Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 30

Fréttablaðið - 08.09.2018, Page 30
Erik Hamrén mun stýra sínum fyrsta landsleik sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þegar flautað verður til leiks á Kybunpark-vellinum í St. Gallen í dag. Það er ef til vill við- eigandi að frumraun þess sænska komi á heimavelli St. Gallen þar sem fyrir endanum á vellinum er risavaxin IKEA-búð. Sviss er and- stæðingurinn í fyrsta leik Íslands í efstu deild í Þjóðadeildinni og verð- ur Michael Oliver á flautunni. Þetta verður sjöundi leikur þjóðanna í karlaflokki og bíður Ísland enn eftir fyrsta sigrinum. Sviss hefur unnið fimm leiki en einum leik lauk með jafntefli. Þrátt fyrir það virtist Hamrén vera nokkuð bjartsýnn þegar undir- ritaður fékk að ræða við hann á hóteli landsliðsins í æfingabúðum í Austurríki. Þar eru sígarettureyk- ingar enn leyfðar og fengum við okkur sæti í vindlaherbergi en hann virtist afar léttur í lundu og tilbúinn að ræða við íslenska fjölmiðla, eitt- hvað sem hann átti erfitt með sem þjálfari sænska landsliðsins og bak- aði honum óvinsældir þar í landi. „Það er erfitt að finna lýsingarorð til að lýsa sjálfum sér, að mínu mati er ég opinská persóna, glaðbeittur og auðvelt að fá mig til að hlæja,“ segir Erik þegar hann er spurður hvers konar persónuleiki hann sé. Hann segist þó njóta sín vel á golf- vellinum þegar frítími gefst og hefur unnið í að lækka forgjöfina eftir að hann hætti sem þjálfari sænska landsliðsins. Meiðsli bundu enda á ferilinn Erik kemur úr litlu bæjarfélagi í Sví- þjóð, Ljusdal, þar sem meiri áhersla var lögð á íshokkí. Hann lék knatt- spyrnu sem ungur drengur en þurfti að hætta vegna meiðsla. „Ég er uppalinn í Ljusdal, næsti stóri bær er Sundsvall og allt frá því að ég var ungur dreymdi mig um að verða atvinnumaður í fótbolta. Það voru margar íþróttir stundaðar í bænum, íshokkí var afar vinsælt og ég æfði íshokkí en ég var efnilegri í fótbolta. Ég fékk eldskírn mína sem sextán ára unglingur í fjórðu deild- inni í Svíþjóð en meiddist illa þegar ég var átján ára. Ég fór í aðgerðir og náði einu ári en þá tóku meiðslin sig upp á ný í hnénu og ég hætti að leika knattspyrnu fyrir tvítugt.“ Honum fannst erfitt að með- taka að draumurinn um atvinnu- mennsku væri úti fyrir tvítugt. „Þetta var erfiður tími og það eru margir sem upplifa þetta, dreymir um atvinnumennsku en meiðsli koma í veg fyrir það. Þáverandi kærasta mín var í fótbolta og ég fór að aðstoða við þjálfun hjá liðinu hennar. Ég elskaði ennþá að vera í kringum fótbolta og þetta var nýr vinkill. Ég hóf þjálfaraferilinn mjög ungur, ég hafði ekkert hugsað út í það að verða þjálfari en ég elskaði fótbolta. Ég fann það strax hvað mér fannst þetta gaman, ég reyndi eitt- hvað að komast sjálfur inn á völlinn en fann strax að það var ekki í boði og hellti mér þá út í þjálfun.“ Ætlaði komast í fremstu röð Fyrir vikið þurfti Erik að einbeita sér að þjálfarastörfum og hóf ferilinn sem aðalþjálfari í neðri deildum Svíþjóðar. „Ég byrjaði í fjórðu deild og fann að þetta var eitthvað sem hentaði mér vel. Markmiðin á þeim tíma voru ekki háleit, ég hugsaði ekki út í að þetta yrði seinna meir starf mitt, hvað þá sem þjálfari íslenska lands- liðsins,“ segir Hamrén og hlær. „Árið 1985 skráði ég mig í háskóla í Stokkhólmi til að læra að kenna leikfimi, þar kynntist ég starf- semi knattspyrnusambandsins og kynntist þjálfurum úr mismunandi íþróttum og fann um leið að þetta yrði minn starfsvettvangur og að ég ætlaði mér að verða þjálfari í fremstu röð. Ég lærði margt, bæði úr skólanum og af samnemendum mínum,“ segir Erik sem er ekki lengi að svara hver starfsvettvangur hans í dag væri ef hann hefði ekki orðið þjálfari. „Ég held að ég væri kennari, mér hefur alltaf liðið vel í samskiptum við fólk. Ég vann sem kennari þegar ég var í neðri deildunum og mér líkaði það vel. Ég tók stutta törn í sænska hernum og kunni ágætlega við það, það hentar mér að vinna með fólki.