Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 08.09.2018, Qupperneq 26
máli, hvort það megi tala um hlut- ina eða hvort allt sé þaggað niður. Samskipti innan fjölskyldunnar og uppeldisskilyrði sem börn búa við eru áhrifaþáttur. Þá eru börn af erlendum uppruna í áhættuhóp sem mætti horfa betur til. Geðrækt bjargar mannslífum Sigrún fór fyrir öflugum starfs- hópi sem skilaði aðgerðaáætlun til ráðherra í apríl síðastliðnum um að fækka sjálfsvígum á Íslandi og dregur fram gagnreyndar aðferðir og leiðir til þess. Samkvæmt slíkri aðgerðaáætlun er skynsamlegra að beina sjónum að æviskeiðinu í heild þar sem tíðni sjálfsvíga hér á landi er lægst meðal unglinga en annars svipuð yfir öll fullorðinsárin. Á síð- astliðnum áratug hafa flest sjálfsvíg, eða um 22%, orðið í aldurshópnum 30-39 ára og um 17% í aldurshópn- um 20-29 ára, 40-49 ára og 50-59 ára. Sigrún segir mikilvægt að huga að geðrækt og forvörnum í sam- félaginu. Grípa þurfi inn í miklu fyrr með snemmtækri íhlutun og segir hún að geðrækt á öllum skólastigum barna ætti að verða fastur liður í skólastarfi. Einnig er mikilvægt að efla þennan þátt í mæðravernd og í ungbarnaeftirliti. „Börn eru markvisst þjálfuð í hreyfiþroska og þjálfuð í þoli og styrk en það ætti líka að þjálfa þau í félagsfærni og tilfinningafærni. Að þekkja og skilja eigin tilfinningar, kunna góð samskipti, kunna að eignast og halda vinum, kunna að leysa ágreining á góðan hátt og þar fram eftir götunum. Þetta er færni sem ekki allir eiga auðvelt með en er alveg hægt að kenna. Við þyrftum að vera með námsefni á hverju einasta stigi en mikilvægt að þar sé notast við gagnreyndar aðferðir,“ segir hún. Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnis- stjóri hjá Embætti landlæknis, var hluti af teyminu á bak við aðgerða- áætlunina til ráðherra í apríl. Hún segir mikinn barning hafa verið um árið 2000 að innleiða geð- rækt. Lífsleikni var komin víða inn í skólakerfið, en sumir töldu það vera uppfyllingu eða höfðu litlar forsendur til að kenna. Miklar breyt- ingar hafa orðið síðan hvað aðgengi- legt námsefni í geðrækt varðar. „Það er til dæmis frábært námsefni sem heitir Vinir Zippýs og er kennt í 28 löndum og í nokkrum skólum hér á landi. Ástralar og fleiri þjóðir eru mjög framarlega á þessu sviði og við horfum til þeirra,“ segir Salbjörg. Fólkið á bak við einstaklinginn „Annað sem við sjáum er að um helmingur stúlkna og rúmur þriðj- ungur drengja í framhaldsskólum árið 2016 hefur upplifað að ein- hver hafi sagt þeim frá því að hafa íhugað sjálfsvíg. Við þurfum að fræða krakka um það hvernig eigi að bregðast við ef svona gerist,“ segir Sigrún. Á Íslandi eru í kringum 35-40 skráð sjálfsvíg á ári í heildina. Fjöl- skyldunetið á bak við hvern ein- stakling getur verið mjög stórt og stór hópur fólks sem verður fyrir áhrifum þegar einstaklingur því nákominn fellur frá. Ný skýrsla frá Emb-ætti landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraun-ir meðal íslenskra ungmenna kom út fyrir helgi og verður kynnt á mál- þinginu Stöndum saman gegn sjálfs- vígum á mánudag, alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Niðurstöður koma á óvart en þar kemur fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. „Frá því um 2010-2012 höfum við séð vaxandi vanlíðan meðal íslenskra ungmenna. Þetta kemur líka fram í þessari skýrslu í auknum sjálfsvígshugsunum og gríðarlega mikilli aukningu í sjálfsskaða meðal stúlkna í framhaldsskólum. Þar er þróunin frá 2010 úr 4% í 13%,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. „Miðað við þessar niðurstöður er þetta eitthvað sem hefur aukist meðal stúlkna. Það eru fleiri stúlkur í dag sem segjast hafa hugleitt sjálfs- víg en árið 2000 og sérstaklega er aukningin mikil frá árinu 2010.“ Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á þess- um aldri, 16-20 ára. Hlutfall drengja í framhaldsskólum sem hafa gert til- raun til sjálfsvígs hefur hins vegar haldist stöðugt í kringum 5-7% frá 2000-2016. Greina má breytingar hjá stúlkum yfir tímabilið. Hlut- fall þeirra sem höfðu gert tilraun til sjálfsvígs var 9% árið 2000, 11% árið 2004, 7% árið 2010 og hækkaði í 12% árið 2016. Tekið er tillit til skekkjumarka og spurninga sem tengdust tilraunum til sjálfsvígs, spurt á mismunandi vegu til að draga úr efasemdum. Auk þess svaraði ekki nema 71% framhaldsskólanema könnuninni árið 2016 en 29% voru fjarverandi. Til dæmis var skólasókn 16 ára nemenda 94,7% haustið 2016 sam- kvæmt Hagstofu og því 5,3% sem voru ýmist ekki í skóla, á vinnu- markaðnum eða annað. Skekkjan er því beggja vegna. Þátttakendur í rannsókninni voru framhaldsskólanemar sem voru mættir þann dag sem könnunin var gerð. Taka þarf mið af nemendum sem voru fjarverandi, nemendum sem mæta illa í skólann af ein- hverjum ástæðum og nemendum sem líður jafnvel svo illa að þeir vilja ekki svara. Sjálfsvíg annarra áhrifamikil „Þessar niðurstöður komu mér á óvart og mér finnst tölurnar slá- andi,“ segir Ingibjörg Eva. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hef heyrt mikið um. Við viljum ekki að það sé til staðar eitthvert falið vanda- mál. Hvað veldur vitum við ekki nákvæmlega, því ekki var spurt um það í rannsókninni og þyrfti líklega að gera með viðtölum en það er hægt að finna svona megin- þemu. Ég hugsa að ástæðurnar séu hins vegar ofboðslega margar og ólíkar.“ Nemendur sem höfðu upplifað það að einhver greindi þeim frá sjálfsvígshugsunum voru tæplega tvöfalt líklegri til að hafa gert til- raun til sjálfsvígs og til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Nemendur sem áttu góðan vin eða einhvern nákominn sem hafði gert tilraun til sjálfsvígs voru tæplega þrefalt lík- legri til að hafa sjálf gert tilraun til sjálfsvígs og 1,5 sinnum líklegri til að hafa í alvöru hugleitt sjálfsvíg. Aðrir sterkir áhrifaþættir fyrir til- raun til sjálfsvígs voru þunglyndi, reiði, af hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi og að hafa reykt kannabis um ævina. Sterkustu sjálfstæðu áhættu- þættirnir fyrir sjálfsvígshugsanir voru einkenni þunglyndis, reiði, sjálfsvígshugsanir annarra, það er ef einhver hafði sagt viðkomandi frá hugleiðingum um sjálfsvíg, kyn- ferðisofbeldi, og lítill stuðningur foreldra, í þessari röð. Fjölskyldumynstur skiptir miklu Málþing á mánudag Mánudaginn 10. september er alþjóðlegur dagur sjálfsvíga og í tilefni þess verður haldið málþing í húsnæði Decode við Sturlugötu 8, milli kl. 15.00–17.00 sem er opið öllum. Kyrrðarstundir til minningar um þá sem hafa fallið fyrir eigin hendi verða í Dómkirkjunni, Akureyrar- kirkju, Egilsstaðakirkju og Ísafjarð- arkirkju að kvöldi mánudagsins 10. september og í Útskálakirkju að kvöldi sunnudagsins 9. september. Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis- ins, Hugarafl, geðsvið Landspítal- ans, Minningarsjóður Orra Ómars- sonar, Ný dögun, stuðningur í sorg, Pieta samtökin, Rauði krossinn og Þjóðkirkjan standa að dagskrá dagsins. Heilsugæslan býður nú upp á ókeypis sálfræðiviðtöl fyrir börn og unglinga, og sums staðar full- orðna. Ef vandinn er bráður má leita bæði á bráðamóttöku BUGL og göngudeild geðsviðs Land- spítalans. Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna og aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. „Þetta er færni sem ekki allir eiga auðvelt með en er alveg hægt að kenna. Við þyrftum að vera með námsefni á hverju einasta stigi en mikilvægt er að þar sé notast við gagnreyndar aðferðir,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. FréttaBLaðið/Ernir 71% er svarhlutfall fram- haldsskólanema sem voru mættir í skólann og svöruðu könnun- inni árið 2016. 55% stúlkna þekkja ein- hvern sem hefur reynt sjálfsvíg. 38% drengja þekkja ein- hvern sem hefur reynt sjálfsvíg. 1/10 átti góðan vin eða ein- hvern nákominn sem hafði svipt sig lífi. Lítil breyting hefur orðið á þessu hlutfalli yfir tíma. 2.828 12% stúlkna höfðu gert tilraun til sjálfsvígs árið 2016. 7% drengja höfðu gert tilraun til sjálfsvígs árið 2016. nemendur höfðu í alvöru hug- leitt sjálfsvíg árið 2016, 56% höfðu sagt einhverjum frá því. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -6 A C 8 2 0 C 4 -6 9 8 C 2 0 C 4 -6 8 5 0 2 0 C 4 -6 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.