Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 40

Fréttablaðið - 08.09.2018, Síða 40
Lyng er hægt að nota allt árið og binda saman í fallega kransa. Lyktin af birki og lyngi finnst mér alltaf yndisleg þó hún sé kannski ekki mjög sterk. Það er talsverð lykt af vallhumli og sumum finnst hún virkilega vond. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Villt blóm gefa veisluborðinu afar fallegt yfirbragð og fara vel í bland við afskorin búðablóm. NoRDICPHoToS/GETTY Brúðarterta skreytt með lifandi blómum er stórkostlegt stáss á borði. Hvaða villtu blóm og jurtir henta til skreytinga og geta staðið út veisluna? „Þær eru sjálfsagt ótalmargar tegundirnar sem hægt er að nota til skreytinga. Aðalmálið er að ef maður hefur augastað á einhverri plöntu ætti að klippa hana, stinga í vatn og athuga hvort hún heldur sér og hversu lengi. Þær plöntur sem ég hef aðallega notað eru: birki, víðitegundir, fjalldrapi, bláberjalyng, sortulyng, beiti- lyng, umfeðmingur, rauðsmári, vallhumall, lúpína og sigurskúfur. Einnig eyrarrós, bláklukka og blá- gresi og ýmislegt fleira,“ segir Björg Sigtryggsdóttir, blómaskreytir á Akureyri. Er of langt liðið á sumarið eða er hægt að nýta einhverjar plöntur fram á haustið? „Núna er fínn tími til að ná í lyng svo sem berjalyng og beitilyng, einnig mosa, ber og greinar fyrir kransagerð. En svo kemur að því að plönturnar sölna og fella lauf og er það svolítið mismunandi eftir vaxtarstað og veðurfari. Sortu- lyng, eini og mosa er hægt að tína allt árið og lauflausar trjágreinar á veturna. Hins vegar gengur t.d. ekki að ætla að nota lúpínu í skreytingar í ágúst þar sem hennar blómgunartími er í júní-júlí og er því gott að hafa blómgunartíma plantna með í skipulagningunni yfir blóm sem hægt er að nota hverju sinni.“ Hvenær er best að tína það sem á að nota í veisluna? „Ef nota á plöntur í veislu finnst mér gott að ná mér í prufu af því sem ég ætla að nota viku áður til að athuga hvernig þær standa sig í vatni og ef á að stinga þeim í blómasvamp er líka gott að prófa það. Ég tíni svo magnið sem ég þarf fyrir veisluna helst sólarhring áður en ég þarf að vinna úr plöntunum, þá hafa þær dregið vel í sig vatnið og hægt er að fjarlægja þær sem ekki standa sig.“ Þarf að hreinsa jurtirnar eitthvað sérstaklega til að fá ekki pöddur á veisluborðið? „Ef ég tel vera hættu á pöddum t.d. af birki- og víðigreinum, þá reyni ég að skola með vatni og helst setja greinarnar á kaf í vatn í svolítinn tíma til að sjá hvort eitt- hvað lifandi flýtur upp.“ Mælirðu með því að spreyja hár- spreyi eða einhvers konar lakki yfir þær? „Ef ætlunin er að nota plönt- urnar í skreytingar eða kransa sem eiga að þorna, þá er smekksatriði hvort fólk vill spreyja með hárlakki eða sérstöku blómaspreyi eða -lakki sem fæst í blómabúðum. Skreytingarnar endast svolítið lengur og það hrynur síður úr þeim, en á móti kemur að ilmurinn af lynginu víkur fyrir lakklyktinni. Lyktin af birki og lyngi finnst mér alltaf yndisleg þó hún sé kannski ekki mjög sterk. Það er talsverð lykt af vallhumli og sumum finnst hún virkilega vond.“ Er óhætt að stinga lifandi plöntum í kökur til skrauts? „Já, það er hægt og í lagi á meðan plönturnar eru ekki eitraðar. Sumir stinga blómunum bara beint í kremið, eða setja blómalím- band á stilkendann. Þá gildir einn- ig að hafa blómin vel safaspennt/ vel í vatni, áður en þau eru notuð svo þau haldist fersk sem lengst.“ Áttu þér einhverjar uppáhalds- plöntur til skreytinga? „Ég geri ekki mikið upp á milli plantnanna sem ég nota úr nátt- úrunni. Ég nota þó mikið bláberja- og sortulyngið og einnig klippi ég mikið úr garðinum og þá er garða- maríustakkurinn svolítið í uppá- haldi og þá t.d. með bleika litnum í beitilyngi og rauðsmáranum.“ Villtar jurtir í veisluskraut Villt blóm og greinar geta sett afar fallegan svip á veisluborð. Margar tegundir er hægt að tína allt árið eins og lyng, eini, mosa og greinar. Björg Sigtryggsdóttir blómaskreytir gefur góð ráð. Björg Sigtryggsdóttir blómaskreytir gefur ráð um notkun villtra plantna. Vilt þú geta dansað? Við getum kennt þér. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . S E P T E m B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -9 C 2 8 2 0 C 4 -9 A E C 2 0 C 4 -9 9 B 0 2 0 C 4 -9 8 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.