Hringsdal í trássi við starfsleyfi fyrirtækisins. adalheidur@frettabladid.is Bíða með áminningu á meðan Arnarlax sækir um undanþágu Landeigendur í Arnarfirði hafa margítrekað krafist viðbragða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota Arnarlax á svæðinu. Þeir segja stofnunina vera meðvirka með fyrirtækinu og að hún sé í raun að að- stoða það við að finna svigrúm til að brjóta reglur. Landeigendurnir hafa kvartað til umhverfisráðuneytisins. landeigendur hafa kvartað til umhverfisráðuneytisins og segja Umhverfisstofnun sýna arnarlaxi meðvirkni. nordicpHotos/GEtty Það sem okkur finnst svo sérkenni- legt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við. Ari Wendel, annar landeigendanna UMhvERFISMÁL „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá er Haf­ rannsóknastofnun búin að stað­ festa að um eldisfisk er að ræða en ekki hvaðan hann er,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, um laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá þann 31. ágúst síðastliðinn. Kristján segir því ekki rétt að draga of stórar ályktanir af málinu fyrr en það sé komið á hreint. „Eldisfiskur er ekki bara fiskur úr sjókvíaeldi heldur eru líka aldar milljónir seiða í seiðastöðvum sem sleppt er í íslenskar ár. Hann getur því verið úr seiðaeldi eða eldisstöð án þess að vera sjókvíaeldisfiskur. Það ætti því að bíða með stórar full­ yrðingar þar til það er staðfest,“ segir Kristján. „Þá þarf að hafa annað í huga, að samkvæmt áhættumati Hafró og erlendum rannsóknum sem gefnar hafa verið út, þá þarf áreiti frá eldisfiski í villtan stofn að vera lang­ varandi, síendurtekið og í miklum mæli til að hafa eitthvað að segja. En einn fiskur segir auðvitað ekkert um það. Menn ættu því að bíða með stóryrtar yfirlýsingar.“ Aðspurður hvort seiði myndu bera sömu einkenni og eldisfiskurinn sem vísað er til í niðurstöðu Hafró, á borð við skemmda ugga eins og á umræddum laxi, segir Kristján að svo sé. „Oft eru seiði í körum að rekast utan í veggina og hvert annað. Það getur verið hvort heldur sem er.“ – smj Eldisandstæðingar spari stóryrtar yfirlýsingar Eldislaxinn sem veiddist í Vatnsdalsá í lok ágúst. Fréttablaðið/siGtryGGUr ari Einn fiskur segir auðvitað ekkert um það. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmda- stjóri LF 8 . S E p T E M b E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R é T T I R ∙ F R é T T A b L A Ð I Ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -6 5 D 8 2 0 C 4 -6 4 9 C 2 0 C 4 -6 3 6 0 2 0 C 4 -6 2 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.