Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.04.1981, Síða 1

Víkurfréttir - 09.04.1981, Síða 1
7. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 9. april 1981 rEÉTTIR B.V. ERLINGUR GK 6: 3 skipverjum sagt upp í hefndarskyni Eins og sagt var frá í lesenda- bréfi hér i síðasta blaði, hafa menn undrast mjög framkomu útgerðarmanns bv. Erlings, varð- andi uppgjör til áhafnar, en i þeim efnum hefur hann dregið uPPgjör í allt að 54 daga, en má mest draga það í 15 daga eftir hverja veiðiferð. Og í framhaldi af þessum gerðum útgerðar- mannsins var gerður strækur um borð í skipinu er það kom inn til löndunar og fékkst þá lausn á málinu. Blaðið hefur fregnað, að út- gerðarmaðurinn haft í hótunum, og vegna þessara aðgerða skip- verja þá muni hann ná sér niðri á B.V. Erllngur I Njarðvikurhöfn þeim, með þvíaðgrisjaþannhóp sem á skipinu nú er, og til að standa við orð sín hefur hann sagt upp þremurskipverjum, þ.e. tveim hásetum og 1. vélstjóra, auk þess sem hann hefurlátiöað því liggja að næst muni hann segja upp netamanni skipsins. Skipverjar telja að með þessu sé hann að gera þá hrædda og i framtíöinni geti hann hagað upp- gjöri að eigin vild. Furðulegt er að framkoma út- gerðar eins og þarna, skuli eiga sérstaðáseinni hlutatuttugustu aldar, því svona vinnubrögö hljóta að tilheyra fornaldar hugs- unarhætti. Slmstöðin í Keflavfk uppi- skroppa með símanúmer Um 1-2 ára bið getur orðið eftir síma Hitaveitan brást I kuldanum f kuldakastinu um daginn átti Hitaveita Suðurnesja fullt i fangi með að sinna þörfum notenda fyrir heitt vatn. Þurfti því að grípa til þess að stööva vatnsrennslið af og til meðan kaldast var. Af þessum sökum varð víða kalt í húsum og einnig ervitað um örfá tilfelli þar sem vatnskerfi frost- sprungu af þessum völdum. Orsakir þess að ekki var um nægjanlegt vatn að ræða má rekja til bilanna í Svartsengi, svo og að þar er aöeins búið að byggja einn miðlunargeymi af þeim þrem sem ætlunin er að hafa þarna til að nægjanlegur vatnsforði sé ávallt til í svona kuldaköstum. Þá bætir ekki úr skák að 2. áfangi orkuversins í Svartsengi hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Er nú vonandi aö Hitaveitan komi þessu öllu í lag fyrir næsta kuldakast, því slæmt er að hún skuli einmitt bregðast þegar helst er þörf á henni. Vegna þessa hefur töluvert borið á óánægju meðal þeirra notenda, er urðu fyrir því að missa hitann hjá sér þegar þeir þurftu virkilega á honum að halda og finnst því mörgum þeirra að Hitaveitan hljóti að verða fljót að lækka afnotagjald- ið fyrir viökomandi tímabil og benda á í því sambandi aö þar sé eðlilegt, því ef notandi dregur aö greiða fyrir afnot sín af heita vatninu, standi ekki á Hitaveit- unni að loka fyrir vatnið. Því hljóti þaö að vera gagnkvæmt og nú lækki þeirtaxtann meðtilliti til þessa. Ljóst er nú að Símstöðin i Keflavík hefur nú fullnýtt þau símanúmer sem hún hefurtil um- ráða, og nú blasir það við að nýir simnotendur geta þurft aö bíða eftir síma í 1-2 ár, að öllu ó- breyttu, samkvæmt upplýsing- um sem blaðið fékk hjá Björgvin Lútherssyni símstöðvarstjóra. ,,Nú er veriö að athuga hvort möguleiki sé á lausum númer- um vegna einhverra sem ekki hafa tekið númer sem úthlutað var fyrir ári siðan," sagði Björg- vin, „vegna flutnings i burtu eöa af öðrum orsökum, en sá sem flytur hingað annars staðar frá og hefur haft síma þar, getur þurft að bíða eitthvað, en samt gengur hann fyrir. Nokkur hreyf- ing er á fólki hér og um leiö og einhver flytur burtu þá losna númer jafnóðum." Fjöldi númera í stöðinni eru 3000 og hægt er að bæta við 1000 númerum í núverandi húsnæði stöövarinnar, en hvort það verð- ur gert á næstunni gat Björgvin ekki svarað, það yrði að taka ákvörðun um þaö mjög fljótlega, þvi svona stórt svæði gæti ekki verið lengi í númerasvelti. „Síðasta stækkun var talin duga til ársins 1984, en í Ijós hefur komið, því miður, að sú áætlun hefur verið misreiknuð," sagði Björgvin að lokum. Fádæma sóðaskapur Þessi mynd var tekin i síðustu viku og sýnir umgengni hjá fyrirtækinu Miðnes hf. í Sandgerði. Rusl má finna víðar í eigu fyrirtækisins, og þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hreppsyfirvalda til að fá þaðfjarlægt, hefur það ekki tekist. - Sjá fleiri myndir inni í blaðinu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.