“ Var aldrei stórt nafn Þegar Erik sagðist stefna að því að verða þjálfari í efstu deild í Svíþjóð, Allsvenskan, efaðist fólk um drauma hans. „Ég stefndi strax að því, ég ætlaði mér að verða þjálfari í Allsvenskan árið 1985 og fólk hélt að ég væri klikkaður og hló að mér. Ég var ekki stórt nafn sem fyrrverandi leikmaður og það tók tíu ár að vinna mig upp metorðastigann. Ég vissi að ég þyrfti að byrja í neðri deildunum og vinna mig upp með því að vera sigursæll. Það liðu níu ár áður en ég varð þjálfari í fullu starfi.“ Árið 1995 fékk hann starf í efstu deild í Svíþjóð með AIK. Hann átti síðar eftir að stýra liðum Örgryte í Svíþjóð, AaB í Danmörku og Rosen- borg í Noregi. „Eftirminnilegast í þessu öllu saman er þegar þú vinnur bikara, ég man enn vel eftir því þegar unglingalið Sundsvall undir minni stjórn varð meistari. Það er enn eina liðið norðan Stokkhólms sem hefur náð því, sem sýnir hvað það var magnað afrek. Að vinna titla Héldu að ég væri klikkaður Knattspyrnuferill Eriks Hamrén entist ekki lengi og höfðu ekki margir trú á honum þegar hann ákvað að gerast þjálfari. Eftir gott gengi við að þjálfa félagslið kom tilboðið að þjálfa sænska landsliðið sem var eitthvað sem hann dreymdi ekki einu sinni um. Hann fann eldmóðinn að nýju í Suður-Afríku. Það tók Erik Hamrén tíma að klífa metorðastigann í þjálfun. En hann gafst aldrei upp. Fréttablaðið/Sigtryggur ari er það sem maður gleymir aldrei,“ segir Hamrén og heldur áfram: „Undir minni stjórn vannst sænski bikarinn, við mættum Barcelona í Evrópukeppni og ég vann titla með bæði AaB og Rosenborg. Þetta eru frábærar minningar og ég upplifði mismunandi hluti. Í Noregi var krafa um að Rosenborg ynni titilinn en hjá AaB tók ég við liði sem hafði ekki roð við stærstu liðunum fjárhagslega en okkur tókst að vinna titilinn.“ Nágranninn ennþá brjálaður Þegar Hamrén stýrði liði Rosenborg kom kall frá sænska knattspyrnu- sambandinu. Lars Lagerbäck var að yfirgefa landsliðið eftir tíu ár og bar sænska sambandið víurnar í Erik sem segir að það hafi komið sér í opna skjöldu. „Það var mikill heiður, þegar ég var búinn að upplifa drauminn um að stýra liði í efstu deild í Svíþjóð fór ég að hugsa hvert næsta markmið væri. Þá varð markmiðið að verða þjálfari í stöðugu liði í Svíþjóð og afla mér virðingar innan Svíþjóðar sem þjálfari en svo fann ég að ég vildi taka nýtt skref eftir tíu ár í Sví- þjóð,“ segir Erik og bætir við: „Mig dreymdi aldrei um að verða þjálfari sænska landsliðsins. Ég hélt að ég hefði ekki bakgrunninn í það, ég væri ekki nægilega þekktur eftir ferilinn. Ég sá ekki fyrir mér að taka við landsliðinu og þetta kom mér á óvart þrátt fyrir að ég væri að gera góða hluti með félagslið.“ Nágranni hans í Svíþjóð varð strax viss um að hann yrði landsliðs- þjálfari en Erik var ekki á sama máli. „Þegar það kom í ljós að Lars væri að hætta kom upp orðrómur um að ég myndi taka við. Nágranni minn ætlaði að veðja á að ég yrði næsti þjálfari, hann hefði það á tilfinning- unni en ég stöðvaði hann og sagði að ég yrði ekki næsti þjálfari. Hann ætlaði að setja þúsund sænskar krónur á þetta og hélt að þetta yrði gott veðmál en ég stöðvaði hann, hann er enn reiður út í mig,“ segir Hamrén hlæjandi en hann varð þó afar stoltur þegar tilboðið kom. „Þegar tilboðið kom fannst mér ég ekki geta yfirgefið Rosenborg strax, ég var búinn að vera með liðið í átján mánuði og stýrði Rosenborg með sænska landsliðinu um tíma.“ Mig dreyMdi aldrei uM að verða þjálfari sænska landsliðsins. Ég hÉlt að Ég hefði ekki bakgrunninn í það, Ég væri ekki nægilega þekktur eftir ferilinn. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -4 3 4 8 2 0 C 4 -4 2 0 C 2 0 C 4 -4 0 D 0 2 0 C 4 -3 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.